Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 15:38 Zhenhua Data Information er með höfuðstöðvar í borginni Shenzen í Kína. Daniel Berehulak/Getty Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga,“ eins og það er orðað á vef Washington Post. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar eru með aðgang að gagnagrunninum. Fyrirtækið hafnar meintum tengslum við kínversk stjórnvöld. Ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið, Zhenhua Data Information, eða samstarfsaðilar þess geta eða ætla að gera við upplýsingarnar sem er að finna í gagnagrunninum. Í grein Guardian er sagt frá því að fyrirtækið kunni að hafa tengsl við herinn og leyniþjónustustofnanir í Kína. Í skoðanagrein á vef Washington Post eftir Anne-Marie Brady, sem er sérfræðingur um málefni Kína við Canterbury-háskóla á Nýja-Sjálandi, kemur fram hversu marga Íslendinga er að finna í gögnum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir um hvað Íslendinga er að ræða. Þá er einnig greint frá því að 163 Færeyinga sé að finna í gagnagrunninum og 73 Grænlendinga. Því er þá velt upp hvort þetta geti stafað af áhuga kínverskra stjórnvalda á Norðurslóðum. Í samtali við Guardian hafnar talsmaður fyrirtækisins meintum tengslum þess við stjórnvöld í Kína eða opinberar stofnanir þar í landi. Eins hafnaði hann því að fyrirtækið stæði í söfnun gagna um notendur samfélagsmiðla. Gagnagrunnurinn flókinn og háþróaður Upphaflega var greint frá gagnagrunninum síðastliðinn mánudag, þegar honum var lekið til bandarísks fræðimanns að nefni Christopher Balding. Hann hafði áður búið í Shenzhen í Kína, þar sem Zhenhua Data Information á höfuðstöðvar. Hann er hins vegar fluttur aftur til heimalands síns, þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í Kína. Balding deildi gagnagrunninum síðan með öryggisráðgjafafyrirtækinu Internet 2.0 til greiningar, áður en honum var lekið til nokkurra fréttamiðla á mánudag. Sjálfur hefur Balding sagt magn þeirra gagna sem grunnurinn hafi að geyma vera „yfirþyrmandi.“ Gagnagrunnurinn sækti gögn í fjölmargar mismunandi heimildir, væri tæknilega flókinn og flokkaði gögn á háþróaðan hátt. Kína Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga,“ eins og það er orðað á vef Washington Post. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar eru með aðgang að gagnagrunninum. Fyrirtækið hafnar meintum tengslum við kínversk stjórnvöld. Ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið, Zhenhua Data Information, eða samstarfsaðilar þess geta eða ætla að gera við upplýsingarnar sem er að finna í gagnagrunninum. Í grein Guardian er sagt frá því að fyrirtækið kunni að hafa tengsl við herinn og leyniþjónustustofnanir í Kína. Í skoðanagrein á vef Washington Post eftir Anne-Marie Brady, sem er sérfræðingur um málefni Kína við Canterbury-háskóla á Nýja-Sjálandi, kemur fram hversu marga Íslendinga er að finna í gögnum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir um hvað Íslendinga er að ræða. Þá er einnig greint frá því að 163 Færeyinga sé að finna í gagnagrunninum og 73 Grænlendinga. Því er þá velt upp hvort þetta geti stafað af áhuga kínverskra stjórnvalda á Norðurslóðum. Í samtali við Guardian hafnar talsmaður fyrirtækisins meintum tengslum þess við stjórnvöld í Kína eða opinberar stofnanir þar í landi. Eins hafnaði hann því að fyrirtækið stæði í söfnun gagna um notendur samfélagsmiðla. Gagnagrunnurinn flókinn og háþróaður Upphaflega var greint frá gagnagrunninum síðastliðinn mánudag, þegar honum var lekið til bandarísks fræðimanns að nefni Christopher Balding. Hann hafði áður búið í Shenzhen í Kína, þar sem Zhenhua Data Information á höfuðstöðvar. Hann er hins vegar fluttur aftur til heimalands síns, þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í Kína. Balding deildi gagnagrunninum síðan með öryggisráðgjafafyrirtækinu Internet 2.0 til greiningar, áður en honum var lekið til nokkurra fréttamiðla á mánudag. Sjálfur hefur Balding sagt magn þeirra gagna sem grunnurinn hafi að geyma vera „yfirþyrmandi.“ Gagnagrunnurinn sækti gögn í fjölmargar mismunandi heimildir, væri tæknilega flókinn og flokkaði gögn á háþróaðan hátt.
Kína Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira