Blikar kæra ákvörðun KKÍ: „Trúi ekki öðru en að við vinnum það mál“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 16:00 Fanney Lind Thomas er hér til varnar í leik með Blikum á síðustu leiktíð. VÍSIR/DANÍEL „Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar ætla að kæra til aga- og úrskurðanefndar þá niðurstöðu KKÍ að leikur liðsins við Val í Dominos-deild kvenna teljist tapaður, 20-0, þar sem Breiðablik hafi notað ólöglegan leikmann. Breiðablik hafði betur inni á vellinum, 71-67, gegn Val sem spáð er sigri í deildinni. Forsaga málsins er sú að Fanney Lind Thomas var 11. mars úrskurðuð í eins leiks bann, sem tók gildi í hádeginu daginn eftir. Keppnistímabilinu í íslenskum körfubolta var frestað tveimur dögum síðar, og því svo aflýst af KKÍ, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti leikur Fanneyjar í Dominos-deildinni eftir að hún var úrskurðuð í bann var því leikurinn við Val í síðustu viku, á nýrri leiktíð, þar sem hún stóð sig vel í óvæntum sigri. KKÍ tilkynnti í dag að því yrði leikurinn skráður sem 20-0 sigur Vals og að körfuknattleiksdeild Breiðabliks hlyti 250 þúsund króna sekt. Lögfræðingar Blika segja þetta ekki standast „Við ætlum að kæra og ég trúi ekki öðru en að við vinnum það mál. Við erum með nokkur rök fyrir því að þetta sé ekki rétt aðferð og þau eiga öll að telja,“ segir Ívar sem vildi þó ekki fara ítarlega yfir þau rök að sinni. „Við látum dómstólinn um þetta og þá lögfræðinga sem eru að vinna þetta fyrir okkur. Þeir segja að þetta standist ekki. Tímabilinu var „cancelað“ og að okkar mati hefði þá um leið átt að fella niður þetta bann. En þó svo að það verði ekki samþykkt þá eru fleiri rök fyrir því að hún [Fanney] hefði ekki átt að taka út bannið núna heldur í öðrum leik,“ segir Ívar. Frestist leikur skal afplánun frestast Í reglum KKÍ segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.“ Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki til frækins sigurs gegn Val en eins og staðan er núna fær Valur 20-0 sigur.VÍSIR/DANÍEL Þar segir þó einnig: „Frestist leikur, sem aflána skal refsingu í, skal afplánun frestast uns leikurinn fer fram,“ sem þýðir til dæmis að ef að veður hamlar því að leikur fari fram má leikmaður spila þar til að því kemur að umræddur leikur fer fram. „Það voru allir búnir að gleyma þessu“ „Þetta er prófraun á reglurnar því þetta hefur aldrei gerst áður, að tímabilinu sé bara slitið og leikmaður geti því ekki tekið út bannið gegn því liði sem til stóð,“ segir Ívar. Hann furðar sig einnig á því að KKÍ hafi ekki upplýst Breiðablik um að bannið gilti enn, eftir þá fordæmalausu ákvörðun að slíta síðasta tímabili vegna farsóttar: „Við höfðum ekki hugmynd um þetta. Það voru allir búnir að gleyma þessu. Þetta var ekki viljandi gert, og við töldum náttúrulega bara að þetta væri fyrnt. Við fengum enga tilkynningu frá KKÍ um að hún ætti að vera í banni og teljum það mjög furðulegt. Það var KKÍ sem sleit síðasta tímabili og því hefðum við talið KKÍ hafa ákveðna tilkynningaskyldu í þessu máli, en það kom ekki stakt orð þaðan. Ég held að þeir hjá KKÍ hafi ekki vitað þetta sjálfir.“ Dominos-deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
„Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar ætla að kæra til aga- og úrskurðanefndar þá niðurstöðu KKÍ að leikur liðsins við Val í Dominos-deild kvenna teljist tapaður, 20-0, þar sem Breiðablik hafi notað ólöglegan leikmann. Breiðablik hafði betur inni á vellinum, 71-67, gegn Val sem spáð er sigri í deildinni. Forsaga málsins er sú að Fanney Lind Thomas var 11. mars úrskurðuð í eins leiks bann, sem tók gildi í hádeginu daginn eftir. Keppnistímabilinu í íslenskum körfubolta var frestað tveimur dögum síðar, og því svo aflýst af KKÍ, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti leikur Fanneyjar í Dominos-deildinni eftir að hún var úrskurðuð í bann var því leikurinn við Val í síðustu viku, á nýrri leiktíð, þar sem hún stóð sig vel í óvæntum sigri. KKÍ tilkynnti í dag að því yrði leikurinn skráður sem 20-0 sigur Vals og að körfuknattleiksdeild Breiðabliks hlyti 250 þúsund króna sekt. Lögfræðingar Blika segja þetta ekki standast „Við ætlum að kæra og ég trúi ekki öðru en að við vinnum það mál. Við erum með nokkur rök fyrir því að þetta sé ekki rétt aðferð og þau eiga öll að telja,“ segir Ívar sem vildi þó ekki fara ítarlega yfir þau rök að sinni. „Við látum dómstólinn um þetta og þá lögfræðinga sem eru að vinna þetta fyrir okkur. Þeir segja að þetta standist ekki. Tímabilinu var „cancelað“ og að okkar mati hefði þá um leið átt að fella niður þetta bann. En þó svo að það verði ekki samþykkt þá eru fleiri rök fyrir því að hún [Fanney] hefði ekki átt að taka út bannið núna heldur í öðrum leik,“ segir Ívar. Frestist leikur skal afplánun frestast Í reglum KKÍ segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.“ Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki til frækins sigurs gegn Val en eins og staðan er núna fær Valur 20-0 sigur.VÍSIR/DANÍEL Þar segir þó einnig: „Frestist leikur, sem aflána skal refsingu í, skal afplánun frestast uns leikurinn fer fram,“ sem þýðir til dæmis að ef að veður hamlar því að leikur fari fram má leikmaður spila þar til að því kemur að umræddur leikur fer fram. „Það voru allir búnir að gleyma þessu“ „Þetta er prófraun á reglurnar því þetta hefur aldrei gerst áður, að tímabilinu sé bara slitið og leikmaður geti því ekki tekið út bannið gegn því liði sem til stóð,“ segir Ívar. Hann furðar sig einnig á því að KKÍ hafi ekki upplýst Breiðablik um að bannið gilti enn, eftir þá fordæmalausu ákvörðun að slíta síðasta tímabili vegna farsóttar: „Við höfðum ekki hugmynd um þetta. Það voru allir búnir að gleyma þessu. Þetta var ekki viljandi gert, og við töldum náttúrulega bara að þetta væri fyrnt. Við fengum enga tilkynningu frá KKÍ um að hún ætti að vera í banni og teljum það mjög furðulegt. Það var KKÍ sem sleit síðasta tímabili og því hefðum við talið KKÍ hafa ákveðna tilkynningaskyldu í þessu máli, en það kom ekki stakt orð þaðan. Ég held að þeir hjá KKÍ hafi ekki vitað þetta sjálfir.“
Dominos-deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti