Erlent

Leggja ekki niður vopn enn

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjálfboðaliðar Armena búa sig undir að fara á vígvöllinn.
Sjálfboðaliðar Armena búa sig undir að fara á vígvöllinn. AP/Karen Mirzoyan

Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli. Þess í stað hafa átökin, sem hafa stigmagnast á undanförnum dögum, haldið áfram í dag.

Yfirvöld í Tyrklandi, sem styðja við bakið á Aserum lýstu því yfir í dag að stórveldin þrjú eigi ekki að koma að friðarviðræðum milli Armena og Asera.

„Miðað við að Bandaríkin, Rússland og Frakkland hafa vanrækt þetta vandamál í nærri því 30 ár, er óásættanlegt að þau komi að friðarviðræðum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands á þingfundi í Istanbúl í dag.

Tyrkir hafa verið sakaðir um að senda málaið frá Sýrlandi og Líbíu til Nagorno-Karabakh.

Í brýnu sló á milli armenska og aserska hersins um helgina við Nagorno-Karabakh, lundlukt svæði innan Aserbaídsjan sem armenskir aðskilnaðarsinnar stjórna. Tugir manna hafa fallið í skærum síðustu daga.

Svæðið heyrir formlega undir Aserbaídsjan en er í raun stýrt af Armenunum sem búa þar.

Eins og fram kemur í frétt BBC er enn óljóst hvað leiddi til þess að átök hófust á sunnudaginn. Átökin hafa verið umfangsmeiri en áður frá stríðinu sem ríkin háðu 1988-1994.

Varnarmálaráðuneyti beggja ríkja hafa verið dugleg við að birta myndir og myndbönd í áróðursskyni undanfarna daga.


Tengdar fréttir

Koma saman til að ræða deilu Asera og Armena

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða deilu Asera og Armena en átök hafa blossað upp enn á ný í héraðinu Nagorno Karabakh og liggja tugir eða hundruð í valnum.

Setja her­lög bæði í Armeníu og Aserbaídsjan

Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×