4-4-4 skipting tekur mið af álagi, þörfum og jafnrétti Gró Einarsdóttir skrifar 30. september 2020 22:00 Nýlega voru kynnt drög að lögum um foreldraorlof í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að foreldraorlof verði 12 mánuðir og að þeim mánuðum verði að skipta jafnt á milli foreldra. Til stuðnings frumvarpinu var skrifuð grein sem birtist á dögunum á Vísi. Þar segir meðal annars: „Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu.“ Ég tek undir með höfundum að við eigum að horfa til framtíðar við gerð þessara laga, en set spurningamerki við að jöfn skipting á milli foreldra sé eina skiptingin sem geti talist réttlát og eðlileg. Hvað er réttlát skipting? Í áðurnefndri grein er lögð áhersla á að réttlát skipting sé jöfn skipting. Það er eitt sjónarmið, sem er auk þess mjög mikilvægt sjónarmið. En það er alls ekki eina sjónarmiðið. Í klassískri vísindagrein um þetta efni eru nefndar þrjár megin leiðir til að skipta takmörkuðum gæðum. Eftir því sem hver og einn hefur lagt á sig, eftir þörfum og jafnt. Allar skiptingarnar geta talist réttlátar og ekki er hægt að segja að ein sé réttlátari en önnur. Í grunninn snýst pólitík um að takast á um hvaða sjónarmið eigi að ráða eða hvernig hægt sé að ná fram málamiðlunum. Í innsendum umsögnum um nýju lögin má sjá ákall eftir því að hugað sé betur að skiptingu eftir þörfum og álagi. Þar sem flestar konur bera barnið, fæða það og næra telja margir að það felist réttlæti í því að tekið sé tillit til þessa álags. Í mörgum umsögnunum er líka kallað eftir því að hugað sé að mismunandi þörfum. Þörfum barna sem eru á brjósti, þörfum mæðra sem gefa börnunum brjóst, þörfum mæðra til að jafna sig andlega og líkamlega eftir barnsburð, þörfum mismunandi fjölskyldugerða fyrir sveigjanleika, þörfum efnaminni fjölskyldna o.s.frv. Hvað er til skiptana? Þegar við ræðum réttláta skiptingu er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað er til skiptanna, en hvernig gæðunum er skipt. Í greininni sem birtist á Vísi er bent á að í „skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt.“ Þó að slíkar niðurstöður séu vissulega áhugaverðar tel ég að hægt sé að taka meira mið af þeim ef tekið væri fram hvað sé til skiptana. Getum við verið viss um að svör fólks við spurningunni um hvernig eigi að skipta foreldraorlofi væru þau sömu, ef mánuðurnir væru 3 og ef þeir væru 18? Af lestri mínum á umsögnum við frumvarpið sýnist mér andstaðan við nýtt lagafrumvarp ekki snúast um andstöðu við að feður fái 6 mánuði eða andstöðu við að feður taki meiri ábyrgð á börnum og heimili. Ekki heldur andstöðu við jafna skiptingu almennt. Andstaðan snýst frekar um að verið er að berjast um bitana. Ef foreldraorlof væri nægilega langt til að rúma þarfir barna, mæðra, feðra, mismunandi fjölskyldugerða o.s.frv. þá get ég vel ímyndað mér að umræðan væri öðruvísi. Ef foreldraorlof væri til að mynda 18-24 mánuðir, eins og þar sem best lætur í heiminum, væri mögulega hægt að segja að það væri réttlátt og eðlilegt að skipta því jafnt. Hvað er eðlilegt? Í margumræddri grein er talað um að skipting á fæðingarorlofinu eigi að vera eðlileg, án þess að hugtakið sé skilgreint nánar. Ég held að hugtakið eðlilegt sé of gildishlaðið og huglægt til þess að vera gagnlegt innlegg í umræðuna, en mögulega er hægt að skipta orðinu út fyrir samheiti þess, það er orðið venjulegt. Hvað er fólk vant að gera? Hvert er normið? Það er töluvert auðveldara að sammælast um svar við því, en hvað getur talist eðlilegt. