Dagmóðir sýknuð af sérstaklega hættulegri líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 17:35 Konan var í dag sýknuð í Landsrétti en ekki taldist nægilega sannað að hún hafi beitt stúlkuna ofbeldi með þeim hætti sem ákæruvaldið tilgreindi. Vísir/Vilhelm Dagmóðir var í dag sýknuð af sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hún var ákærð fyrir að hafa beitt 20 mánaða gamla stúlku ofbeldi sem var í umsjá hennar og dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2018. Konan var ákærð fyrir að hafa veist gegn 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður en umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut. Hún kvaðst ekki hafa séð þegar barnið datt úr stólnum en réttarmeinafræðingur, sem lögregla leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hafi fallið úr stólnum. Dómkvaddur réttarmeinafræðingur tók undir það auk læknisins sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Konan neitaði sök í málinu en héraðsdómur taldi sannað að hún hafi gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjalla sérstaklega um hættulega líkamsárás. Þá dæmdir héraðsdómur hana einnig fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gegn barni. Í dómi Landsréttar segir að yfirmatsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til á þann hátt sem ákærða hefur útskýrt fyrir lögreglu og dómi. Þá væri ekki hægt að útiloka að áverkarnir hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Auk þess tók matsmaðurinn fram að ekki væri hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu sérfræðingar sem komu fyrir dóminn greint frá því að þeir teldu að áverkar á barninu samræmdust því að hún hefði verið beitt einhvers konar ofbeldi en að áverkar á andlitinu gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá væru áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Matsmaðurinn sem kom fyrir Landsrétt sagði hins vegar að ýmislegt í rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant, sem geri það að verkum að örðugra sé en ella að draga ályktanir um hvað olli áverkum barnsins. Við sviðsetningu atburðarins hjá lögreglu hafi barnastólum ekki verið raðað eins upp og við atburðinn, ekki hafi verið athugað hvort á einhvern hátt væri hægt að smeygja ólinni í stólnum að hálsi eða yfir höfuð gínunnar sem notuð var og svo framvegis. Því verði ekki talið að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að dagmóðirin hafi beitt stúlkuna ofbeldi á þann hátt sem ákæruvaldið tilgreindi. Því verði hún sýknuð af ákærunni. Dómsmál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Dagmóðir var í dag sýknuð af sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hún var ákærð fyrir að hafa beitt 20 mánaða gamla stúlku ofbeldi sem var í umsjá hennar og dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2018. Konan var ákærð fyrir að hafa veist gegn 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður en umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut. Hún kvaðst ekki hafa séð þegar barnið datt úr stólnum en réttarmeinafræðingur, sem lögregla leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hafi fallið úr stólnum. Dómkvaddur réttarmeinafræðingur tók undir það auk læknisins sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Konan neitaði sök í málinu en héraðsdómur taldi sannað að hún hafi gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjalla sérstaklega um hættulega líkamsárás. Þá dæmdir héraðsdómur hana einnig fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gegn barni. Í dómi Landsréttar segir að yfirmatsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til á þann hátt sem ákærða hefur útskýrt fyrir lögreglu og dómi. Þá væri ekki hægt að útiloka að áverkarnir hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Auk þess tók matsmaðurinn fram að ekki væri hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu sérfræðingar sem komu fyrir dóminn greint frá því að þeir teldu að áverkar á barninu samræmdust því að hún hefði verið beitt einhvers konar ofbeldi en að áverkar á andlitinu gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá væru áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Matsmaðurinn sem kom fyrir Landsrétt sagði hins vegar að ýmislegt í rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant, sem geri það að verkum að örðugra sé en ella að draga ályktanir um hvað olli áverkum barnsins. Við sviðsetningu atburðarins hjá lögreglu hafi barnastólum ekki verið raðað eins upp og við atburðinn, ekki hafi verið athugað hvort á einhvern hátt væri hægt að smeygja ólinni í stólnum að hálsi eða yfir höfuð gínunnar sem notuð var og svo framvegis. Því verði ekki talið að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að dagmóðirin hafi beitt stúlkuna ofbeldi á þann hátt sem ákæruvaldið tilgreindi. Því verði hún sýknuð af ákærunni.
Dómsmál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent