Börnin og Jesú Anna Þórey Arnardóttir skrifar 18. september 2020 09:30 Ég styð þessa trans-Jesú mynd en… Flott að hafa kvenkyns Jesú en… Frábært að gera allskonar myndir af Jesú en… Guðfræðin er góð en... … ekki fyrir börnin! Þetta á ekki heima í Sunnudagskólanum! Af hverju ekki? Börn eru eins ólík hvert öðru og við „fullorðna” fólkið. Börn eru af öllum kynjum, öllum húðlitum, öllum þjóðfélagsstéttum og með allskonar skoðanir. Börnin eru saklausari og með styttri lífsreynslu en við sem eldri erum en þau eru alls ekki vitlaus og alls ekki óskrifuð blöð. Í samfélaginu okkar eigum við intersex börn, trans börn, non binary börn auk þess að eiga stúlkubörn og sveinbörn. Börnin okkar mega borða popp inni í stofu og hvetja áfram Conchitu Wurst í Júróvísjón með allri fjölskyldunni, arka með mömmu og pabba niður Laugarveginn í gleðigöngunni og fagna fjölbreytileika samfélagsins við hvert fótmál. Það er bara í kirkjunni þegar kemur að ólíkum kristsmyndum og iðkun góðra guðfræði sem málefni fjölbreytileikans verða óviðeigandi og ekki við hæfi barna og unglinga. Börnin eru fordómalausasti hópurinn og því liggur það í augum uppi að kenna þeim strax það sem við viljum sjá einkenna samfélagið í framtíðinni. Kenna þeim fordómalausa ást. Fordómalaus ást og kærleikur er það sem Jesús hefur alltaf kennt. Hann gekk meðal fólksins og talaði við þau sem voru jaðarsett og útundan. Hann kenndi okkur að við ættum ekki að dæma aðra en við ættum að elska og skilja engan útundan. Jesús sagði okkur að allt sem við gerum öðru fólki gerum við honum. Ég held ekki að nokkur trúi því að hann hafi bara meint það um karlkyns fólk. Ef við gerum honum það sem við gerum ungri stúlku, transbarni eða intersex einstaklingi þá hlýtur hann að geta verið þau öll. Þar komum við svo að einum mikilvægasta þætti þessarar umræðu að mínu mati: Ekki bara þarf fólk að geta speglað sig í sinni kristsmynd heldur verðum við hin að geta séð Krist í öllu fólki. Myndir af Jesú sem manni af öðrum kynþáttum eða arfleiðum eru ekki að kveikja heitar umræður. Einungis þegar við förum út fyrir kyn hans erum við að fara yfir eitthvað ósýnilegt strik og velsæmismörk barna og unglinga. Af hverju? Er það fyrir neðan virðingu Krists að vera kona, trans einstaklingur, intersex eða non binary? Þau sem álíta svo hljóta að bera litla virðingu fyrir öðrum en karlmönnum sem segir meira um þeirra álit á rúmlega helmingi mannkyns en margt annað. Jesús talaði aldrei um að karlmenn væru betri og æðri en aðrir meðlimir samfélagsins. Margir hafa bent á að við höfum alltaf verið öll jöfn fyrir Kristi og það er rétt. Að hingað til hafi ekki þurft myndir af kvenkyns Kristi til að konur eða aðrir geti vitað að allir eru velkomnir hjá Jesú. Það er bara ekki rétt. Í samfélaginu í dag höfum við ekki ennþá fengið að venjast því að sjá myndir af Kristi öðruvísi en karlmanni. Í langan tíma voru karlmenn þeir einu sem tilheyrðu og gátu orðið prestar og á mörgum stöðum í heiminum er það þannig enn. Við höfum ekki enn náð 50 árum síðan fyrsti kvenpresturinn var vígður hér á landi. Í tvö þúsund ára sögu kristinnar kirkju er það á við nokkrar mínútur. Fæstar kristnar kirkjudeildir, hvort sem er á heimsvísu eða hér á landi, styðja við bakið á hinsegin samfélaginu eða feminískum viðhorfum. Hvernig á trans kona að vita að hún er velkomin í kirkjuna þegar hópur kristinna einstaklinga (hávær meirihluti á heimsvísu, hávær minnihluti (vona ég) á landsvísu) segir henni stöðugt að kynleiðrétting sé viðurstyggð? Hvernig á samkynhneigður unglingur að vita að hann sé velkominn þegar sami hópur hrópar að eitthvað sé að ásýnd hinsegin menningar? Hvernig á intersex barn að vita að það er velkomið þegar intersex líkami er fordæmdur og falinn? Hvernig eiga börn að vita að allir séu velkomnir