Þjóðir setja Ísland vafalaust á rauða lista Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2020 18:17 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær þegar tekin voru um 4.500 innanlandssýni. Þar greindust 57 smitaðir og voru 29 þeirra ekki í sóttkví. Samkvæmt því greindust um eitt prósent þeirra sem mættu í sýnatöku með veiruna. Þrátt fyrir að smituðum hafi fjölgað milli daga bendir sóttvarnarlæknir á að hlutfall þeirra í samhengi við heildarfjölda sýna fari lækkandi. „Þannig þetta er ekki mjög útbreitt. Þetta eru einhverjir pottar hér og þar en veiran er þó búin að fara víða og getur verið að skjóta upp kollinum af og til," segir Þórólfur Guðnason. Það stefnir í að álíka mörg sýni verði tekin í dag og Þórólfur býst við að fjöldi smitaðra haldist nokkuð stöðugur næstu daga. Sérstaklega í ljósi þess að um 2.400, sem hafa verið útsettir fyrir smiti og gætu þar með veikst, eru í sóttkví. „Það tekur bara langan tíma að ná þessu alveg niður. Við erum að halda í horfinu allavega og þetta er ekki að fara upp í neinum veldisvexti. Það er það sem skiptir mestu máli," segir hann. Skólastarfsemi er víða lömuð að einhverju leyti. Allir starfsmenn og nemendur Tjarnarskóla eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn og tveir nemendur greindust með veiruna. Í gær voru alls um 320 nemendur og 43 starfsmenn í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu í sóttkví. Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga og er nú um 83. Þórólfur segir þessa tölu víða fara hækkandi en að Ísland muni þó líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir," segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær þegar tekin voru um 4.500 innanlandssýni. Þar greindust 57 smitaðir og voru 29 þeirra ekki í sóttkví. Samkvæmt því greindust um eitt prósent þeirra sem mættu í sýnatöku með veiruna. Þrátt fyrir að smituðum hafi fjölgað milli daga bendir sóttvarnarlæknir á að hlutfall þeirra í samhengi við heildarfjölda sýna fari lækkandi. „Þannig þetta er ekki mjög útbreitt. Þetta eru einhverjir pottar hér og þar en veiran er þó búin að fara víða og getur verið að skjóta upp kollinum af og til," segir Þórólfur Guðnason. Það stefnir í að álíka mörg sýni verði tekin í dag og Þórólfur býst við að fjöldi smitaðra haldist nokkuð stöðugur næstu daga. Sérstaklega í ljósi þess að um 2.400, sem hafa verið útsettir fyrir smiti og gætu þar með veikst, eru í sóttkví. „Það tekur bara langan tíma að ná þessu alveg niður. Við erum að halda í horfinu allavega og þetta er ekki að fara upp í neinum veldisvexti. Það er það sem skiptir mestu máli," segir hann. Skólastarfsemi er víða lömuð að einhverju leyti. Allir starfsmenn og nemendur Tjarnarskóla eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn og tveir nemendur greindust með veiruna. Í gær voru alls um 320 nemendur og 43 starfsmenn í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu í sóttkví. Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga og er nú um 83. Þórólfur segir þessa tölu víða fara hækkandi en að Ísland muni þó líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir," segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira