Fótbolti

Totten­ham í riðla­keppnina eftir að skora sjö | Dundalk sló Klaks­vík út

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kane skoraði þrennu í kvöld, þar af eitt af vítapunktinum.
Kane skoraði þrennu í kvöld, þar af eitt af vítapunktinum. Sebastian Frej/Getty Images

Umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta lauk nú í kvöld. Tottenham Hotspur skoraði sjö og KÍ Klaksvík frá Færeyjum komst ekki í riðlakeppnina.

Eins og hefur komið fram duttu þeir Arnór Ingvi Traustason, Ragnar Sigurðsson og Hólmar Örn Eyjólfsson allir út í kvöld. Sömu sögu eru að segja af frændum vorum frá Færeyjum en ævintýri KÍ Klaksvík lauk í kvöld.

Aldrei áður hefur lið frá Færeyjum varið jafn langt í Evrópukeppni en FH-banarnir í Dundalk frá Írlandi sló KÍ úr leik. Lokatölur í Írlandi 3-1 heimamönnum í vil. Erik Midtskogen skoraði mark KÍ í kvöld.

Tottenham Hotspur vann einstaklega öruggan sigur á Maccabi Haifa á heimavelli. Sigur þeirra var einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna. Staðan var orðin 4-1 í hálfleik og orrahríð Tottenham að marki Maccabi hélt áfram í síðari hálfleik.

Tottenham vann leikinn á endanum 7-2 sem ætti að vera ágætis veganesti inn í leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Manchester United bíður á sunnudag.

Harry Kane skoraði þrennu í kvöld og Giovanni Lo Celso skoraði tvívegis. Þeir Dele Alli og Lucas Moura bættu svo sitt hvoru markinu.

AC Milan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Rio Ave í Portúgal og á sama tíma tapaði Sporing Lissabon 1-4 á heimavelli fyrir LASK Linz frá Austurríki. Að lokum komust skosku félögin Rangers og Celtic bæði áfram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×