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar kemur fram að meirihluti mæðra á er í foreldraorlofi í 9-12 mánuði á meðan meirihluti feðra er í orlofi í 2-4 vikur. Á Íslandi er skiptingin líklega jafnari vegna þess að stærri hluti orlofs er eyrnamerktur hverju foreldri fyrir sig, þó að regluleg og tímanleg tölfræði um slíkt sé af skornum skamti. En þrátt fyrir jafnari skiptingu hér á landi benda höfundarnir á að nýleg greining sýni „að í kringum 90% mæðra fullnýti sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýti eitthvað af honum.“ Ekki nóg með það, heldur virðist það vera töluvert algengt á Íslandi að mæður reyni að lengja orlof sitt enn frekar með því að dreifa greiðslum úr fæðingarorlofssjóði á fleiri mánuði. Það vantar reglubundna tölfræði um hversu algengt þetta er, en það er ekki ólíklegt að stór hluti mæðra á Íslandi sé eins og aðrar mæður á Norðurlöndunum í foreldraorlofi í 9-12 mánuði. Það er oft talað um hversu slæm áhrif foreldraorlof kvenna geti haft á starfsferil þeirra og launaþróun. En það er minna talað um hversu slæmt það er fyrir konur að vera með skertar greiðslur á meðan þær eru í orlofi. Það er líklegt að konur sem lifa á 50% foreldraorlofsgreiðslum eigi erfiðara með að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélagsaðild en ef þær fengju fullar greiðslur. Þessi raunveruleiki getur varla talist góður fyrir jafnrétti kynjanna. Konur sem lifa á skertum foreldraorlofsgreiðslum eru líka háðari maka sínum, sem getur ekki heldur talist gott út frá jafnréttissjónarmiðum. Sem sagt, þó að foreldrum hafi lengi verið heimilt að skipta orlofinu sínu jafnt, þá hafa flestir á Íslandi og annars staðar á Norðurlönduum ákveðið að gera það ekki. Nýja tillagan ber það með sér að sé foreldrum gefið val um hvernig þeir skipti orlofinu á milli sín þá muni þeir velja vitlaust, og því sé betra að ríkið ákvarði alfarið skiptinguna. Úrelt og gamaldags að hlusta ekki á konur Þessi afstaða finnst mér yfirlætisfull og hún lætur á sér kræla víða meðal þeirra sem styðja nýtt frumvarp. Til dæmis hef ég sjaldan heyrt fræðimann láta hafa eftir sér eins óvísindalega tilvitnun og birtist á dögunum í grein á Vísi. Þar segir Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ: „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Það er fátt í vísindum sem er svo öruggt að slík fullyrðing eigi rétt á sér, sérstaklega þegar um er að ræða jafn flókin og margþætt málefni og áhrif af skiptingu foreldraorlofs. Tökum dæmi: Í umræðunni um frumvarpið hefur mikið verið vitnað í rannsóknir sem gefa til kynna að tíðni skilnaða sé lægri og umönnun barna jafnari meðal þeirra fjölskyldna sem skipta orlofinu sínu jafnt. Þó að það ætti vissulega að hvetja marga til jafnrar skiptingar er mikilvægt að árétta að um fylgnirannsóknir er að ræða. Mögulega eru orsakatengsl þarna á milli en það er alveg jafn líklegt að þær fjölskyldur sem velja að skipta orlofinu sínu jafnt skeri sig úr að öðru leiti líka, t.d. hvað varðar viðhorf, störf, tekjur og menntun. Þetta yfirlæti má einnig sjá í þeim ástæðum sem höfundar greinarinnar margumtöluðu telja upp fyrir því að foreldrar velji ójafna skiptingu: „kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið.“ Ég myndi frekar telja það til gamaldags hugmynda að hafa lítinn sem engan áhuga á að hlusta á reynslusögur og reynsluheim kvenna. Af þeim 99 umsögnum sem hafa nú þegar borist um nýja lagafrumvarpið eru nær allar frá konum og eru nær allar gagnrýnar á að meitla jafna skiptingu 12 mánaða í stein. Ég sem hélt að #metoo byltingin hefði sýnt okkur fram á mikilvægi þess að hlusta á og trúa konum. Að sama skapi hélt ég að nútímaleg kynjafræði legði áherslu á að átta sig ekki aðeins á mismunandi stöðu karla og kvenna, heldur einnig hvað gerist í þverskurði mismunandi samfélagshópa (e. Intersectionality). Þannig er auðvelt fyrir fólk í forréttindastöðu að gera lítið úr þeim einstaklingum sem segja að þeir hafi ekki efni á því að faðir barnsins taki jafn langt orlof og móðirin. Ég held að þeir sem eiga ekki fyrir húsnæði og mat ef orlofinu er skipt jafnt, eða þurfa að steypa sér í skuldir til að hafa lengd orlofsins í samræmi við þarfir fjölskyldunnar, græði lítið á því að jöfn skipting verði meitluð í stein. 4-4-4 Þegar hlutur sem snertir líf jafn margra og foreldraorlof er til umræðu tel ég að það sé mikilvægt að reyna að taka mið af öllum réttlætissjónarmiðum (álagi, þörfum, jafnrétti) þegar skipting á foreldraorlofi er ákvörðuð. Því tel ég að það sé réttlátt að skipting foreldraorlofs sé málamiðlun milli mismunandi sjónarmiða. Á meðan aðeins 12 mánuðir eru til skiptana tel ég að slíkri málamiðlun sé náð með 4-4-4 skiptingu, þar sem hvort foreldrið um sig fær 4 mánuði og 4 mánuðir eru gefnir frjálsir. Höfundur er doktor í félagssálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega voru kynnt drög að lögum um foreldraorlof í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að foreldraorlof verði 12 mánuðir og að þeim mánuðum verði að skipta jafnt á milli foreldra. Til stuðnings frumvarpinu var skrifuð grein sem birtist á dögunum á Vísi. Þar segir meðal annars: „Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu.“ Ég tek undir með höfundum að við eigum að horfa til framtíðar við gerð þessara laga, en set spurningamerki við að jöfn skipting á milli foreldra sé eina skiptingin sem geti talist réttlát og eðlileg. Hvað er réttlát skipting? Í áðurnefndri grein er lögð áhersla á að réttlát skipting sé jöfn skipting. Það er eitt sjónarmið, sem er auk þess mjög mikilvægt sjónarmið. En það er alls ekki eina sjónarmiðið. Í klassískri vísindagrein um þetta efni eru nefndar þrjár megin leiðir til að skipta takmörkuðum gæðum. Eftir því sem hver og einn hefur lagt á sig, eftir þörfum og jafnt. Allar skiptingarnar geta talist réttlátar og ekki er hægt að segja að ein sé réttlátari en önnur. Í grunninn snýst pólitík um að takast á um hvaða sjónarmið eigi að ráða eða hvernig hægt sé að ná fram málamiðlunum. Í innsendum umsögnum um nýju lögin má sjá ákall eftir því að hugað sé betur að skiptingu eftir þörfum og álagi. Þar sem flestar konur bera barnið, fæða það og næra telja margir að það felist réttlæti í því að tekið sé tillit til þessa álags. Í mörgum umsögnunum er líka kallað eftir því að hugað sé að mismunandi þörfum. Þörfum barna sem eru á brjósti, þörfum mæðra sem gefa börnunum brjóst, þörfum mæðra til að jafna sig andlega og líkamlega eftir barnsburð, þörfum mismunandi fjölskyldugerða fyrir sveigjanleika, þörfum efnaminni fjölskyldna o.s.frv. Hvað er til skiptana? Þegar við ræðum réttláta skiptingu er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað er til skiptanna, en hvernig gæðunum er skipt. Í greininni sem birtist á Vísi er bent á að í „skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt.“ Þó að slíkar niðurstöður séu vissulega áhugaverðar tel ég að hægt sé að taka meira mið af þeim ef tekið væri fram hvað sé til skiptana. Getum við verið viss um að svör fólks við spurningunni um hvernig eigi að skipta foreldraorlofi væru þau sömu, ef mánuðurnir væru 3 og ef þeir væru 18? Af lestri mínum á umsögnum við frumvarpið sýnist mér andstaðan við nýtt lagafrumvarp ekki snúast um andstöðu við að feður fái 6 mánuði eða andstöðu við að feður taki meiri ábyrgð á börnum og heimili. Ekki heldur andstöðu við jafna skiptingu almennt. Andstaðan snýst frekar um að verið er að berjast um bitana. Ef foreldraorlof væri nægilega langt til að rúma þarfir barna, mæðra, feðra, mismunandi fjölskyldugerða o.s.frv. þá get ég vel ímyndað mér að umræðan væri öðruvísi. Ef foreldraorlof væri til að mynda 18-24 mánuðir, eins og þar sem best lætur í heiminum, væri mögulega hægt að segja að það væri réttlátt og eðlilegt að skipta því jafnt. Hvað er eðlilegt? Í margumræddri grein er talað um að skipting á fæðingarorlofinu eigi að vera eðlileg, án þess að hugtakið sé skilgreint nánar. Ég held að hugtakið eðlilegt sé of gildishlaðið og huglægt til þess að vera gagnlegt innlegg í umræðuna, en mögulega er hægt að skipta orðinu út fyrir samheiti þess, það er orðið venjulegt. Hvað er fólk vant að gera? Hvert er normið? Það er töluvert auðveldara að sammælast um svar við því, en hvað getur talist eðlilegt. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar kemur fram að meirihluti mæðra á er í foreldraorlofi í 9-12 mánuði á meðan meirihluti feðra er í orlofi í 2-4 vikur. Á Íslandi er skiptingin líklega jafnari vegna þess að stærri hluti orlofs er eyrnamerktur hverju foreldri fyrir sig, þó að regluleg og tímanleg tölfræði um slíkt sé af skornum skamti. En þrátt fyrir jafnari skiptingu hér á landi benda höfundarnir á að nýleg greining sýni „að í kringum 90% mæðra fullnýti sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýti eitthvað af honum.“ Ekki nóg með það, heldur virðist það vera töluvert algengt á Íslandi að mæður reyni að lengja orlof sitt enn frekar með því að dreifa greiðslum úr fæðingarorlofssjóði á fleiri mánuði. Það vantar reglubundna tölfræði um hversu algengt þetta er, en það er ekki ólíklegt að stór hluti mæðra á Íslandi sé eins og aðrar mæður á Norðurlöndunum í foreldraorlofi í 9-12 mánuði. Það er oft talað um hversu slæm áhrif foreldraorlof kvenna geti haft á starfsferil þeirra og launaþróun. En það er minna talað um hversu slæmt það er fyrir konur að vera með skertar greiðslur á meðan þær eru í orlofi. Það er líklegt að konur sem lifa á 50% foreldraorlofsgreiðslum eigi erfiðara með að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélagsaðild en ef þær fengju fullar greiðslur. Þessi raunveruleiki getur varla talist góður fyrir jafnrétti kynjanna. Konur sem lifa á skertum foreldraorlofsgreiðslum eru líka háðari maka sínum, sem getur ekki heldur talist gott út frá jafnréttissjónarmiðum. Sem sagt, þó að foreldrum hafi lengi verið heimilt að skipta orlofinu sínu jafnt, þá hafa flestir á Íslandi og annars staðar á Norðurlönduum ákveðið að gera það ekki. Nýja tillagan ber það með sér að sé foreldrum gefið val um hvernig þeir skipti orlofinu á milli sín þá muni þeir velja vitlaust, og því sé betra að ríkið ákvarði alfarið skiptinguna. Úrelt og gamaldags að hlusta ekki á konur Þessi afstaða finnst mér yfirlætisfull og hún lætur á sér kræla víða meðal þeirra sem styðja nýtt frumvarp. Til dæmis hef ég sjaldan heyrt fræðimann láta hafa eftir sér eins óvísindalega tilvitnun og birtist á dögunum í grein á Vísi. Þar segir Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ: „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Það er fátt í vísindum sem er svo öruggt að slík fullyrðing eigi rétt á sér, sérstaklega þegar um er að ræða jafn flókin og margþætt málefni og áhrif af skiptingu foreldraorlofs. Tökum dæmi: Í umræðunni um frumvarpið hefur mikið verið vitnað í rannsóknir sem gefa til kynna að tíðni skilnaða sé lægri og umönnun barna jafnari meðal þeirra fjölskyldna sem skipta orlofinu sínu jafnt. Þó að það ætti vissulega að hvetja marga til jafnrar skiptingar er mikilvægt að árétta að um fylgnirannsóknir er að ræða. Mögulega eru orsakatengsl þarna á milli en það er alveg jafn líklegt að þær fjölskyldur sem velja að skipta orlofinu sínu jafnt skeri sig úr að öðru leiti líka, t.d. hvað varðar viðhorf, störf, tekjur og menntun. Þetta yfirlæti má einnig sjá í þeim ástæðum sem höfundar greinarinnar margumtöluðu telja upp fyrir því að foreldrar velji ójafna skiptingu: „kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið.“ Ég myndi frekar telja það til gamaldags hugmynda að hafa lítinn sem engan áhuga á að hlusta á reynslusögur og reynsluheim kvenna. Af þeim 99 umsögnum sem hafa nú þegar borist um nýja lagafrumvarpið eru nær allar frá konum og eru nær allar gagnrýnar á að meitla jafna skiptingu 12 mánaða í stein. Ég sem hélt að #metoo byltingin hefði sýnt okkur fram á mikilvægi þess að hlusta á og trúa konum. Að sama skapi hélt ég að nútímaleg kynjafræði legði áherslu á að átta sig ekki aðeins á mismunandi stöðu karla og kvenna, heldur einnig hvað gerist í þverskurði mismunandi samfélagshópa (e. Intersectionality). Þannig er auðvelt fyrir fólk í forréttindastöðu að gera lítið úr þeim einstaklingum sem segja að þeir hafi ekki efni á því að faðir barnsins taki jafn langt orlof og móðirin. Ég held að þeir sem eiga ekki fyrir húsnæði og mat ef orlofinu er skipt jafnt, eða þurfa að steypa sér í skuldir til að hafa lengd orlofsins í samræmi við þarfir fjölskyldunnar, græði lítið á því að jöfn skipting verði meitluð í stein. 4-4-4 Þegar hlutur sem snertir líf jafn margra og foreldraorlof er til umræðu tel ég að það sé mikilvægt að reyna að taka mið af öllum réttlætissjónarmiðum (álagi, þörfum, jafnrétti) þegar skipting á foreldraorlofi er ákvörðuð. Því tel ég að það sé réttlátt að skipting foreldraorlofs sé málamiðlun milli mismunandi sjónarmiða. Á meðan aðeins 12 mánuðir eru til skiptana tel ég að slíkri málamiðlun sé náð með 4-4-4 skiptingu, þar sem hvort foreldrið um sig fær 4 mánuði og 4 mánuðir eru gefnir frjálsir. Höfundur er doktor í félagssálfræði.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun