Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2020 22:35 Hjúkrunarfræðingur framkvæmir Covid-próf í Salt Lake í Utah. AP/Rick Bowmer Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. Víða hefur álagið aldrei verið meira frá því faraldurinn hóst í Bandaríkjunum í mars. Heilbrigðisstarfsmenn við skimunarstörf hafa orðið fyrir rasískum árásum. Undanfarna viku hafa rúmlega tvö þúsund manns greinst á degi hverjum að meðaltali í Wisconsin. Fyrir þremur vikum var meðaltalið 675. Svipað sögu er að segja frá Utah, Suður-Dakóta, Idaho, Iowa, Oklahoma og Missouri, þar sem Mike Parson, yfirlýstur andstæðingur andlitsgríma, smitaðist af Covid-19 í vikunni. Samkvæmt samantekt AP fréttaveitunnar hefur smituðum fjölgað hratt í þessum ríkjum á síðustu vikum. Í Minnesota var ákveðið að hætta skimun þar sem heilbrigðisstarfsmenn fóru í hús og prófuðu fólk fyrir Covid-19. Það var gert eftir að heilbrigðisstarfsmenn urðu fyrir áreiti heimamanna og rasískum árásum. Í einu tilfelli lokuðu þrír menn götu með bílum sínum og hótuðu þeir heilbrigðisstarfsmönnum. Einn mannanna var með byssu. Verkefnið var á vegum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC. Yfirmaður þess, Dr. Ruth Lynfield, sagði í samtali við blaðamann Star Tribune að hegðun þessi væri alfarið óásættanleg. Það væri eitt að vera ósáttur við viðbrögð yfirvalda við faraldrinum og allt annað að sýna fólki sem væri að reyna að hjálpa slíka hegðun og hóta þeim. Hafði aldrei orðið fyrir öðrum eins rasisma Hún segir flesta ekki hafa verið dónalega eða ógnandi. Hins vegar hafi tíðni atvika verið gífurlega há. Lynfield segir einn starfsmann af latneskum uppruna hafa sagst hafa orðið fyrir meiri rasisma á einni viku í Minnesota en alla ævi sína. Teymi hvítra heilbrigðisstarfsmanna urðu alls ekki fyrir sambærilegu áreiti og árásum. „Það er ekkert sem réttlætir þetta. Vírusinn er óvinurinn en ekki heilbrigðisstarfsmenn sem eru að reyna að hjálpa.“ Víðsvegar í þessum strjálbýlu ríkjum segja embættismenn frá því að íbúar séu tortryggnir gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Þeir séu hættir að hlusta á viðvaranir og leiðbeiningar um félagsforðun og persónulegar smitvarnir. „Ég er orðinn dauðþreyttur á að segja fólki að vera með grímur og ég veit að þau eru dauðþreytt á því að hlusta á mig,“ sagði embættismaðurinn Tony Moehr í Joplin í Missouri. Í Norman í Oklahoma samþykkti borgarráð í vikunni reglur um að fólk þyrfti að vera með grímur innandyra ef 25 eða fleiri koma saman. Norman er svokölluð háskólaborg og þar hefur smituðum fjölgað mjög hratt í haust. Á fundið borgarráðsins þar sem reglurnar voru samþykktar sagði íbúi sem heitir Josh Danforth og sagðist vera uppgjafahermaður, að ráðið gæti sett þær reglur sem það vildi. „Ef þið komið inn á mitt heimili og segið mér að ég þurfi að klæðast þessum heimskulega hlut, þá kemur til skotbardaga,“ sagði hann haldandi á grímu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. 22. september 2020 19:58 Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. 25. september 2020 08:36 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Segir Englendingum að gyrða sig í brók Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. 22. september 2020 22:25 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. Víða hefur álagið aldrei verið meira frá því faraldurinn hóst í Bandaríkjunum í mars. Heilbrigðisstarfsmenn við skimunarstörf hafa orðið fyrir rasískum árásum. Undanfarna viku hafa rúmlega tvö þúsund manns greinst á degi hverjum að meðaltali í Wisconsin. Fyrir þremur vikum var meðaltalið 675. Svipað sögu er að segja frá Utah, Suður-Dakóta, Idaho, Iowa, Oklahoma og Missouri, þar sem Mike Parson, yfirlýstur andstæðingur andlitsgríma, smitaðist af Covid-19 í vikunni. Samkvæmt samantekt AP fréttaveitunnar hefur smituðum fjölgað hratt í þessum ríkjum á síðustu vikum. Í Minnesota var ákveðið að hætta skimun þar sem heilbrigðisstarfsmenn fóru í hús og prófuðu fólk fyrir Covid-19. Það var gert eftir að heilbrigðisstarfsmenn urðu fyrir áreiti heimamanna og rasískum árásum. Í einu tilfelli lokuðu þrír menn götu með bílum sínum og hótuðu þeir heilbrigðisstarfsmönnum. Einn mannanna var með byssu. Verkefnið var á vegum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC. Yfirmaður þess, Dr. Ruth Lynfield, sagði í samtali við blaðamann Star Tribune að hegðun þessi væri alfarið óásættanleg. Það væri eitt að vera ósáttur við viðbrögð yfirvalda við faraldrinum og allt annað að sýna fólki sem væri að reyna að hjálpa slíka hegðun og hóta þeim. Hafði aldrei orðið fyrir öðrum eins rasisma Hún segir flesta ekki hafa verið dónalega eða ógnandi. Hins vegar hafi tíðni atvika verið gífurlega há. Lynfield segir einn starfsmann af latneskum uppruna hafa sagst hafa orðið fyrir meiri rasisma á einni viku í Minnesota en alla ævi sína. Teymi hvítra heilbrigðisstarfsmanna urðu alls ekki fyrir sambærilegu áreiti og árásum. „Það er ekkert sem réttlætir þetta. Vírusinn er óvinurinn en ekki heilbrigðisstarfsmenn sem eru að reyna að hjálpa.“ Víðsvegar í þessum strjálbýlu ríkjum segja embættismenn frá því að íbúar séu tortryggnir gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Þeir séu hættir að hlusta á viðvaranir og leiðbeiningar um félagsforðun og persónulegar smitvarnir. „Ég er orðinn dauðþreyttur á að segja fólki að vera með grímur og ég veit að þau eru dauðþreytt á því að hlusta á mig,“ sagði embættismaðurinn Tony Moehr í Joplin í Missouri. Í Norman í Oklahoma samþykkti borgarráð í vikunni reglur um að fólk þyrfti að vera með grímur innandyra ef 25 eða fleiri koma saman. Norman er svokölluð háskólaborg og þar hefur smituðum fjölgað mjög hratt í haust. Á fundið borgarráðsins þar sem reglurnar voru samþykktar sagði íbúi sem heitir Josh Danforth og sagðist vera uppgjafahermaður, að ráðið gæti sett þær reglur sem það vildi. „Ef þið komið inn á mitt heimili og segið mér að ég þurfi að klæðast þessum heimskulega hlut, þá kemur til skotbardaga,“ sagði hann haldandi á grímu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. 22. september 2020 19:58 Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. 25. september 2020 08:36 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Segir Englendingum að gyrða sig í brók Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. 22. september 2020 22:25 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. 22. september 2020 19:58
Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. 25. september 2020 08:36
Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31
Segir Englendingum að gyrða sig í brók Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. 22. september 2020 22:25