Covid-innlögn á tólf tíma fresti í nýrri holskeflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2020 15:49 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Lögreglan Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Um ákveðna holskeflu sé að ræða. Hann telur spítalann í stakk búinn að taka á móti öllum sjúklingum sem þurfa á læknisaðstoð að halda vegna kórónuveirunnar í þessari þriðju bylgju faraldursins, þó að það verði vissulega áskorun. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar nú síðdegis. Tveir hafa verið lagðir inn á spítalann með Covid-19 það sem af er degi og alls liggja því þrettán inni, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Af þeim tæplega 580 sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar eru þrír mjög veikir og taldir þurfa innlögn á spítalann innan skamms. Fjórtán eru talsvert veikir. Páll bendir þó á að á næstu dögum muni um hundrað manns útskrifast af göngudeildinni. Meðalaldur sjúklinganna sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19 er um fimmtugt. Fólkið er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. Páll sagði þróun innlagna svipaða og í vor. Áskorun spítalans tvíþætt Páll sagði það jafnframt mat Landspítalans að styrkleikar hans væru fjölmargir. Verklag og þekking væri nú skýrari en í fyrstu bylgjunni í vor. Áskoranir spítalans fælust einkum í tveimur atriðum: annars vegar þyrfti að tryggja að þeir sjúklingar sem lokið hafi virkri meðferð geti útskrifast hratt og vel. Opnun hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi hefði hjálpað mjög til við þetta í vor en um slíkt væri ekki að ræða nú. Unnið væri að því að leysa þennan vanda með miklum hraði þessa dagana og Páll kvaðst hafa fulla trú á því að náist að stilla saman strengi. Hin áskorun spítalans felst í mönnun, annars vegar á Covid-göngudeild og hins vegar í sérhæfðri þjónustu á gjörgæslu. Páll sagði að verið væri að draga úr valkvæðri þjónustu á spítalanum til að geta nýtt starfsfólk betur, einkum á gjörgæslu. Páll sagði bylgjuna nú ekki minni en í vor og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að bjóða sig fram í bakvarðasveitir. Fólk þyrfti jafnframt að sýna því skilning að nú væri Covid í forgangi á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Um ákveðna holskeflu sé að ræða. Hann telur spítalann í stakk búinn að taka á móti öllum sjúklingum sem þurfa á læknisaðstoð að halda vegna kórónuveirunnar í þessari þriðju bylgju faraldursins, þó að það verði vissulega áskorun. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar nú síðdegis. Tveir hafa verið lagðir inn á spítalann með Covid-19 það sem af er degi og alls liggja því þrettán inni, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Af þeim tæplega 580 sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar eru þrír mjög veikir og taldir þurfa innlögn á spítalann innan skamms. Fjórtán eru talsvert veikir. Páll bendir þó á að á næstu dögum muni um hundrað manns útskrifast af göngudeildinni. Meðalaldur sjúklinganna sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19 er um fimmtugt. Fólkið er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. Páll sagði þróun innlagna svipaða og í vor. Áskorun spítalans tvíþætt Páll sagði það jafnframt mat Landspítalans að styrkleikar hans væru fjölmargir. Verklag og þekking væri nú skýrari en í fyrstu bylgjunni í vor. Áskoranir spítalans fælust einkum í tveimur atriðum: annars vegar þyrfti að tryggja að þeir sjúklingar sem lokið hafi virkri meðferð geti útskrifast hratt og vel. Opnun hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi hefði hjálpað mjög til við þetta í vor en um slíkt væri ekki að ræða nú. Unnið væri að því að leysa þennan vanda með miklum hraði þessa dagana og Páll kvaðst hafa fulla trú á því að náist að stilla saman strengi. Hin áskorun spítalans felst í mönnun, annars vegar á Covid-göngudeild og hins vegar í sérhæfðri þjónustu á gjörgæslu. Páll sagði að verið væri að draga úr valkvæðri þjónustu á spítalanum til að geta nýtt starfsfólk betur, einkum á gjörgæslu. Páll sagði bylgjuna nú ekki minni en í vor og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að bjóða sig fram í bakvarðasveitir. Fólk þyrfti jafnframt að sýna því skilning að nú væri Covid í forgangi á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira