Man ekki eftir jafn stórum hóp heiðagæsa yfir borginni Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2020 18:32 Heiðagæsahópurinn sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið. „Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknastóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. Fréttastofa náði upptöku af þessum fuglahópi á meðan hann fór yfir borgina. „Þetta er alveg magnað. Ég man ekki eftir að hafa svona stóran hóp fara yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Gunnar Þór. Myndband af hópnum má sjá hér fyrir neðan: Hann taldi að þetta væri hópur heiðagæsa, en gat þó ekki fullyrt það með vissu. Hann benti á helsta sérfræðing Íslands í heiðagæsum, Arnór Þóri Sigfússon, sem er dýravistfræðingur hjá Verkís. „Þetta er ansi magnaður hópur,“ svarar Arnór eftir að hafa séð myndbandið. Hann telur miklar líkur á að þarna hafi farið hópur heiðagæsa. „Það er ekki ólíklegt að þetta séu heiðagæsir að koma frá Grænlandi,“ segir Arnór en á þó erfitt með að fullyrða að þetta séu heiðagæsir. Hann hefði helst þurft að heyra í þeim til að geta staðfest það. Þetta gæti einnig verið hópur helsingja. Hann bendir á að heiðagæsastofninn verpi hér á landi en hluti hans verpir á Grænlandi. Þá fari einnig talsvert af geldfugli, sem eru ungir og ókynþroska fuglar, til Grænlands til að fella fjaðrir. Einnig fari heiðagæsir, sem misst hafa maka, til Grænlands til að fella fjaðrir. Arnór segir heiðagæsirnar fella fjaðrir einu sinni ári. Það geri þær til að skipta út slitnum fjöðrum. Á meðan þær fella fjaðrir eru þær ófleygar í einhvern tíma. Grænland verði fyrir valinu því þar er hægt á fá frið á meðan. Heiðagæsin hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi. Dýr Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknastóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. Fréttastofa náði upptöku af þessum fuglahópi á meðan hann fór yfir borgina. „Þetta er alveg magnað. Ég man ekki eftir að hafa svona stóran hóp fara yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Gunnar Þór. Myndband af hópnum má sjá hér fyrir neðan: Hann taldi að þetta væri hópur heiðagæsa, en gat þó ekki fullyrt það með vissu. Hann benti á helsta sérfræðing Íslands í heiðagæsum, Arnór Þóri Sigfússon, sem er dýravistfræðingur hjá Verkís. „Þetta er ansi magnaður hópur,“ svarar Arnór eftir að hafa séð myndbandið. Hann telur miklar líkur á að þarna hafi farið hópur heiðagæsa. „Það er ekki ólíklegt að þetta séu heiðagæsir að koma frá Grænlandi,“ segir Arnór en á þó erfitt með að fullyrða að þetta séu heiðagæsir. Hann hefði helst þurft að heyra í þeim til að geta staðfest það. Þetta gæti einnig verið hópur helsingja. Hann bendir á að heiðagæsastofninn verpi hér á landi en hluti hans verpir á Grænlandi. Þá fari einnig talsvert af geldfugli, sem eru ungir og ókynþroska fuglar, til Grænlands til að fella fjaðrir. Einnig fari heiðagæsir, sem misst hafa maka, til Grænlands til að fella fjaðrir. Arnór segir heiðagæsirnar fella fjaðrir einu sinni ári. Það geri þær til að skipta út slitnum fjöðrum. Á meðan þær fella fjaðrir eru þær ófleygar í einhvern tíma. Grænland verði fyrir valinu því þar er hægt á fá frið á meðan. Heiðagæsin hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi.
Dýr Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira