Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 21:37 Skjáskot af umfjöllun Breitbart. Þar er auglýsing sögð sýna Jesú í mynd skeggjaðrar konu með brjóst. Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. Í grein sem birtist þar í gær segir að auglýsingin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð, sem hún gerði. Þar er vísað í Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, og orð hans um að myndinni sé ætlað að fanga og fagna samfélaginu eins og það er. Eins og áður hefur verið greint frá kostaði auglýsingaherferð Kirkjunnar, sem margir hafa kennt við „Trans-Jesú,“ um tvær milljónir króna. Samkvæmt Pétri helgaðist kostnaðurinn aðallega af hönnun og prentun, auk auglýsingar á strætisvagn sem nú ekur um götur Reykjavíkur. Kostnaðurinn er sagður lítillega hærri en auglýsingar fyrri ára. Í grein Daily Mail eru Pétur og auglýsingin kölluð „woke.“ Með orðinu er átt við ákveðna viðleitni til að vera meðvitaður um samfélagsleg vandamál hvers tíma og ala ekki á hvers kyns fordómum. Á Íslandi hefur hugtakið „góða fólkið“ iðulega verið notað um svipaðar hugmyndir, og þá oft á niðrandi hátt. Hægrisinnuð fréttaveita leggur orð í belg Daily Mail er þó ekki eini miðillinn sem fjallað hefur um auglýsinguna. Það hefur bandaríska hægrisinnaða fréttaveitan Breitbart einnig gert. Í umfjöllun Breitbart er að miklu leyti tæpt á því sama og í umfjöllun Daily Mail. Þar er málið þó einnig sett í samhengi við mál frá árinu 2017, þar sem fulltrúar á vegum ensku þjóðkirkjunnar sögðu að börnum ætti að vera frjálst að kanna kynvitund sína meðan þau alast upp. Þá segir Breitbart að fáar stórar kristnar stofnanir hafi „samþykkt“ trans fólk og hugmyndina um kynvitund, með vísan til vers í Biblíunni þar sem segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Í greininni er þó ekki útskýrt nánar hvernig umrætt vers geti komið í veg fyrir að fólk sé trans, eða að kynvitund fólks stangist á við líffræðilegt kyn þess. Hinsegin Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. Í grein sem birtist þar í gær segir að auglýsingin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð, sem hún gerði. Þar er vísað í Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, og orð hans um að myndinni sé ætlað að fanga og fagna samfélaginu eins og það er. Eins og áður hefur verið greint frá kostaði auglýsingaherferð Kirkjunnar, sem margir hafa kennt við „Trans-Jesú,“ um tvær milljónir króna. Samkvæmt Pétri helgaðist kostnaðurinn aðallega af hönnun og prentun, auk auglýsingar á strætisvagn sem nú ekur um götur Reykjavíkur. Kostnaðurinn er sagður lítillega hærri en auglýsingar fyrri ára. Í grein Daily Mail eru Pétur og auglýsingin kölluð „woke.“ Með orðinu er átt við ákveðna viðleitni til að vera meðvitaður um samfélagsleg vandamál hvers tíma og ala ekki á hvers kyns fordómum. Á Íslandi hefur hugtakið „góða fólkið“ iðulega verið notað um svipaðar hugmyndir, og þá oft á niðrandi hátt. Hægrisinnuð fréttaveita leggur orð í belg Daily Mail er þó ekki eini miðillinn sem fjallað hefur um auglýsinguna. Það hefur bandaríska hægrisinnaða fréttaveitan Breitbart einnig gert. Í umfjöllun Breitbart er að miklu leyti tæpt á því sama og í umfjöllun Daily Mail. Þar er málið þó einnig sett í samhengi við mál frá árinu 2017, þar sem fulltrúar á vegum ensku þjóðkirkjunnar sögðu að börnum ætti að vera frjálst að kanna kynvitund sína meðan þau alast upp. Þá segir Breitbart að fáar stórar kristnar stofnanir hafi „samþykkt“ trans fólk og hugmyndina um kynvitund, með vísan til vers í Biblíunni þar sem segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Í greininni er þó ekki útskýrt nánar hvernig umrætt vers geti komið í veg fyrir að fólk sé trans, eða að kynvitund fólks stangist á við líffræðilegt kyn þess.
Hinsegin Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22
Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21
Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15