„Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. september 2020 12:49 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. „Þetta er sennilega það sem mun skipta mestu máli í þessari bylgju: Ef þú ert með eitthvað af þessum einkennum sem við höfum margoft talað um; hálsbólgu hausverk og svo framvegis, hafðu þá samband við heilsugæsluna þína, fáðu sýnatöku og bíddu eftir niðurstöðunni áður en þú ferð aftur á meðal fólks.“ Víðir og smitrakingarteymið hefur átt fullt í fangi með að hafa uppi á fólki sem útsett er fyrir smiti og koma því í sóttkví. Sá fjöldi er gríðarlegur en samkvæmt tölum dagsins eru 1.897 í sóttkví. Þá hefur á stundum reynst erfitt að rekja nokkrar sýkingarnar. Engar tillögur á borðinu um hertar aðgerðir Hið jákvæða við tölur dagsins í gær er þó aukið hlutfall þeirra sem greinast með veiruna sem eru í sóttkví en 34 af 39 sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. „Við erum búin að vera að funda hérna í morgun með sóttvarnalækni og rýna í tölurnar og kafa aðeins dýpra í ákveðna tölfræði og reyna að átta okkur á því hvað samfélagslegt smit er mikið. Það voru auðvitað heldur fleiri í sóttkví en verið hefur þannig að hlutfallið er hærra síðustu daga sem er mjög jákvætt. Síðan höfum við verið að skoða þessar handahófskenndu skimanir, hingað og þangað, og ekki margir eru að greinast þar. Kannski er þetta merki um að við séum að ná utan um þetta en við viljum hafa allan varann á næstu dagana og meta stöðuna kannski aftur á miðvikudaginn en það eru allavega engar tillögur á borðinu um hertar aðgerðir.“ Víðir segir það of einkennandi fyrir þriðju bylgju faraldursins að fólk sé úti á meðal fólks þrátt fyrir að vera með einkenni. „Við erum með allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið á ferðinni veikir; farið í vinnuna, farið skólann og eru með kvef og hálsbólgu og halda að þetta sé ekki neitt neitt og svo greinast þeir með Covid-19.“ Hafandi hitt „ótrúlegan fjölda fólks“ fyrir jákvæða niðurstöðu þurfi fjölmargir að fara í sóttkví vegna framgöngunnar. Fólk verði að átta sig á að líf á tímum faraldurs sé annar veruleiki og þá gildi aðrar reglur. Býst við fleiri sjúkrahúsinnlögnum á næstu dögum Nú liggja fimm inni á sjúkrahúsi vegna veirunnar og þar af er einn á gjörgæslu. „Það er enginn lagður inn á sjúkrahús nema menn séu töluvert mikið veikir.“ Í ljósi þess að aðallega ungt fólk í skemmtanalífinu og í háskólum hefur smitast í þriðju bylgju var Víðir spurður á hvaða aldri fólkið væri sem þyrfti nú sjúkrahúsinnlögn. „Það er fólk á öllum aldri sem hefur þurft innlögn núna.“ Víðir segir að í ljósi þess hversu margir séu nú smitaðir muni þeim fjölga sem þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. „Þetta er svo sem eins og bæði við og sérfræðingar Landspítalans höfum sagt að þá myndi ástandið fara að þyngjast núna eftir helgi og má búast við fleiri innlögnum næstu daga miðað við þann fjölda sem er í einangrun. Við sjáum bara að það verður ákveðið hlutfall þeirra sem eru með veiruna sem þurfa á endanum spítalainnlögn. Tölurnar núna í haust hafa verið um 2% en það má búast við að það muni fjölga ennþá í þeim hópi sem þurfi innlögn, því miður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Tuttugu greindust með kórónuveiruna í dag. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir þróunina áhyggjuefni. 27. september 2020 13:17 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. „Þetta er sennilega það sem mun skipta mestu máli í þessari bylgju: Ef þú ert með eitthvað af þessum einkennum sem við höfum margoft talað um; hálsbólgu hausverk og svo framvegis, hafðu þá samband við heilsugæsluna þína, fáðu sýnatöku og bíddu eftir niðurstöðunni áður en þú ferð aftur á meðal fólks.“ Víðir og smitrakingarteymið hefur átt fullt í fangi með að hafa uppi á fólki sem útsett er fyrir smiti og koma því í sóttkví. Sá fjöldi er gríðarlegur en samkvæmt tölum dagsins eru 1.897 í sóttkví. Þá hefur á stundum reynst erfitt að rekja nokkrar sýkingarnar. Engar tillögur á borðinu um hertar aðgerðir Hið jákvæða við tölur dagsins í gær er þó aukið hlutfall þeirra sem greinast með veiruna sem eru í sóttkví en 34 af 39 sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. „Við erum búin að vera að funda hérna í morgun með sóttvarnalækni og rýna í tölurnar og kafa aðeins dýpra í ákveðna tölfræði og reyna að átta okkur á því hvað samfélagslegt smit er mikið. Það voru auðvitað heldur fleiri í sóttkví en verið hefur þannig að hlutfallið er hærra síðustu daga sem er mjög jákvætt. Síðan höfum við verið að skoða þessar handahófskenndu skimanir, hingað og þangað, og ekki margir eru að greinast þar. Kannski er þetta merki um að við séum að ná utan um þetta en við viljum hafa allan varann á næstu dagana og meta stöðuna kannski aftur á miðvikudaginn en það eru allavega engar tillögur á borðinu um hertar aðgerðir.“ Víðir segir það of einkennandi fyrir þriðju bylgju faraldursins að fólk sé úti á meðal fólks þrátt fyrir að vera með einkenni. „Við erum með allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið á ferðinni veikir; farið í vinnuna, farið skólann og eru með kvef og hálsbólgu og halda að þetta sé ekki neitt neitt og svo greinast þeir með Covid-19.“ Hafandi hitt „ótrúlegan fjölda fólks“ fyrir jákvæða niðurstöðu þurfi fjölmargir að fara í sóttkví vegna framgöngunnar. Fólk verði að átta sig á að líf á tímum faraldurs sé annar veruleiki og þá gildi aðrar reglur. Býst við fleiri sjúkrahúsinnlögnum á næstu dögum Nú liggja fimm inni á sjúkrahúsi vegna veirunnar og þar af er einn á gjörgæslu. „Það er enginn lagður inn á sjúkrahús nema menn séu töluvert mikið veikir.“ Í ljósi þess að aðallega ungt fólk í skemmtanalífinu og í háskólum hefur smitast í þriðju bylgju var Víðir spurður á hvaða aldri fólkið væri sem þyrfti nú sjúkrahúsinnlögn. „Það er fólk á öllum aldri sem hefur þurft innlögn núna.“ Víðir segir að í ljósi þess hversu margir séu nú smitaðir muni þeim fjölga sem þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. „Þetta er svo sem eins og bæði við og sérfræðingar Landspítalans höfum sagt að þá myndi ástandið fara að þyngjast núna eftir helgi og má búast við fleiri innlögnum næstu daga miðað við þann fjölda sem er í einangrun. Við sjáum bara að það verður ákveðið hlutfall þeirra sem eru með veiruna sem þurfa á endanum spítalainnlögn. Tölurnar núna í haust hafa verið um 2% en það má búast við að það muni fjölga ennþá í þeim hópi sem þurfi innlögn, því miður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Tuttugu greindust með kórónuveiruna í dag. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir þróunina áhyggjuefni. 27. september 2020 13:17 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00
Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00
„Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Tuttugu greindust með kórónuveiruna í dag. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir þróunina áhyggjuefni. 27. september 2020 13:17