Innlent

Lækka dag­peninga til ríkis­starfs­manna

Atli Ísleifsson skrifar
Húsakynni fjármálaráðuneytisins.
Húsakynni fjármálaráðuneytisins. Vísir/Vilhelm

Ferðakostnaðarnefnd hefur lækkað dagpeninga til ríkisstarfsmanna vegna gisti- og fæðiskostnaðar á ferðalögum þeirra á vegum ríkisins innanlands.

Á vef stjórnarráðsins segir að gisting og fæði í einn sólarhring verði 25.700 krónur, fari úr 29.400 krónum líkt og fyrri skrá sagði til um sem gefin var út í maí.

Upphæð vegna gistingar í einn sólarhring fer úr 17 þúsund krónum og í 13.100 krónur.

Upphæð fyrir fæði fyrir hvern heilan dag, í minnst 10 tíma ferðalagi, fer úr 12.600 krónum í 12.400 krónur.

Þá fer upphæðin fyrir fæði í hálfan dag, í minnst sex tíma ferðalagi úr 6.300 í 6.200 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×