Dæmi um að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 10:36 Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34 í fyrradag. Vísir/vilhelm Í fyrradag var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Um var að ræða sérstakt átak sóttvarnayfirvalda í sýnatöku til að reyna að koma böndum á kórónuveiruna sem virðist í mikilli útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla var lögð á að skima fólk sem hafði þekkt einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34. Um tuttugu starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta að morgni til átta að kvöldi. Fólk sem hugði á sýnatöku beið í röð sem „bylgjaðist“ um bílastæðið á Suðurlandsbrautinni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var spurður hvort aðstæður væru tryggar með tilliti til sóttvarna og hvort sniðugt hefði verið að stefna svo mörgu veiku fólki saman á einn stað undir sama þak. „Heilsugæslan gengur þannig til verks að þau telja að þetta sé alveg tryggt. Við myndum aldrei taka neina sénsa með slíkt. Það er haldið 2 metra bili í röðinni og gengið þannig fram að það eigi ekki að vera smithætta á milli einstaklinga sem eru að koma þarna í sýnatöku.“ En hefurðu heyrt af því að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða? „Jú við höfum heyrt um það en ekki síðustu daga. Við heyrðum aðeins af því þegar þetta var að fara meira í gang á Suðurlandsbrautinni að einhverjir væru óöruggir en við höfum ekki orðið vör við það síðustu daga að fólk hafi ekki mætt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira
Í fyrradag var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Um var að ræða sérstakt átak sóttvarnayfirvalda í sýnatöku til að reyna að koma böndum á kórónuveiruna sem virðist í mikilli útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla var lögð á að skima fólk sem hafði þekkt einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34. Um tuttugu starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta að morgni til átta að kvöldi. Fólk sem hugði á sýnatöku beið í röð sem „bylgjaðist“ um bílastæðið á Suðurlandsbrautinni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var spurður hvort aðstæður væru tryggar með tilliti til sóttvarna og hvort sniðugt hefði verið að stefna svo mörgu veiku fólki saman á einn stað undir sama þak. „Heilsugæslan gengur þannig til verks að þau telja að þetta sé alveg tryggt. Við myndum aldrei taka neina sénsa með slíkt. Það er haldið 2 metra bili í röðinni og gengið þannig fram að það eigi ekki að vera smithætta á milli einstaklinga sem eru að koma þarna í sýnatöku.“ En hefurðu heyrt af því að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða? „Jú við höfum heyrt um það en ekki síðustu daga. Við heyrðum aðeins af því þegar þetta var að fara meira í gang á Suðurlandsbrautinni að einhverjir væru óöruggir en við höfum ekki orðið vör við það síðustu daga að fólk hafi ekki mætt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14
Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33