Innlent

Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni

Sylvía Hall skrifar
Egypsku börnin sem átti að senda úr landi á miðvikudag.
Egypsku börnin sem átti að senda úr landi á miðvikudag.

Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi á miðvikudag í síðustu viku en hún fannst ekki þegar var komið að sækja þau. Fjölskyldan er talin dvelja hér á landi.

Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir stjórnvöld ekki hafa framkvæmt sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna.

Greint var frá því fyrr í dag að lögregla væri að fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar. Nú hefur stoðdeildin ákveðið að biðja almenning um ábendingar.

„Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×