Sjáðu umdeilt mark Gary Martin sem var illur eftir frábæran sigur Keflavíkur Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 10:01 Keflavík vann frábæran sigur gegn ÍBV í gær. mynd/Víkurfréttir Gary Martin skoraði umdeilt mark fyrir ÍBV gegn Keflavík í gær en sakaði Keflvíkinga um dónaskap eftir leikinn. Keflavík vann 3-1 og tók stórt skref í átt að efstu deild. Liðin áttust við í 19. umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta og með sigrinum er Keflavík á toppi deildarinnar með 40 stig, og fjóra leiki til stefnu. Leiknir R. og Fram eru með 39 stig en eiga þrjá leiki eftir hvort. Allt bendir til þess að tvö þessara liða fari upp um deild en ÍBV stimplaði sig endanlega út úr baráttunni í gær. Mörkin úr leiknum og vítaspyrnu sem fór í súginni má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og ÍBV Hinn 18 ára gamli Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks eftir góðan undirbúning Tristans Freys Ingólfssonar. Joey Gibbs gat aukið muninn í 2-0 en Halldór Páll Geirsson varði vítaspyrnu hans. Gary Martin jafnaði fyrir ÍBV skömmu fyrir hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virðist boltinn þó ekki hafa farið allur yfir marklínuna. Keflvíkingar voru æfir yfir ákvörðun dómarateymisins en staðan var 1-1 í hálfleik. það eru 0p likur að þetta var inni svo einfalt er það linuvörðurinn ennþa að hlaupa upp linuna þegar eg kiki til baka og er þvi ekki i linu en stigin 3 eru komin í pokann góða það er víst það eina sem skiptir máli— Rúnar Þór (@runki7) September 29, 2020 Varamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík yfir á nýjan leik eftir skyndisókn á 51. mínútu, og Frans Elvarsson bætti við þriðja mark heimamanna úr víti á 64. mínútu, eftir að hendi var dæmd á Jón Ingason. Sagði Keflvíkinga hafa sýnt virðingarleysi Eftir leikinn skrifaði stuðningsmaður Keflavíkur til Gary Martin á Twitter og bauð honum að spila með Keflavík í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn hafði engan áhuga á því og sagði suma leikmenn Keflavíkur hafa sýnt virðingarleysi. Þeir hafi kallað eitthvað á hann en síðan flúið inn til búningsklefa. Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Gary Martin skoraði umdeilt mark fyrir ÍBV gegn Keflavík í gær en sakaði Keflvíkinga um dónaskap eftir leikinn. Keflavík vann 3-1 og tók stórt skref í átt að efstu deild. Liðin áttust við í 19. umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta og með sigrinum er Keflavík á toppi deildarinnar með 40 stig, og fjóra leiki til stefnu. Leiknir R. og Fram eru með 39 stig en eiga þrjá leiki eftir hvort. Allt bendir til þess að tvö þessara liða fari upp um deild en ÍBV stimplaði sig endanlega út úr baráttunni í gær. Mörkin úr leiknum og vítaspyrnu sem fór í súginni má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og ÍBV Hinn 18 ára gamli Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks eftir góðan undirbúning Tristans Freys Ingólfssonar. Joey Gibbs gat aukið muninn í 2-0 en Halldór Páll Geirsson varði vítaspyrnu hans. Gary Martin jafnaði fyrir ÍBV skömmu fyrir hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virðist boltinn þó ekki hafa farið allur yfir marklínuna. Keflvíkingar voru æfir yfir ákvörðun dómarateymisins en staðan var 1-1 í hálfleik. það eru 0p likur að þetta var inni svo einfalt er það linuvörðurinn ennþa að hlaupa upp linuna þegar eg kiki til baka og er þvi ekki i linu en stigin 3 eru komin í pokann góða það er víst það eina sem skiptir máli— Rúnar Þór (@runki7) September 29, 2020 Varamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík yfir á nýjan leik eftir skyndisókn á 51. mínútu, og Frans Elvarsson bætti við þriðja mark heimamanna úr víti á 64. mínútu, eftir að hendi var dæmd á Jón Ingason. Sagði Keflvíkinga hafa sýnt virðingarleysi Eftir leikinn skrifaði stuðningsmaður Keflavíkur til Gary Martin á Twitter og bauð honum að spila með Keflavík í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn hafði engan áhuga á því og sagði suma leikmenn Keflavíkur hafa sýnt virðingarleysi. Þeir hafi kallað eitthvað á hann en síðan flúið inn til búningsklefa.
Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira