Kannar grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2020 12:01 Andrés Ingi Jónsson hefur starfað sem óháður þingmaður frá því í nóvember í fyrra. Hann segist ekki finna sig í neinum flokki og kannar nú grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki, með áherslu á umhverfis- og jafnréttismál. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins hyggja á nýtt framboð í komandi kosningum. Hann kallar eftir róttækum breytingum í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þetta er flókin staða. Ég er utan þingflokka en finn að mig langar að halda áfram í stjórnmálum. Og þá þarf ég bara að taka næsta árið fram að kosningum til að finna því farveg,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Andrés starfar sem óháður þingmaður eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa fundið sig í þeim flokkum sem nú eru til staðar og sé þar af leiðandi að kanna grundvöll fyrir nýju framboði. „Ég hef fundið út undan mér að það er meðbyr með nýjum áherslum í stjórnmálum, hvort sem það komi fram sem nýr flokkur eða bara breytingar á landslaginu sem fyrir er. Ég hef bara reynt að vera með eyrun opin og tala við fólk sem upplifir sig álíka landlaust í stjórnmálum og ég þessa dagana til að sjá hvert straumurinn gæti verið að liggja." Aðspurður hvaða fólk það sé segir hann að það sé meðal annars fólk sem hafi tekið þátt í starfi fyrir Vinstri græn. „Að hluta til er þetta fólk sem hefur lengi staðið nálægt mér í stjórnmálum og kannski verið viðloðandi Vinstri græn á sama tíma og ég en svo er þetta líka yngri hópur sem hefur kannski ekki fundið sig í flokkapólitíkinni og mér hefur þótt það dálítið áhugavert og jafnvel áhyggjuefni fyrir flokkapólitíkina að hafa ekki náð að höfða jafn mikið til yngri kynslóðarinnar.“ Andrés Ingi og Rósa Björk hafa bæði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr flokknum fyrr í þessum mánuði en Andrés segist ekki hafa rætt við hana um að taka þátt í stofnun nýs flokks. Fréttastofa náði ekki af henni tali til þess að kanna afstöðu hennar gagnvart nýju framboði. „Við höfum náttúrulega alltaf verið á mjög svipuðum stað varðandi málefnaáherslur en Rósa Björk er náttúrulega bara nýhætt í Vinstri grænum þannig að ég hef ekkert verið að toga hana inn í þetta samtal meðan hún var þar." Andrés vill ekki kalla þetta klofningsframboð. „Mér finnst skipta máli að skilgreina nýja hluti í stjórnmálum ekki endilega út frá þeim eldri. Ég held að fólk þurfi bara að vera á eigin forsendum í stjórnmálum,” segir Andrés Ingi. Næstu skref séu að halda áfram að eiga samtöl við fólk um hugsanlegt framboð, en Andrés undirstrikar að enginn flokkur hafi verið stofnaður, enda þurfi fleiri en einn til þess að það geti orðið að veruleika. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins hyggja á nýtt framboð í komandi kosningum. Hann kallar eftir róttækum breytingum í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þetta er flókin staða. Ég er utan þingflokka en finn að mig langar að halda áfram í stjórnmálum. Og þá þarf ég bara að taka næsta árið fram að kosningum til að finna því farveg,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Andrés starfar sem óháður þingmaður eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa fundið sig í þeim flokkum sem nú eru til staðar og sé þar af leiðandi að kanna grundvöll fyrir nýju framboði. „Ég hef fundið út undan mér að það er meðbyr með nýjum áherslum í stjórnmálum, hvort sem það komi fram sem nýr flokkur eða bara breytingar á landslaginu sem fyrir er. Ég hef bara reynt að vera með eyrun opin og tala við fólk sem upplifir sig álíka landlaust í stjórnmálum og ég þessa dagana til að sjá hvert straumurinn gæti verið að liggja." Aðspurður hvaða fólk það sé segir hann að það sé meðal annars fólk sem hafi tekið þátt í starfi fyrir Vinstri græn. „Að hluta til er þetta fólk sem hefur lengi staðið nálægt mér í stjórnmálum og kannski verið viðloðandi Vinstri græn á sama tíma og ég en svo er þetta líka yngri hópur sem hefur kannski ekki fundið sig í flokkapólitíkinni og mér hefur þótt það dálítið áhugavert og jafnvel áhyggjuefni fyrir flokkapólitíkina að hafa ekki náð að höfða jafn mikið til yngri kynslóðarinnar.“ Andrés Ingi og Rósa Björk hafa bæði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr flokknum fyrr í þessum mánuði en Andrés segist ekki hafa rætt við hana um að taka þátt í stofnun nýs flokks. Fréttastofa náði ekki af henni tali til þess að kanna afstöðu hennar gagnvart nýju framboði. „Við höfum náttúrulega alltaf verið á mjög svipuðum stað varðandi málefnaáherslur en Rósa Björk er náttúrulega bara nýhætt í Vinstri grænum þannig að ég hef ekkert verið að toga hana inn í þetta samtal meðan hún var þar." Andrés vill ekki kalla þetta klofningsframboð. „Mér finnst skipta máli að skilgreina nýja hluti í stjórnmálum ekki endilega út frá þeim eldri. Ég held að fólk þurfi bara að vera á eigin forsendum í stjórnmálum,” segir Andrés Ingi. Næstu skref séu að halda áfram að eiga samtöl við fólk um hugsanlegt framboð, en Andrés undirstrikar að enginn flokkur hafi verið stofnaður, enda þurfi fleiri en einn til þess að það geti orðið að veruleika.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira