Innlent

Sýndu sam­stöðu með Khedr-fjöl­skyldunni fyrir utan dóms­mála­ráðu­neytið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mótmælendur höfðu meðferðis kassa stílaðan á forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og barnamálaráðherra.
Mótmælendur höfðu meðferðis kassa stílaðan á forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og barnamálaráðherra. Vísir/Egill

Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. Tilgangur fundarins var að sýna samstöðu með Khedr-fjölskyldunni, egypskri fjölskyldu sem vísa átti úr landi í síðustu viku en hefur verið í felum frá því á miðvikudag.

Um þrjátíu voru samankomnir fyrir utan dómsmálaráðuneytið þegar fréttamann bar þar að garði um hádegisbil. Þegar hafa farið fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna máls fjölskyldunnar en mörgum þykir ómannúðlegt að hana eigi að senda úr landi, einkum í ljósi þess að Khedr-börnin hafi skotið rótum í íslensku samfélagi.

Mótmælendur fyrir utan ráðuneytið nú í hádeginu.Vísir/Egill

Lögmaður Khedr-fjöskyldunnar lagði fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð á máli hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Fallist dómstjóri á flýtimeðferð gefur hann út stefnu og boðar lögmann fjölskyldunnar og ríkislögmann á sinn fund.

Hafni dómstjóri beiðninni mun lögmaðurinn fara hefðbundna leið, þ.e. stefna ríkinu og fara með málið fyrir dómstóla.


Tengdar fréttir

Múslímska bræðralagið og fóbían

Sverrir Agnarsson fjallar um og svarar ýmsum ranghugmyndum sem hann hefur hnotið um varðandi Egyptaland og Múslímska bræðralagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×