Guðmundur Ágúst vann tæpa milljón og rýkur upp heimslistann Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2020 14:00 Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri. mynd/seth@golf.is Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR hefur flogið upp um 1.400 sæti á heimslistanum í golfi frá því í janúar 2018 en hann náði sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni um helgina. Guðmundur Ágúst varð í 18.-23. sæti á Opden de Portugal um helgina og fékk fyrir það um 900.000 krónur. Hann lék hringina fjóra samtals á -9 höggum en efstur varð Garrick Higgo frá Suður-Afríku á -19 höggum, og fékki hann 13 milljónir króna í verðlaunafé. Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt en komst ekki í gegnum í niðurskurðinn. Árangur Guðmundar Ágústs er sá næstbesti sem íslenskur kylfingur hefur náð á Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson náði 11. sæti á móti á Ítalíu í maí 2007. Guðmundur Ágúst er nú kominn upp í 508. sæti á heimslistanum eftir að hafa verið í 540. sæti fyrir mótið í Portúgal. Birgir Leifur hefur náð hæst Íslendinga en hann var í 415. sæti um tíma árið 2017 eftir sigur á móti í Frakklandi á Áskorendamótaröðinni. Axel Bóasson hefur komist næstefst Íslendinga á heimslistanum en hann var í 439. sæti í árslok 2017. Golf Tengdar fréttir Fjögurra fugla hringur hjá Guðmundi Ágústi í Portúgal Guðmundur Ágúst Kristjánsson byrjaði mjög vel á Opna portúgalska meistaramótinu sem fer fram á Royal Óbidos vellinum og hófst í dag . 17. september 2020 13:19 Guðmundur Ágúst endaði í fimmta sæti á Opna Norður-Írska Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti góðu gengi að fagna á Opna Norður-Írska mótinu í golfi, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. 6. september 2020 15:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR hefur flogið upp um 1.400 sæti á heimslistanum í golfi frá því í janúar 2018 en hann náði sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni um helgina. Guðmundur Ágúst varð í 18.-23. sæti á Opden de Portugal um helgina og fékk fyrir það um 900.000 krónur. Hann lék hringina fjóra samtals á -9 höggum en efstur varð Garrick Higgo frá Suður-Afríku á -19 höggum, og fékki hann 13 milljónir króna í verðlaunafé. Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt en komst ekki í gegnum í niðurskurðinn. Árangur Guðmundar Ágústs er sá næstbesti sem íslenskur kylfingur hefur náð á Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson náði 11. sæti á móti á Ítalíu í maí 2007. Guðmundur Ágúst er nú kominn upp í 508. sæti á heimslistanum eftir að hafa verið í 540. sæti fyrir mótið í Portúgal. Birgir Leifur hefur náð hæst Íslendinga en hann var í 415. sæti um tíma árið 2017 eftir sigur á móti í Frakklandi á Áskorendamótaröðinni. Axel Bóasson hefur komist næstefst Íslendinga á heimslistanum en hann var í 439. sæti í árslok 2017.
Golf Tengdar fréttir Fjögurra fugla hringur hjá Guðmundi Ágústi í Portúgal Guðmundur Ágúst Kristjánsson byrjaði mjög vel á Opna portúgalska meistaramótinu sem fer fram á Royal Óbidos vellinum og hófst í dag . 17. september 2020 13:19 Guðmundur Ágúst endaði í fimmta sæti á Opna Norður-Írska Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti góðu gengi að fagna á Opna Norður-Írska mótinu í golfi, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. 6. september 2020 15:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fjögurra fugla hringur hjá Guðmundi Ágústi í Portúgal Guðmundur Ágúst Kristjánsson byrjaði mjög vel á Opna portúgalska meistaramótinu sem fer fram á Royal Óbidos vellinum og hófst í dag . 17. september 2020 13:19
Guðmundur Ágúst endaði í fimmta sæti á Opna Norður-Írska Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti góðu gengi að fagna á Opna Norður-Írska mótinu í golfi, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. 6. september 2020 15:15