„Við erum alls ekki öll á sama báti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 20:47 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að mikil vonbrigði væri að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskrá. Vísir/Vilhelm Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir meiri mannúð í málaflokkinn, nokkuð sem beðið hafi verið eftir síðastliðin þrjú ár, síðan ríkisstjórnin gaf um það fyrirheit. „Íslenskt samfélag á að vera manneskjulegt samfélag sem lætur ekki 200 manns bíða í röð á fimmtudagseftirmiðdegi eftir matargjöfum. Íslenskt samfélag á ekki að reka börn eða barnafjölskyldur af erlendum upprúna úr landi,“ sagði Rósa Björk. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Rósa sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri þann 17. september síðastliðinn og var ástæðan að hennar sögn brottvísun egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem þá var fyrirhuguð. „Meirihluti almennings vill ekki þessa hörku, eins og nýleg skoðanakönnun sýnir um jákvæðari afstöðu fólks en áður til samborgara okkar af erlendum uppruna,“ sagði Rósa. „Það eru því stór vonbrigði að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskránni. Frumvarp sem er harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum.“ Hún sagði íslenskt samfélag eiga að taka utan um öll þau sem minna mega sín með opnum faðmi og láta sterk, mannúðleg kerfi grípa fólk við erfiðar aðstæður og tryggja jöfn tækifæri fyrir okkur öll. Sama hvaðan við erum og hver við erum. „Kórónuveiran hefur afhjúpað að við erum alls ekki í sama báti eins og fjármálaráðherra lýsti fyrir nokkru. Við erum hins vegar öll í sama storminum, eins og Greta Thunberg minnti okkur á, hvort sem um er að ræða kórónuveirufaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga eða efnahagskreppu.“ Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir meiri mannúð í málaflokkinn, nokkuð sem beðið hafi verið eftir síðastliðin þrjú ár, síðan ríkisstjórnin gaf um það fyrirheit. „Íslenskt samfélag á að vera manneskjulegt samfélag sem lætur ekki 200 manns bíða í röð á fimmtudagseftirmiðdegi eftir matargjöfum. Íslenskt samfélag á ekki að reka börn eða barnafjölskyldur af erlendum upprúna úr landi,“ sagði Rósa Björk. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Rósa sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri þann 17. september síðastliðinn og var ástæðan að hennar sögn brottvísun egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem þá var fyrirhuguð. „Meirihluti almennings vill ekki þessa hörku, eins og nýleg skoðanakönnun sýnir um jákvæðari afstöðu fólks en áður til samborgara okkar af erlendum uppruna,“ sagði Rósa. „Það eru því stór vonbrigði að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskránni. Frumvarp sem er harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum.“ Hún sagði íslenskt samfélag eiga að taka utan um öll þau sem minna mega sín með opnum faðmi og láta sterk, mannúðleg kerfi grípa fólk við erfiðar aðstæður og tryggja jöfn tækifæri fyrir okkur öll. Sama hvaðan við erum og hver við erum. „Kórónuveiran hefur afhjúpað að við erum alls ekki í sama báti eins og fjármálaráðherra lýsti fyrir nokkru. Við erum hins vegar öll í sama storminum, eins og Greta Thunberg minnti okkur á, hvort sem um er að ræða kórónuveirufaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga eða efnahagskreppu.“
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07