Martraðarkenndar tvær vikur í öndunarvél og sex mánaða bataferli Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 15:36 Kristján við innganginn að Reykjalundi, þar sem hann var í endurhæfingu í tvær vikur eftir útskrift af Landspítalanum. Kristján Gunnarsson viðskiptafræðingur veiktist alvarlega af Covid-19 fyrir tæpum sex mánuðum. Hann var á gjörgæsludeild í sextán daga og settur í öndunarvél, þar sem hann fékk martraðir og var með óráði. Við tók erfið endurhæfing og hefur Kristján nú verið frá vinnu í um hálft ár. Hann lýsir veikindum sínum í ítarlegum pistli á Facebook, þar sem hann hvetur landsmenn til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni sem nú er enn einu sinni í uppgangi. Fannst hann vera í haldi hryðjuverkamanna Kristján smitaðist af veirunni í mars en var fyrst um sinn ekki með nein Covid-einkenni nema háan hita, um 40 stig. Á þessari fyrstu viku fór hann tvisvar í skimun fyrir kórónuveirunni en bæði sýnin voru neikvæð. Kristján var tvisvar fluttur á bráðadeild Landspítala og í seinna skiptið var hann lagður inn á gjörgæslu. Í framhaldinu var hann settur í öndunarvél í tvær vikur. „Samtals var ég á gjörgæslu í 16 daga – bæði í Fossvogi og við Hringbraut. Í öndunarvélinni var mér snúið tvisvar á grúfu í 17 tíma hvort skiptið og lá þannig á maganum (og enninu) í rúminu. Grúfulega hjálpar til við að auka upptöku súrefnis í lungunum og styður þannig við súrefnisbúskap líkamans,“ skrifar Kristján í ítarlegri Facebook-færslu sinni. Kristján lýsir því jafnframt að í öndunarvélinni hafi hann upplifað mikla hræðslu, kvíða, óráð, ruglingslegar minningar og martraðir. „Mér fannst ég vera í haldi hjá hryðjuverkamönnum og komst hvergi og upplifði að mínir nánustu vissu ekki hvar ég væri. Þetta er algengt hjá sjúklingum í þessari stöðu og er afleiðing hinna bráðu og alvarlegu veikinda og meðferðar á gjörgæsludeild.“ Þekkt er að sjúklingar sem þurfa að fara í öndunarvél dreymi martraðir og séu með óráði. William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist einnig mjög alvarlega af henni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. Hann lýsti því líkt og Kristján að á hann hefðu sótt óhugnanlega martraðir og ofskynjanir þegar hann var hvað veikastur. Meiriháttar mál að fara í sturtu Að lokinni gjörgæslulegunni tók við vikueinangrun á lungnadeild Landspítala og að endingu fór Kristján í tveggja vikna endurhæfingu á Reykjalundi. Hann var afar þreklítill eftir veikindin og það tók lungnastarfsemina langan tíma að komast á réttan kjöl. Á Reykjalundi beið Kristjáns því erfitt verkefni. „Ég var aðeins sprækari á Reykjalundi en samt svo máttlaus að það var meiriháttar mál að fara í sturtu og skipta um föt. Það var reyndar þannig að þá daga sem ég fór í sturtu þá var ákveðið að ég færi ekki í sjúkraþjálfun til að ofkeyra mig ekki. Einn daginn fór ég í æfingagallabuxur öfugar eftir sturtuferðina en hafði ekki kraft til að laga það – og hjúkrunarfræðingarnir brostu gegnum grímurnar að holningunni á mér. Eftir tvær vikur var ég orðinn fær að sjá um mig sjálfur og því útskrifaður af Reykjalundi,“ skrifar Kristján. Hann þurfti svo að taka endurhæfinguna í sínar eigin hendur þegar hann kom heim. Kristján einbeitti sér að gönguferðum, hjólreiðum og sundi til að byggja líkamann upp á ný – auk þess sem hann hvíldi sig vel inn á milli. Andlegi þátturinn var þó ekki síður erfiður viðureignar. „Ég var svolítið viðkvæmur andlega, átti erfitt með að horfa á daglegu blaðamannafundina um tölfræði um fjölda smitaðra, fjölda á spítala, fjölda á gjörgæslu, fjölda í öndunarvél og ekki síst fjölda látinna. Þá gat ég ómögulega horft á myndina Misery með Kathy Bates og James Caan helgina eftir að ég kom heim. Hún minnti mig alltof mikið á martraðirnar á gjörgæslunni. Eftirá eru þessar martraðir ákaflega spaugilegar