Lífið

Sprungu úr hlátri þegar Ingó svaraði hvaða sjónvarpskarakter hann myndi drepa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingó kemur alltaf til dyranna eins og hann er klæddur.
Ingó kemur alltaf til dyranna eins og hann er klæddur.

Ingólfur Þórarinsson betur þekktur sem Ingó Veðurguð mætti í Brennsluna á dögunum og tók þátt í dagskráliðnum Yfirheyrslan.

Ingó er þekktur fyrir að vera mjög opinn og heiðarlegur í sínum svörum. Því var ekki mikið mál fyrir hann svara erfiðum spurningum.

Hann fékk til að mynda þá spurningu hvaða sjónvarpskarakter hann myndi drepa ef hann mætti.

„Örugglega bara Gísla Martein,“ sagði Ingó sem bætti strax við að hann væri að grínast.

„Ég elska Gísla Martein og oft hitt hann baksviðs og hef gaman af honum. Þættirnir hans geta stundum bara verið svolítið langir.“ Eftir þetta svar sprungu allir þáttastjórnendurnir úr hlátri.

Einnig kom í ljós að sem unglingur var Ingó alltaf skotinn í Cameron Diaz, hans helsti galli er að Ingó er hvattvís, ör og ofvirkur.

Hans tæpasti vinur í skapi er Auðunn Blöndal. „Ef hann tapar í golfi kemur hann ekki einu sinni inn í golfskálann, segir ekki bæ og er bara farinn.“

Ingó er með þáttinn Í kvöld er gigg á Stöð 2 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.