Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. september 2020 13:09 Þórdís Kolbrún og Bjarni Benediktsson við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Sigurjón Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til en grípa að öðru leyti ekki til hertra aðgerða. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfeðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eru ekki á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Katrín og Svandís fara í sýnatöku í dag til að gæta fyllstu varúðar. Lilja er með kvef og vinnur að heiman. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti heldur ekki fundinn í morgun, en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. Ekki tilefni til hertra aðgerða Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fór yfir minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundinum. Hann segir einhug hafa verið innan ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar fela það í sér að lokun skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu er framlengd til 27. september. Þá sé ekki tilefni til hertra aðgerða vegna þess hve markvisst smitrakningu og sóttkví er beitt. „Þetta var í raun til kynningar á ákvörðun sem heilbrigðisráðherra tók í gær og ég fór bara yfir þetta í ríkisstjórninni. Það var alveg einhugur um að þetta væri það rétta í stöðunni núna.“ Skiptar skoðanir eru í þjóðfélaginu um hvort að þörf sé á hertum aðgerðum. Guðmundur Ingi segir sóttvarnayfirvöld og sóttvarnalæknir þó senda þessar leiðbeiningar til ríkisstjórnar, það er að áhersla skuli lögð á rakningu. „Við erum að fara eftir þeim leiðbeiningum líkt við höfum gert hingað til. Auðvitað er þetta áhyggjuefni þessi fjölgun smita sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Það er verið að taka á því, meðal annars með þessu. Maður hvetur líka fólk til að vera áfram á varðbergi, fara varlega, stunda sínar eigin sóttvarnir og hugsa um það að taka þátt í þessu að taka á þessu saman sem samfélag.“ „Ég er sammála því mati,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Undanfarnir sólarhringar hafa verið þannig að við virðumst vera að ná stjórn á því. Smitum að fækka og fjölgar hjá þeim sem eru í sóttkví. Vonandi tekst okkur að ná utan um það.“ Stíga skref meðalhófs Áslaug Arna dómsmálaráðherra tekur undir með Guðmundi. „Við erum auðvitað alltaf að reyna að stíga þetta meðalhóf. Hafa ákveðið frelsi innanlands þó að veiran sé einhvers staðar í gangi. Það skilar árangri að beita sóttkví og skimun. Það hefur sýnt sig til þessa. Við treystum þeim ráðleggingum sem við höfum fengið,“ segir Áslaug Arna. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur til lengri tíma af því við vitum það lítið um veiruna. Vitum þó meira nú en áður. Reynum að nýta þá reynslu í ákvarðanir sem við tökum dags daglega.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ástandið í þjóðfélaginu vera erfitt, nú þegar smitum hafi fjölgað svo mikið síðustu daga líkt og raun ber vitni. Hann segir þetta eitthvað sem við höfum allan tímann vitað, að smit gætu gengið svona fram og til baka. „Mér sýnist að það sem við erum að gera– og marka þá orð sóttvarnayfirvalda – að það sé margt sem bendi til að við erum að ná utan um þetta. Með því að tryggja þessar einstaklingsbundnu sóttvarnir þá náum við árangri. Ég hef trú á því.“ Opnara samfélag en víðast Sigurður Ingi segist telja það óhjákvæmilegt að stjórnvöld fylgi þeirri leið sem sóttvarnalæknir leggi til, til að ná utan um smitin. „Læra af reynslunni og þeim staðreyndum sem eru uppi og reyna að bregðast við því til að ná árangri. Við höfum sýnt það að það er hægt og ég hef trú á að við náum því aftur.“ Ráðherrann segir það ekki hafa komið sér á óvart að ekki hafi verið lagt til að gripið yrði til harðari. „Í samanburði við önnur lönd erum við með miklu opnara samfélag og gerum kröfur til okkar sjálfra að við berum öll ábyrð á þessu. Við erum öll almannavarnir.“ Sigurður Ingi sagði jafnframt að það hafi verið einhugur um tillögur sóttvarnalæknis innan ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til en grípa að öðru leyti ekki til hertra aðgerða. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfeðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eru ekki á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Katrín og Svandís fara í sýnatöku í dag til að gæta fyllstu varúðar. Lilja er með kvef og vinnur að heiman. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti heldur ekki fundinn í morgun, en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. Ekki tilefni til hertra aðgerða Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fór yfir minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundinum. Hann segir einhug hafa verið innan ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar fela það í sér að lokun skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu er framlengd til 27. september. Þá sé ekki tilefni til hertra aðgerða vegna þess hve markvisst smitrakningu og sóttkví er beitt. „Þetta var í raun til kynningar á ákvörðun sem heilbrigðisráðherra tók í gær og ég fór bara yfir þetta í ríkisstjórninni. Það var alveg einhugur um að þetta væri það rétta í stöðunni núna.“ Skiptar skoðanir eru í þjóðfélaginu um hvort að þörf sé á hertum aðgerðum. Guðmundur Ingi segir sóttvarnayfirvöld og sóttvarnalæknir þó senda þessar leiðbeiningar til ríkisstjórnar, það er að áhersla skuli lögð á rakningu. „Við erum að fara eftir þeim leiðbeiningum líkt við höfum gert hingað til. Auðvitað er þetta áhyggjuefni þessi fjölgun smita sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Það er verið að taka á því, meðal annars með þessu. Maður hvetur líka fólk til að vera áfram á varðbergi, fara varlega, stunda sínar eigin sóttvarnir og hugsa um það að taka þátt í þessu að taka á þessu saman sem samfélag.“ „Ég er sammála því mati,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Undanfarnir sólarhringar hafa verið þannig að við virðumst vera að ná stjórn á því. Smitum að fækka og fjölgar hjá þeim sem eru í sóttkví. Vonandi tekst okkur að ná utan um það.“ Stíga skref meðalhófs Áslaug Arna dómsmálaráðherra tekur undir með Guðmundi. „Við erum auðvitað alltaf að reyna að stíga þetta meðalhóf. Hafa ákveðið frelsi innanlands þó að veiran sé einhvers staðar í gangi. Það skilar árangri að beita sóttkví og skimun. Það hefur sýnt sig til þessa. Við treystum þeim ráðleggingum sem við höfum fengið,“ segir Áslaug Arna. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur til lengri tíma af því við vitum það lítið um veiruna. Vitum þó meira nú en áður. Reynum að nýta þá reynslu í ákvarðanir sem við tökum dags daglega.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ástandið í þjóðfélaginu vera erfitt, nú þegar smitum hafi fjölgað svo mikið síðustu daga líkt og raun ber vitni. Hann segir þetta eitthvað sem við höfum allan tímann vitað, að smit gætu gengið svona fram og til baka. „Mér sýnist að það sem við erum að gera– og marka þá orð sóttvarnayfirvalda – að það sé margt sem bendi til að við erum að ná utan um þetta. Með því að tryggja þessar einstaklingsbundnu sóttvarnir þá náum við árangri. Ég hef trú á því.“ Opnara samfélag en víðast Sigurður Ingi segist telja það óhjákvæmilegt að stjórnvöld fylgi þeirri leið sem sóttvarnalæknir leggi til, til að ná utan um smitin. „Læra af reynslunni og þeim staðreyndum sem eru uppi og reyna að bregðast við því til að ná árangri. Við höfum sýnt það að það er hægt og ég hef trú á að við náum því aftur.“ Ráðherrann segir það ekki hafa komið sér á óvart að ekki hafi verið lagt til að gripið yrði til harðari. „Í samanburði við önnur lönd erum við með miklu opnara samfélag og gerum kröfur til okkar sjálfra að við berum öll ábyrð á þessu. Við erum öll almannavarnir.“ Sigurður Ingi sagði jafnframt að það hafi verið einhugur um tillögur sóttvarnalæknis innan ríkisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10
Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48