SOS Barnaþorpin í samstarf við Bayern München Heimsljós 23. september 2020 14:21 Bundesliga Þýska knattspyrnustórveldið Bayern München ætlar að tefla fram stórstjörnum sínum og aðstöðu félagsins fyrir samfélagsverkefni sem gengur út á að draga fram hugrekki og falda hæfileika barna af ólíkum uppruna. Bayern München og barnahjálparsamtökin SOS Barnaþorpin kynntu í dag samstarfsverkefni þess efnis. Fræðsluverkefnið „Leikvangur breytinga," eða "Arena of change", gengur út á að kalla fram hugrekki barna af ólíkum uppruna og báðum kynjum til að þróa hæfileika sína, ekki aðeins á sviði íþrótta heldur líka lista og vísinda. Börnin læra ekki aðeins hvert af öðru því leikmenn Evrópumeistaraliðs Bayern, auk ungra framtíðarstjarna félagsins, gegna hlutverki fyrirmynda og leiðbeinenda. Á fyrsta stigi verkefnisins koma 60 börn á aldrinum 8-14 ára saman úr fimm skólum í München og spila fótbolta á æfingasvæði Bayern. Út frá fótboltaiðkuninni fást börnin við margþætt frammistöðumiðuð verkefni með það að leiðarljósi að efla framtíðarmöguleika þeirra. Áhersla verður lögð á að draga fram hugrekki barnanna án þess að leggja á þau þrýsting eða samkeppni milli þeirra. Petra Horn, stjórnarmeðlimur hjá SOS Childrens Villages International og Karl-Heinz Rummenigge stjórnarformaðður FC Bayern skrifuðu undir samstarfssamninginn. Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður FC Bayern, segir að markmið félagsins sé að taka þátt í þróun á samfélagslegri sjálfbærni og þetta samstarf sé félaginu afar mikilvægt til að gera það sýnilegra og áhrifaríkara. „SOS Barnaþorpin eru fremst á sviði alþjóðlegra hjálparsamtaka og eiga því fullkomna samleið með FC Bayern," segir Rummenigge í fréttatilkynningu um verkefnið. SOS Barnaþorpin hafa í 70 ár einblínt á börn án foreldraumsjár og starfa í 137 löndum en starf samtakanna er sérstaklega þekkt og virt meðal almennings í Þýskalandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Fótbolti Íþróttir Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent
Þýska knattspyrnustórveldið Bayern München ætlar að tefla fram stórstjörnum sínum og aðstöðu félagsins fyrir samfélagsverkefni sem gengur út á að draga fram hugrekki og falda hæfileika barna af ólíkum uppruna. Bayern München og barnahjálparsamtökin SOS Barnaþorpin kynntu í dag samstarfsverkefni þess efnis. Fræðsluverkefnið „Leikvangur breytinga," eða "Arena of change", gengur út á að kalla fram hugrekki barna af ólíkum uppruna og báðum kynjum til að þróa hæfileika sína, ekki aðeins á sviði íþrótta heldur líka lista og vísinda. Börnin læra ekki aðeins hvert af öðru því leikmenn Evrópumeistaraliðs Bayern, auk ungra framtíðarstjarna félagsins, gegna hlutverki fyrirmynda og leiðbeinenda. Á fyrsta stigi verkefnisins koma 60 börn á aldrinum 8-14 ára saman úr fimm skólum í München og spila fótbolta á æfingasvæði Bayern. Út frá fótboltaiðkuninni fást börnin við margþætt frammistöðumiðuð verkefni með það að leiðarljósi að efla framtíðarmöguleika þeirra. Áhersla verður lögð á að draga fram hugrekki barnanna án þess að leggja á þau þrýsting eða samkeppni milli þeirra. Petra Horn, stjórnarmeðlimur hjá SOS Childrens Villages International og Karl-Heinz Rummenigge stjórnarformaðður FC Bayern skrifuðu undir samstarfssamninginn. Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður FC Bayern, segir að markmið félagsins sé að taka þátt í þróun á samfélagslegri sjálfbærni og þetta samstarf sé félaginu afar mikilvægt til að gera það sýnilegra og áhrifaríkara. „SOS Barnaþorpin eru fremst á sviði alþjóðlegra hjálparsamtaka og eiga því fullkomna samleið með FC Bayern," segir Rummenigge í fréttatilkynningu um verkefnið. SOS Barnaþorpin hafa í 70 ár einblínt á börn án foreldraumsjár og starfa í 137 löndum en starf samtakanna er sérstaklega þekkt og virt meðal almennings í Þýskalandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Fótbolti Íþróttir Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent