Innlent

Frum­varp kveður á um stofnun Ný­sköpunar­garða

Atli Ísleifsson skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur nú kynnt frumvarp sitt um opinberan stuðning við nýsköpun í Samráðsgátt stjórnvalda.

Í frumvarpinu eru lagðar til talsverðar breytingar á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi, meðal annars á þann veg að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður. Þessi áform ráðherrans hafa legið fyrir en frumvarpið lítur nú fyrst dagsins ljós.

Í stað Nýsköpunarmiðstöðvar á að stofna svokallaða Nýsköpunargarða með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Bein framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar hafa verið um 700 milljónir á ári, en eftir breytinguna er áætlað að um 350 miljónir fari í þessi mál áfram, en að hinn helmingurinn verði eftir í ríkissjóði.

Hjá stofnuninni starfa tæplega sjötíu starfsmenn, hluti þeirra fer á biðlaun og á eftirlaun um áramót, hluti hættir og þá er ráðgert að hluti fylgi verkefnum á nýjum vettvangi.

Nánar er fjallað um frumvarpið í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×