en þær voru ömurlegar meðan á stóð,“ segir Kristján í færslu sinni. Hefur áhrif á alla fjölskylduna Kristján hefur verið frá vinnu vegna Covid í sex mánuði og gerir ráð fyrir að vera í veikindaleyfi í minnst mánuð í viðbót. Hann kveðst heppinn að hafa mætt miklum skilningi hjá vinnuveitanda sínum og samstarfsfólki hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Þá leggur hann áherslu á að veiran sé dauðans alvara; bæði fyrir þá sem veikjast af henni og aðstandendur. Sjálfur lýsir hann því að fjölskylda hans hafi verið afar áhyggjufull og þá smitaðist dóttir hans af veirunni eftir umgengni við hann. Kristján í endurhæfingu á Reykjalundi. „Þetta snýr nefnilega ekki bara ađ einstaklingnum sjálfum. Þetta snýr líka ađ ábyrgđ hans gagnvart sínum nánustu og öđrum sem hann umgengst,“ skrifar Kristján. „Stundum er veiran mjög skæð, eins og í vor. Stundum er hún „veikari“ eins og sl. vikur – sem betur fer. Enginn er óhultur og þetta er engan veginn búið. Eina sem við vitum er að við vitum lítið þó við vitum meira „í dag en í gær“ – og óvissa er um hvernig morgundagurinn verður. Förum því að öllu með gát og gerum það sem við sjálf getum til að lágmarka smithættu. Stöndum saman í baráttunni – með hæfilegu bili á milli okkar þó.“ Enginn hræðsluáróður Kristján segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið gríðargóð viðbrögð við frásögn sinni af veikindunum og þeirri miklu endurhæfingu sem tók við að þeim loknum. Honum hafi þótt nauðsynlegt að koma reynslu sinni á framfæri nú þegar faraldurinn er enn einu sinni í vexti og fólk ef til vill hætt að gæta sín jafnvel og áður. „Þetta er alls enginn hræðsluáróður heldur bara reynslusaga mín af Covid. Viðbrögðin hafa verið sterk og mjög góð og það er mikilvægt að fá svona reynslusögur því það eru ekki allir að passa sig. Bataferlið er búið að vera langt en ég hef verið svo heppinn að geta verið frá vinnu og getað einbeitt mér að því að byggja mig upp,“ segir Kristján. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Sjá meira
Kristján Gunnarsson viðskiptafræðingur veiktist alvarlega af Covid-19 fyrir tæpum sex mánuðum. Hann var á gjörgæsludeild í sextán daga og settur í öndunarvél, þar sem hann fékk martraðir og var með óráði. Við tók erfið endurhæfing og hefur Kristján nú verið frá vinnu í um hálft ár. Hann lýsir veikindum sínum í ítarlegum pistli á Facebook, þar sem hann hvetur landsmenn til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni sem nú er enn einu sinni í uppgangi. Fannst hann vera í haldi hryðjuverkamanna Kristján smitaðist af veirunni í mars en var fyrst um sinn ekki með nein Covid-einkenni nema háan hita, um 40 stig. Á þessari fyrstu viku fór hann tvisvar í skimun fyrir kórónuveirunni en bæði sýnin voru neikvæð. Kristján var tvisvar fluttur á bráðadeild Landspítala og í seinna skiptið var hann lagður inn á gjörgæslu. Í framhaldinu var hann settur í öndunarvél í tvær vikur. „Samtals var ég á gjörgæslu í 16 daga – bæði í Fossvogi og við Hringbraut. Í öndunarvélinni var mér snúið tvisvar á grúfu í 17 tíma hvort skiptið og lá þannig á maganum (og enninu) í rúminu. Grúfulega hjálpar til við að auka upptöku súrefnis í lungunum og styður þannig við súrefnisbúskap líkamans,“ skrifar Kristján í ítarlegri Facebook-færslu sinni. Kristján lýsir því jafnframt að í öndunarvélinni hafi hann upplifað mikla hræðslu, kvíða, óráð, ruglingslegar minningar og martraðir. „Mér fannst ég vera í haldi hjá hryðjuverkamönnum og komst hvergi og upplifði að mínir nánustu vissu ekki hvar ég væri. Þetta er algengt hjá sjúklingum í þessari stöðu og er afleiðing hinna bráðu og alvarlegu veikinda og meðferðar á gjörgæsludeild.