Anníe Mist ætlar ekki í felur: Mikilvægt að fólk sjái veruleikann líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 09:01 Hlutirnir hafa ekki gengið alveg eins vel og Anníe Mist bjóst við en hún ætlar ekki að fara í felur. Mynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttir ætlar að halda áfram að vera hreinskilin við fylgjendum sínum og mun líka deila erfiðu stundunum á leið sinni til baka eftir barnsburð. Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi allan sinn CrossFit feril og móðir CrossFit íþróttarinnar á Íslandi er enn að feta nýja slóð. Anníe Mist varð móðir fyrir sjö vikum og hefur allan tímann leyft fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með. Hún gerði það alla meðgönguna og hefur haldið því áfram eftir að Freyja Mist kom í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. Það er athyglisvert að fá að fylgjast með því hvernig afrekskona eins og Anníe Mist kemur til baka í jafn krefjandi íþrótt og CrossFit er. „Ég hef verið mjög hreinskilin varðandi allt á samfélagamiðlunum mínum og þótt að hlutirnir gangi ekki eins vel og ég ætlaði mér þá ætla ég samt ekki að hætta því. Mér finnst það mikilvægt að fólk sjái veruleikann líka,“ hóf Anníe Mist nýjasta pistil sinn á Instagram sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram I have been very honest and upfront about everything on my social media and just because things aren t going the way I expected them to does not mean I will stop sharing. I think it s important people see reality as well. Expectation and reality are not always close to one another. I had somehow imagined a few weeks of easy training and then pick it up right where I left off. Well, that s not exactly what happened. I had my baby 7 weeks ago and when I look down, I still have a belly. I am not saying that I am not okay with the way that I look, but having been in sports my whole life, I have never seen or felt my body this way, so this feels very different to me. It s the weirdest feeling in the stomach after you give birth. There is still a small pregnancy belly but completely soft and empty while organs are moving around trying to get back to place. Even though it is not going at the speed I want, I know I will get there. I have put my body though a lot through the years and I need to be patient and give it time to heal up and recover. I realize that my body will most likely never look like it did before and I am ok with that, but my passion to be the best version of myself, both for me and for the people I care about has not changed. Not at all. So I will do everything in my power to shape my body and mind to the standards that I set and get STRONG again, the standards that I know will help me be the best possible me. A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 29, 2020 at 7:24am PDT „Væntingar og veruleiki eru oft fjarri hvoru öðru. Ég hafði einhvern veginn ímyndað mér að eftir nokkrar vikur af léttum æfingum þá gæti ég byrjað aftur af fullum krafti. Sko, það er ekki alveg það sem gerðist hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég eignaðist barnið mitt fyrir sjö vikum og þegar ég horfi niður þá sé enn þá bumbu. Ég er ekki að segja að ég sé ekki sátt með það hvernig ég lít út. Ég hef aftur á móti verið í íþróttum alla mína ævi og ég hef aldrei séð líkamann minn eða liðið svona áður. Þetta er allt mjög öðruvísi fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Þú ert með mjög skrýtna tilfinningu í maganum eftir að þú fæðir barn. Það er enn bumba en hún er mjög mjúk og tóm á meðan líffærin eru að koma sér aftur á réttan stað,“ skrifaði Anníe Mist. „Þó að þetta sé ekki að ganga jafn hratt og ég vildi þá veit ég að ég kemst þangað. Líkaminn minn hefur upplifað margt öll þessi ári og ég verð bara að vera þolinmóð og gefa skrokknum tíma til að ná sér að fullu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég átta mig á því að líkaminn munn líklega aldrei líta út eins og hann gerði áður. Ég er alveg sátt við það. Ástríðan mín er að vera besta útgáfan af sjálfri mér, bæði fyrir mig og fólkið sem mér þykir vænt um. Það hefur ekkert breyst. Ég mun því gera allt sem er í mínu valdi til að móta líkamann og verða sterk á ný. Þau markmið munu hjálpa mér að verða besta mögulega ég,“ skrifaði Anníe Mist og endaði pistilinn sinn á hjarta. CrossFit Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir ætlar að halda áfram að vera hreinskilin við fylgjendum sínum og mun líka deila erfiðu stundunum á leið sinni til baka eftir barnsburð. Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi allan sinn CrossFit feril og móðir CrossFit íþróttarinnar á Íslandi er enn að feta nýja slóð. Anníe Mist varð móðir fyrir sjö vikum og hefur allan tímann leyft fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með. Hún gerði það alla meðgönguna og hefur haldið því áfram eftir að Freyja Mist kom í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. Það er athyglisvert að fá að fylgjast með því hvernig afrekskona eins og Anníe Mist kemur til baka í jafn krefjandi íþrótt og CrossFit er. „Ég hef verið mjög hreinskilin varðandi allt á samfélagamiðlunum mínum og þótt að hlutirnir gangi ekki eins vel og ég ætlaði mér þá ætla ég samt ekki að hætta því. Mér finnst það mikilvægt að fólk sjái veruleikann líka,“ hóf Anníe Mist nýjasta pistil sinn á Instagram sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram I have been very honest and upfront about everything on my social media and just because things aren t going the way I expected them to does not mean I will stop sharing. I think it s important people see reality as well. Expectation and reality are not always close to one another. I had somehow imagined a few weeks of easy training and then pick it up right where I left off. Well, that s not exactly what happened. I had my baby 7 weeks ago and when I look down, I still have a belly. I am not saying that I am not okay with the way that I look, but having been in sports my whole life, I have never seen or felt my body this way, so this feels very different to me. It s the weirdest feeling in the stomach after you give birth. There is still a small pregnancy belly but completely soft and empty while organs are moving around trying to get back to place. Even though it is not going at the speed I want, I know I will get there. I have put my body though a lot through the years and I need to be patient and give it time to heal up and recover. I realize that my body will most likely never look like it did before and I am ok with that, but my passion to be the best version of myself, both for me and for the people I care about has not changed. Not at all. So I will do everything in my power to shape my body and mind to the standards that I set and get STRONG again, the standards that I know will help me be the best possible me. A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 29, 2020 at 7:24am PDT „Væntingar og veruleiki eru oft fjarri hvoru öðru. Ég hafði einhvern veginn ímyndað mér að eftir nokkrar vikur af léttum æfingum þá gæti ég byrjað aftur af fullum krafti. Sko, það er ekki alveg það sem gerðist hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég eignaðist barnið mitt fyrir sjö vikum og þegar ég horfi niður þá sé enn þá bumbu. Ég er ekki að segja að ég sé ekki sátt með það hvernig ég lít út. Ég hef aftur á móti verið í íþróttum alla mína ævi og ég hef aldrei séð líkamann minn eða liðið svona áður. Þetta er allt mjög öðruvísi fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Þú ert með mjög skrýtna tilfinningu í maganum eftir að þú fæðir barn. Það er enn bumba en hún er mjög mjúk og tóm á meðan líffærin eru að koma sér aftur á réttan stað,“ skrifaði Anníe Mist. „Þó að þetta sé ekki að ganga jafn hratt og ég vildi þá veit ég að ég kemst þangað. Líkaminn minn hefur upplifað margt öll þessi ári og ég verð bara að vera þolinmóð og gefa skrokknum tíma til að ná sér að fullu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég átta mig á því að líkaminn munn líklega aldrei líta út eins og hann gerði áður. Ég er alveg sátt við það. Ástríðan mín er að vera besta útgáfan af sjálfri mér, bæði fyrir mig og fólkið sem mér þykir vænt um. Það hefur ekkert breyst. Ég mun því gera allt sem er í mínu valdi til að móta líkamann og verða sterk á ný. Þau markmið munu hjálpa mér að verða besta mögulega ég,“ skrifaði Anníe Mist og endaði pistilinn sinn á hjarta.
CrossFit Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti