Í fátæktina fórnað Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 28. september 2020 08:01 Sárafátækt er í örum vexti á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi mældist 18% í ágúst. Fyrir helgi fengu 200 fjölskyldur mataraðstoð frá Fjölskylduhjálp Íslands í Keflavík og þurftu 50 manns frá að hverfa því maturinn kláraðist. Svipaða sögu er að segja á Akureyri, en vefmiðillinn Kaffið.is greinir frá því að hópurinn „Matargjafir Akureyri og nágrenni“ eigi í vandræðum með að anna stóraukinni eftirspurn eftir mataraðstoð. Beiðnum hafi fjölgað stöðugt og nú sé hópurinn að afgreiða rúmlega 200 beiðnir á mánuði. Fyrirséð staða Þessi staða er fyrirséð og við henni hefur verið varað. Grunnatvinnuleysisbætur eru aðeins um 240 þúsund krónur eftir skatt og ekki í neinu samræmi við raunverulegan framfærslukostnað fólks. Í júlí sagði Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar, að allar líkur væru á að á næstu mánuðum myndi þeim fjölga sem búa við sárafátækt. Þessi spá er að raungerast fyrir augum okkar á meðan ríkisstjórnin situr með hendur í skauti og gerir ekkert. Samfylkingin hefur ítrekað kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta en því miður hafa allar tillögur þess efnis verið felldar af þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Rök ríkisstjórnarinnar hafa m.a. verið þau að það verði að hvetja fólk til að leita sér að vinnu. Þau rök eiga hins vegar ekki við í því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu í dag. Það er einfaldlega enga vinnu að fá. Málflutningur stjórnarliða hefur einnig verið á þá leið að mikilvægara sé að skapa störf en að hækka bætur. Gott og vel. En er ríkisstjórnin að skapa störf? Nei, þvert á móti hefur hún hafnað tillögum Samfylkingarinnar um átak í fjölgun opinberra starfa. Þar að auki hvatti ríkisstjórnin beinlínis til uppsagna fólks með því að láta ríkissjóð greiða laun á uppsagnarfresti. Nú bregst hún fólkinu sem missti vinnuna vegna þessa úrræðis með því að neita því um atvinnuleysisbætur sem hægt er að lifa á. Fátækt er ákvörðun Með því að hækka ekki atvinnuleysisbætur tekur ríkisstjórn Íslands meðvitaða ákvörðun um að dæma atvinnulaust fólk til fátæktar. Markmiðið er augljóst: með því að halda atvinnuleysisbótum nógu lágum minnkar þrýstingur á hækkun lágmarkslauna. Þannig eru eignir og völd atvinnurekenda varin. Þessa mannfjandsamlegu hægristefnu samþykkja Framsókn og Vinstri græn í skiptum fyrir ráðherrastóla. Spurningin er hversu lengi þessir flokkar ætli að vera hækjur undir flokki atvinnurekenda? Hversu mörgum verður í fátæktina fórnað fyrir ráðherrastóla? Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Félagsmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Sárafátækt er í örum vexti á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi mældist 18% í ágúst. Fyrir helgi fengu 200 fjölskyldur mataraðstoð frá Fjölskylduhjálp Íslands í Keflavík og þurftu 50 manns frá að hverfa því maturinn kláraðist. Svipaða sögu er að segja á Akureyri, en vefmiðillinn Kaffið.is greinir frá því að hópurinn „Matargjafir Akureyri og nágrenni“ eigi í vandræðum með að anna stóraukinni eftirspurn eftir mataraðstoð. Beiðnum hafi fjölgað stöðugt og nú sé hópurinn að afgreiða rúmlega 200 beiðnir á mánuði. Fyrirséð staða Þessi staða er fyrirséð og við henni hefur verið varað. Grunnatvinnuleysisbætur eru aðeins um 240 þúsund krónur eftir skatt og ekki í neinu samræmi við raunverulegan framfærslukostnað fólks. Í júlí sagði Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar, að allar líkur væru á að á næstu mánuðum myndi þeim fjölga sem búa við sárafátækt. Þessi spá er að raungerast fyrir augum okkar á meðan ríkisstjórnin situr með hendur í skauti og gerir ekkert. Samfylkingin hefur ítrekað kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta en því miður hafa allar tillögur þess efnis verið felldar af þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Rök ríkisstjórnarinnar hafa m.a. verið þau að það verði að hvetja fólk til að leita sér að vinnu. Þau rök eiga hins vegar ekki við í því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu í dag. Það er einfaldlega enga vinnu að fá. Málflutningur stjórnarliða hefur einnig verið á þá leið að mikilvægara sé að skapa störf en að hækka bætur. Gott og vel. En er ríkisstjórnin að skapa störf? Nei, þvert á móti hefur hún hafnað tillögum Samfylkingarinnar um átak í fjölgun opinberra starfa. Þar að auki hvatti ríkisstjórnin beinlínis til uppsagna fólks með því að láta ríkissjóð greiða laun á uppsagnarfresti. Nú bregst hún fólkinu sem missti vinnuna vegna þessa úrræðis með því að neita því um atvinnuleysisbætur sem hægt er að lifa á. Fátækt er ákvörðun Með því að hækka ekki atvinnuleysisbætur tekur ríkisstjórn Íslands meðvitaða ákvörðun um að dæma atvinnulaust fólk til fátæktar. Markmiðið er augljóst: með því að halda atvinnuleysisbótum nógu lágum minnkar þrýstingur á hækkun lágmarkslauna. Þannig eru eignir og völd atvinnurekenda varin. Þessa mannfjandsamlegu hægristefnu samþykkja Framsókn og Vinstri græn í skiptum fyrir ráðherrastóla. Spurningin er hversu lengi þessir flokkar ætli að vera hækjur undir flokki atvinnurekenda? Hversu mörgum verður í fátæktina fórnað fyrir ráðherrastóla? Höfundur er jafnaðarmaður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun