Rúmenarnir fengu áheyrn nefndar Evrópuþingsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. september 2020 19:00 Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins. „Gerið allt sem hægt er til að tryggja að réttur okkar sé virtur. Við eigum ekki nægilegt fé. Við eigum erfitt með að leita réttar okkar á Íslandi. Við skiljum ekki tungumálið,“ sagði Valeriu Marius Peptenatu þegar hann lýsti málinu fyrir nefndinni í fjarfundabúnaði í síðustu viku. Eftirlitsstofnanir hér á landi rannsökuðu málið í fyrra en grunur var um að mennirnir hefðu verið í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og að þeir hafi búið þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði sem þeir borguðu hátt leiguverð fyrir. Mennirnir fengu aðstoð frá ríkinu við að komast aftur til síns heima en þeir telja að eigandi starfsmannaleigunnar hafi ekki verið látinn sæta ábyrgðar í málinu. Þeir sendu inn kvörtun til áfrýjunarnefndar Evrópuþingsins í upphafi árs. Nefndin er ein af fastanefndum Evrópuþingsins. Hún er ekki dómstóll heldur tekur umkvartanir einstaklinga, rannsakar málið og gefur út álit eftir atvikum. Málið var tekið fyrir á þriðjudag í síðustu viku. „Málið er tekið fyrir í sal. Alls ekkert öll mál eru tekin fyrir með þeim hætti þannig að það hlýtur að vera túlkað sem einhvers konar viðurkenning á almennu mikilvægi málsins og að það hafi mikla þýðingu fyrir þingið,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í fyrra en skiptum úr þrotabúinu er nú lokið og fundust engar eignir í búinu. Mennirnir fá launakröfur sínar greiddar úr ábyrgðasjóði launa en segjast ekki haft færi á að leita réttar síns að öðru leyti. „Það er þessi svona almenna mismunun og slæmur aðbúnaður sem er erfitt að eiga við og við höfum auðvitað kallað eftir hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum sem sumir telja að þeir geti farið ansi fjálslega með þetta,“ segir Halldór. Á fundi nefndarinnar sögðu þingmenn að þeir vilji að Evrópuþingið óski eftir skýringum frá yfirvöldum hér á landi. „Óskað er eftir milliliðalausum skýringum frá Íslenskum stjórnvöldum á því hverst vegna þau hafa ekki rannsakað málavexti nógu vel og hvers vegna þau hafi ekki veitt aðgang að lagalegum úrræðum í því skyni að vernda grundvallarréttindi,“ sagði Alexander Aguis Saliba, þingmaður á Evrópuþinginu, þegar málið var tekið fyrir á þriðjudag. „Mér finnst þetta bera vott um hugrekki og festu mannanna og við erum ennþá þeim innan handa og til aðstoðar eftir því sem við best getum,“ segir Halldór og bætir við að niðurstaða nefndarinnar liggi ekki enn fyrir. „En ef niðurstaða nefndarinnar er að þarna hafi eitthvað misfarist og Ísland ekki uppfyllt sínar skyldur, þá hefur slíkt álitshnekki í för með sér,“ segir Halldór. Rúmenía Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins. „Gerið allt sem hægt er til að tryggja að réttur okkar sé virtur. Við eigum ekki nægilegt fé. Við eigum erfitt með að leita réttar okkar á Íslandi. Við skiljum ekki tungumálið,“ sagði Valeriu Marius Peptenatu þegar hann lýsti málinu fyrir nefndinni í fjarfundabúnaði í síðustu viku. Eftirlitsstofnanir hér á landi rannsökuðu málið í fyrra en grunur var um að mennirnir hefðu verið í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og að þeir hafi búið þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði sem þeir borguðu hátt leiguverð fyrir. Mennirnir fengu aðstoð frá ríkinu við að komast aftur til síns heima en þeir telja að eigandi starfsmannaleigunnar hafi ekki verið látinn sæta ábyrgðar í málinu. Þeir sendu inn kvörtun til áfrýjunarnefndar Evrópuþingsins í upphafi árs. Nefndin er ein af fastanefndum Evrópuþingsins. Hún er ekki dómstóll heldur tekur umkvartanir einstaklinga, rannsakar málið og gefur út álit eftir atvikum. Málið var tekið fyrir á þriðjudag í síðustu viku. „Málið er tekið fyrir í sal. Alls ekkert öll mál eru tekin fyrir með þeim hætti þannig að það hlýtur að vera túlkað sem einhvers konar viðurkenning á almennu mikilvægi málsins og að það hafi mikla þýðingu fyrir þingið,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í fyrra en skiptum úr þrotabúinu er nú lokið og fundust engar eignir í búinu. Mennirnir fá launakröfur sínar greiddar úr ábyrgðasjóði launa en segjast ekki haft færi á að leita réttar síns að öðru leyti. „Það er þessi svona almenna mismunun og slæmur aðbúnaður sem er erfitt að eiga við og við höfum auðvitað kallað eftir hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum sem sumir telja að þeir geti farið ansi fjálslega með þetta,“ segir Halldór. Á fundi nefndarinnar sögðu þingmenn að þeir vilji að Evrópuþingið óski eftir skýringum frá yfirvöldum hér á landi. „Óskað er eftir milliliðalausum skýringum frá Íslenskum stjórnvöldum á því hverst vegna þau hafa ekki rannsakað málavexti nógu vel og hvers vegna þau hafi ekki veitt aðgang að lagalegum úrræðum í því skyni að vernda grundvallarréttindi,“ sagði Alexander Aguis Saliba, þingmaður á Evrópuþinginu, þegar málið var tekið fyrir á þriðjudag. „Mér finnst þetta bera vott um hugrekki og festu mannanna og við erum ennþá þeim innan handa og til aðstoðar eftir því sem við best getum,“ segir Halldór og bætir við að niðurstaða nefndarinnar liggi ekki enn fyrir. „En ef niðurstaða nefndarinnar er að þarna hafi eitthvað misfarist og Ísland ekki uppfyllt sínar skyldur, þá hefur slíkt álitshnekki í för með sér,“ segir Halldór.
Rúmenía Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira