Aldrei leikið betra golf eftir að hann bætti á sig 20 kg af vöðvum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2020 09:00 Fyrir og eftir. vísir/getty Bryson DeChambeau vann sitt fyrsta risamót á ferlinum þegar hann hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. Mótið fór fram á hinum mjög svo erfiða Winged Foot velli í New York. Það truflaði DeChambeau þó ekki neitt. Hann lék á sex höggum undir pari og var eini kylfingurinn sem lék undir pari á Opna bandaríska. Næstur var Matthew Wolff sem lék á pari. DeChambeau hefur leikið sérlega vel eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins og var m.a. í 4. sæti á PGA-meistaramótinu. Fyrir hléið hafði hann aldrei verið meðal tíu efstu á risamóti. Bandaríkjamaðurinn hefur farið nokkuð óhefðbundna leið til að bæta árangur sinn á golfvellinum. Hann hefur nefnilega bætt á sig tæplega 20 kílóum síðasta árið og lítur út eins og vaxtarræktarkappi. DeChambeau borðar 3.000-3.500 kaloríur á dag, þar af eru 400 grömm af próteini. Þessi breyting hefur skilað sér í lengri höggum hjá DeChambeau. Á síðasta tímabili var hann högglengstur allra á PGA-mótaröðinni. Amazing feeling after so much hard work has gone into this transformation of my game and outlook. Thank you to my fans, team and sponsors for sticking with me. And thank you to the @USGA, @usopengolf and Winged Foot for an incredible test. So honored to have won my 1st major here pic.twitter.com/75OEogzMtc— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) September 21, 2020 Þetta hefur þó ekki komið niður á stutta spilinu hjá DeChambeau. Hann var gríðarlega yfirvegaður á lokadegi Opna bandaríska í gær þar sem hann lék á þremur höggum undir pari. Á meðan missti Wolff, sem var með forystu fyrir lokadaginn, móðinn og lék á fimm höggum yfir pari. DeChambeau tapaði ekki höggi á síðustu níu holunum og fékk aðeins einn skolla í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn á Opna bandaríska. „Það komu mjög erfiðir tímar en þau vildu alltaf það besta fyrir mig og gáfu mér tækifæri til að spila golf, æfa mig og verða betri. Þetta er fyrir foreldra mína, fyrir allt liðið mitt. Allt blóðið, svitinn og tárin sem við lögðum í þetta skiptir öllu fyrir mig,“ sagði hinn 27 ára DeChambeau. Golf Tengdar fréttir DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bryson DeChambeau vann sitt fyrsta risamót á ferlinum þegar hann hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. Mótið fór fram á hinum mjög svo erfiða Winged Foot velli í New York. Það truflaði DeChambeau þó ekki neitt. Hann lék á sex höggum undir pari og var eini kylfingurinn sem lék undir pari á Opna bandaríska. Næstur var Matthew Wolff sem lék á pari. DeChambeau hefur leikið sérlega vel eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins og var m.a. í 4. sæti á PGA-meistaramótinu. Fyrir hléið hafði hann aldrei verið meðal tíu efstu á risamóti. Bandaríkjamaðurinn hefur farið nokkuð óhefðbundna leið til að bæta árangur sinn á golfvellinum. Hann hefur nefnilega bætt á sig tæplega 20 kílóum síðasta árið og lítur út eins og vaxtarræktarkappi. DeChambeau borðar 3.000-3.500 kaloríur á dag, þar af eru 400 grömm af próteini. Þessi breyting hefur skilað sér í lengri höggum hjá DeChambeau. Á síðasta tímabili var hann högglengstur allra á PGA-mótaröðinni. Amazing feeling after so much hard work has gone into this transformation of my game and outlook. Thank you to my fans, team and sponsors for sticking with me. And thank you to the @USGA, @usopengolf and Winged Foot for an incredible test. So honored to have won my 1st major here pic.twitter.com/75OEogzMtc— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) September 21, 2020 Þetta hefur þó ekki komið niður á stutta spilinu hjá DeChambeau. Hann var gríðarlega yfirvegaður á lokadegi Opna bandaríska í gær þar sem hann lék á þremur höggum undir pari. Á meðan missti Wolff, sem var með forystu fyrir lokadaginn, móðinn og lék á fimm höggum yfir pari. DeChambeau tapaði ekki höggi á síðustu níu holunum og fékk aðeins einn skolla í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn á Opna bandaríska. „Það komu mjög erfiðir tímar en þau vildu alltaf það besta fyrir mig og gáfu mér tækifæri til að spila golf, æfa mig og verða betri. Þetta er fyrir foreldra mína, fyrir allt liðið mitt. Allt blóðið, svitinn og tárin sem við lögðum í þetta skiptir öllu fyrir mig,“ sagði hinn 27 ára DeChambeau.
Golf Tengdar fréttir DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti