Innlent

Allir nem­endur Val­húsa­skóla sendir heim

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um 200 nemendur Valhúsaskóla voru sendir heim vegna smits nemanda.
Um 200 nemendur Valhúsaskóla voru sendir heim vegna smits nemanda. Vísir/Vilhelm

Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom kórónuveirusmit hjá einum nemanda í skólanum í gær. Þá völdu um 20 til 25 starfsmenn skólans að fara heim.

Þetta staðfestir Ólína Thoroddsen, skólastjóri, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá á mbl.

Hún segir að nemendurnir séu ekki í sóttkví heldur hafi verið tekin ákvörðun um að senda þá heim á meðan skólayfirvöld ná utan um málið og fá meðal annars nánari upplýsingar frá smitrakningarteyminu um næstu skref.

Segist Ólína reikna með að það verði skólahald í Valhúsaskóla á morgun en að nánari upplýsingar um framhaldið komi í dag.

Nemendurnir eru í 7. til 10. bekk og eru rúmlega 200 talsins. Aðgerðirnar ná ekki til nemenda í Mýrarhúsaskóla sem eru í 1. til 6. bekk þar sem þeir eru í annarri byggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×