Enski boltinn

Nýjasta stjarna Liverpool með kórónuveiruna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thiago mun ekki spila með Liverpool á næstunni.
Thiago mun ekki spila með Liverpool á næstunni. Michael Regan/Getty Images

Thiago Alcântara, nýjasta stórstjarna Englandsmeistara Liverpool er einn þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Liverpool festi kaup á hinum 29 ára gamla Spánverja í sumar en hann kom frá Evrópumeisturum Bayern München. Thiago kom af bekknum í 2-0 sigri Liverpool á Chelsea í 2. umferð úrvalsdeildarinnar en var ekki í leikmannahópi liðsins gegn bæði Lincoln City í deildarbikarnum né gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Nú hefur fengið staðfest að miðjumaðurinn knái er með kórónuveiruna og mun því þurfa að fara í einangrun. Töluvert er af kórónusmitum í ensku úrvalsdeildinni og er David Moyes - þjálfari West Ham United - í einangrun þessa dagana eftir að hafa greinst með Covid-19. 

Þá fékk Paul Pogba, franski miðvallarleikmaður Manchester United, einnig veiruna í sumar. Hann jafnaði sig þó fljótt og hefur byrjað báða leiki Man Utd í ensku úrvalsdeildinni til þessa.

Ljóst er að Thiago missir allavega af leikjum Liverpool gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni sem og gegn Arsenal í deildarbikarnum. 

Englandsmeistararnir hafa byrjað tímabilið krafti og hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa í deildinni.


Tengdar fréttir

Aldrei fleiri smit greinst í ensku úrvalsdeildinni

Samkvæmt nýjustu tölum ensku úrvalsdeildarinnar þá greindust tíu – leikmenn eða starfslið – með kórónuveiruna. Þríeykið hjá West Ham United er hluti af þessum tíu smitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×