Gjörbylting í meðferð krabbameina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. september 2020 19:00 Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. Í mars 2018 greindist Þorsteinn Fr. Sigurðsson með 4. stigs ólæknandi krabbamein. Hann lét vini sína og fjölskyldu vita af alvarleika málsins. Þorsteinn Fr. Sigurðsson greindist með fjórða stigs ólæknandi krabbamein árið 2018 en nú í lok ágúst var hann læknaður af meininu.Stöð 2 Það var svo í lok ágúst sem hann sagði frá kraftaverki, hann væri læknaður af krabbameininu en um var að ræða sortuæxli sem hafði dreift sér í lungu, nýru og lifur. Hann rakti sögu sína á Facebook en við greiningu hafi hann farið í mánaðarlega meðferð með nýju líftæknilyfi Nivolunab sem stóð í eitt ár. Hann fékk nokkra fylgikvilla eins og vöðvarýrnun. En líftæknilyfið virkaði og meinin minnkuðu og svo kom að segulómun sýndi að krabbameinið var horfið. Gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra „En Þorsteinn er ekki einn um að upplifa kraftaverk. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra einstaklinga með nýjum líftæknilyfjum,“ segir Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans. Agnes segir að þetta eigi sérstaklega við þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. „Það er algjör bylting með þessum lyfjum þessi lyf örvar ónæmiskerfið,“ segir Agnes. Hún segir þó að fylgikvillar geti komið upp. Agnes segir að um 60% allra krabbameinssjúklinga læknist sem sé gríðarleg breyting á fáum árum. „Við höfum séð miklar breytingar hjá þeim sem greinast með krabbamein á dreifðu stigi. Það eru miklu fleiri meðferðarmöguleikar þannig að við getum gefið miklu betri meðferð.“ Heilbrigðismál Vísindi Lyf Tengdar fréttir Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. Í mars 2018 greindist Þorsteinn Fr. Sigurðsson með 4. stigs ólæknandi krabbamein. Hann lét vini sína og fjölskyldu vita af alvarleika málsins. Þorsteinn Fr. Sigurðsson greindist með fjórða stigs ólæknandi krabbamein árið 2018 en nú í lok ágúst var hann læknaður af meininu.Stöð 2 Það var svo í lok ágúst sem hann sagði frá kraftaverki, hann væri læknaður af krabbameininu en um var að ræða sortuæxli sem hafði dreift sér í lungu, nýru og lifur. Hann rakti sögu sína á Facebook en við greiningu hafi hann farið í mánaðarlega meðferð með nýju líftæknilyfi Nivolunab sem stóð í eitt ár. Hann fékk nokkra fylgikvilla eins og vöðvarýrnun. En líftæknilyfið virkaði og meinin minnkuðu og svo kom að segulómun sýndi að krabbameinið var horfið. Gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra „En Þorsteinn er ekki einn um að upplifa kraftaverk. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra einstaklinga með nýjum líftæknilyfjum,“ segir Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans. Agnes segir að þetta eigi sérstaklega við þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. „Það er algjör bylting með þessum lyfjum þessi lyf örvar ónæmiskerfið,“ segir Agnes. Hún segir þó að fylgikvillar geti komið upp. Agnes segir að um 60% allra krabbameinssjúklinga læknist sem sé gríðarleg breyting á fáum árum. „Við höfum séð miklar breytingar hjá þeim sem greinast með krabbamein á dreifðu stigi. Það eru miklu fleiri meðferðarmöguleikar þannig að við getum gefið miklu betri meðferð.“
Heilbrigðismál Vísindi Lyf Tengdar fréttir Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48