Kominn tími á „aðgerðapakka fyrir fólkið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 09:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“. Hann kallar eftir því að næstu aðgerðir styðji launþega. „Ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst,“ sagði Ragnar Þór í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það þarf að fara í mjög víðtækar aðgerðir út af þeirri staðreynd að við erum að missa þúsundir einstaklinga á strípaðar atvinnuleysisbætur.“ Þannig lagði Ragnar til að bótatímabilið yrði lengt og gripið yrði til samræmdra aðgerða um greiðsluskjól. Inntur eftir því hvort honum þætti þó ekki mikilvægt að eitthvað væri gert fyrir fyrirtæki svo ekki þurfi að segja upp fólki sagði Ragnar að hann væri ekki að draga úr mikilvægi þess. „Ég er ekki að draga úr því. Ég er bara að segja að nú er komið að því að fara í aðgerðapakka fyrir fólkið.“ Þá kvað Ragnar launahækkanir sem taka gildi nú um áramótin, og Samtök atvinnulífsins hafa sagt munu verða þunga byrði á atvinnurekendum, væru lífsnauðsynlegar. „Það má ekki gleyma því að hér er verðbólga að aukast, verðlag hefur farið mjög hækkandi síðustu misseri og það er ekki út af launahækkunum. Það er svolítið dapurlegt að hlusta á málflutning margra innan Samtaka atvinnulífsins um það að launahækkanir, sérstaklega á lægstu kjörin, leiði til uppsagna og verðbólgu og ég veit ekki hvað og hvað.“ Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að standa við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í fyrravor og hættu við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem kjósa átti um uppsögn samningsins. Ákvörðun SA var tekin eftir að ríkisstjórnin kynnti átta atriða aðgerðapakka í gærmorgun, sem felur m.a. í sér 0,25 prósenta lækkun á tryggingagjaldi. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“. Hann kallar eftir því að næstu aðgerðir styðji launþega. „Ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst,“ sagði Ragnar Þór í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það þarf að fara í mjög víðtækar aðgerðir út af þeirri staðreynd að við erum að missa þúsundir einstaklinga á strípaðar atvinnuleysisbætur.“ Þannig lagði Ragnar til að bótatímabilið yrði lengt og gripið yrði til samræmdra aðgerða um greiðsluskjól. Inntur eftir því hvort honum þætti þó ekki mikilvægt að eitthvað væri gert fyrir fyrirtæki svo ekki þurfi að segja upp fólki sagði Ragnar að hann væri ekki að draga úr mikilvægi þess. „Ég er ekki að draga úr því. Ég er bara að segja að nú er komið að því að fara í aðgerðapakka fyrir fólkið.“ Þá kvað Ragnar launahækkanir sem taka gildi nú um áramótin, og Samtök atvinnulífsins hafa sagt munu verða þunga byrði á atvinnurekendum, væru lífsnauðsynlegar. „Það má ekki gleyma því að hér er verðbólga að aukast, verðlag hefur farið mjög hækkandi síðustu misseri og það er ekki út af launahækkunum. Það er svolítið dapurlegt að hlusta á málflutning margra innan Samtaka atvinnulífsins um það að launahækkanir, sérstaklega á lægstu kjörin, leiði til uppsagna og verðbólgu og ég veit ekki hvað og hvað.“ Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að standa við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í fyrravor og hættu við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem kjósa átti um uppsögn samningsins. Ákvörðun SA var tekin eftir að ríkisstjórnin kynnti átta atriða aðgerðapakka í gærmorgun, sem felur m.a. í sér 0,25 prósenta lækkun á tryggingagjaldi.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira
Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24
Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58