“ Þekkt er að sjúklingar sem þurfa að fara í öndunarvél dreymi martraðir og séu með óráði. William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist einnig mjög alvarlega af henni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. Hann lýsti því líkt og Kristján að á hann hefðu sótt óhugnanlega martraðir og ofskynjanir þegar hann var hvað veikastur. Meiriháttar mál að fara í sturtu Að lokinni gjörgæslulegunni tók við vikueinangrun á lungnadeild Landspítala og að endingu fór Kristján í tveggja vikna endurhæfingu á Reykjalundi. Hann var afar þreklítill eftir veikindin og það tók lungnastarfsemina langan tíma að komast á réttan kjöl. Á Reykjalundi beið Kristjáns því erfitt verkefni. „Ég var aðeins sprækari á Reykjalundi en samt svo máttlaus að það var meiriháttar mál að fara í sturtu og skipta um föt. Það var reyndar þannig að þá daga sem ég fór í sturtu þá var ákveðið að ég færi ekki í sjúkraþjálfun til að ofkeyra mig ekki. Einn daginn fór ég í æfingagallabuxur öfugar eftir sturtuferðina en hafði ekki kraft til að laga það – og hjúkrunarfræðingarnir brostu gegnum grímurnar að holningunni á mér. Eftir tvær vikur var ég orðinn fær að sjá um mig sjálfur og því útskrifaður af Reykjalundi,“ skrifar Kristján. Hann þurfti svo að taka endurhæfinguna í sínar eigin hendur þegar hann kom heim. Kristján einbeitti sér að gönguferðum, hjólreiðum og sundi til að byggja líkamann upp á ný – auk þess sem hann hvíldi sig vel inn á milli. Andlegi þátturinn var þó ekki síður erfiður viðureignar. „Ég var svolítið viðkvæmur andlega, átti erfitt með að horfa á daglegu blaðamannafundina um tölfræði um fjölda smitaðra, fjölda á spítala, fjölda á gjörgæslu, fjölda í öndunarvél og ekki síst fjölda látinna. Þá gat ég ómögulega horft á myndina Misery með Kathy Bates og James Caan helgina eftir að ég kom heim. Hún minnti mig alltof mikið á martraðirnar á gjörgæslunni. Eftirá eru þessar martraðir ákaflega spaugilegar en þær voru ömurlegar meðan á stóð,“ segir Kristján í færslu sinni. Hefur áhrif á alla fjölskylduna Kristján hefur verið frá vinnu vegna Covid í sex mánuði og gerir ráð fyrir að vera í veikindaleyfi í minnst mánuð í viðbót. Hann kveðst heppinn að hafa mætt miklum skilningi hjá vinnuveitanda sínum og samstarfsfólki hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Þá leggur hann áherslu á að veiran sé dauðans alvara; bæði fyrir þá sem veikjast af henni og aðstandendur. Sjálfur lýsir hann því að fjölskylda hans hafi verið afar áhyggjufull og þá smitaðist dóttir hans af veirunni eftir umgengni við hann. Kristján í endurhæfingu á Reykjalundi. „Þetta snýr nefnilega ekki bara ađ einstaklingnum sjálfum. Þetta snýr líka ađ ábyrgđ hans gagnvart sínum nánustu og öđrum sem hann umgengst,“ skrifar Kristján. „Stundum er veiran mjög skæð, eins og í vor. Stundum er hún „veikari“ eins og sl. vikur – sem betur fer. Enginn er óhultur og þetta er engan veginn búið. Eina sem við vitum er að við vitum lítið þó við vitum meira „í dag en í gær“ – og óvissa er um hvernig morgundagurinn verður. Förum því að öllu með gát og gerum það sem við sjálf getum til að lágmarka smithættu. Stöndum saman í baráttunni – með hæfilegu bili á milli okkar þó.“ Enginn hræðsluáróður Kristján segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið gríðargóð viðbrögð við frásögn sinni af veikindunum og þeirri miklu endurhæfingu sem tók við að þeim loknum. Honum hafi þótt nauðsynlegt að koma reynslu sinni á framfæri nú þegar faraldurinn er enn einu sinni í vexti og fólk ef til vill hætt að gæta sín jafnvel og áður. „Þetta er alls enginn hræðsluáróður heldur bara reynslusaga mín af Covid. Viðbrögðin hafa verið sterk og mjög góð og það er mikilvægt að fá svona reynslusögur því það eru ekki allir að passa sig. Bataferlið er búið að vera langt en ég hef verið svo heppinn að geta verið frá vinnu og getað einbeitt mér að því að byggja mig upp,“ segir Kristján.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Sjá meira