þegar hinsegin veruleiki er falin í barnastarfinu? Myndin af Jesú með skegg og brjóst var mjög flott leið til að segja öllum börnum og unglingum að þau væru velkomin í barna og æskulýðsstarf kirkjunnar. Alveg þar til biskup lét undan gagnrýni fárra presta og fordómafullra leikmanna og baðst afsökunar á að hafa boðið fjölbreytileikann velkomin - og kirkjuþing tók einróma undir. Í sunnudagaskólanum kennum við að Jesús elskar okkur öll og við erum öll velkomin. Þetta á svo sannarlega heima þar. „Þið elskuðu, elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn og hver sem elskar er barn Guðs og þekkir Guð.“ 1.Jóh 4:7 Anna Þórey Arnardóttir Höfundur hefur starfað meirihluta ævinnar í barna- og unglingastarfi kirkjunnar á vegum Þjóðkirkjunnar, KFUM og KFUK, í sumarbúðunum í Kaldárseli og í Vindáshlíð og á ýmsum kirkjutengdum viðburðum fyrir börn og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ég styð þessa trans-Jesú mynd en… Flott að hafa kvenkyns Jesú en… Frábært að gera allskonar myndir af Jesú en… Guðfræðin er góð en... … ekki fyrir börnin! Þetta á ekki heima í Sunnudagskólanum! Af hverju ekki? Börn eru eins ólík hvert öðru og við „fullorðna” fólkið. Börn eru af öllum kynjum, öllum húðlitum, öllum þjóðfélagsstéttum og með allskonar skoðanir. Börnin eru saklausari og með styttri lífsreynslu en við sem eldri erum en þau eru alls ekki vitlaus og alls ekki óskrifuð blöð. Í samfélaginu okkar eigum við intersex börn, trans börn, non binary börn auk þess að eiga stúlkubörn og sveinbörn. Börnin okkar mega borða popp inni í stofu og hvetja áfram Conchitu Wurst í Júróvísjón með allri fjölskyldunni, arka með mömmu og pabba niður Laugarveginn í gleðigöngunni og fagna fjölbreytileika samfélagsins við hvert fótmál. Það er bara í kirkjunni þegar kemur að ólíkum kristsmyndum og iðkun góðra guðfræði sem málefni fjölbreytileikans verða óviðeigandi og ekki við hæfi barna og unglinga. Börnin eru fordómalausasti hópurinn og því liggur það í augum uppi að kenna þeim strax það sem við viljum sjá einkenna samfélagið í framtíðinni. Kenna þeim fordómalausa ást. Fordómalaus ást og kærleikur er það sem Jesús hefur alltaf kennt. Hann gekk meðal fólksins og talaði við þau sem voru jaðarsett og útundan. Hann kenndi okkur að við ættum ekki að dæma aðra en við ættum að elska og skilja engan útundan. Jesús sagði okkur að allt sem við gerum öðru fólki gerum við honum. Ég held ekki að nokkur trúi því að hann hafi bara meint það um karlkyns fólk. Ef við gerum honum það sem við gerum ungri stúlku, transbarni eða intersex einstaklingi þá hlýtur hann að geta verið þau öll. Þar komum við svo að einum mikilvægasta þætti þessarar umræðu að mínu mati: Ekki bara þarf fólk að geta speglað sig í sinni kristsmynd heldur verðum við hin að geta séð Krist í öllu fólki. Myndir af Jesú sem manni af öðrum kynþáttum eða arfleiðum eru ekki að kveikja heitar umræður. Einungis þegar við förum út fyrir kyn hans erum við að fara yfir eitthvað ósýnilegt strik og velsæmismörk barna og unglinga. Af hverju? Er það fyrir neðan virðingu Krists að vera kona, trans einstaklingur, intersex eða non binary? Þau sem álíta svo hljóta að bera litla virðingu fyrir öðrum en karlmönnum sem segir meira um þeirra álit á rúmlega helmingi mannkyns en margt annað. Jesús talaði aldrei um að karlmenn væru betri og æðri en aðrir meðlimir samfélagsins. Margir hafa bent á að við höfum alltaf verið öll jöfn fyrir Kristi og það er rétt. Að hingað til hafi ekki þurft myndir af kvenkyns Kristi til að konur eða aðrir geti vitað að allir eru velkomnir hjá Jesú. Það er bara ekki rétt. Í samfélaginu í dag höfum við ekki ennþá fengið að venjast því að sjá myndir af Kristi öðruvísi en karlmanni. Í langan tíma voru karlmenn þeir einu sem tilheyrðu og gátu orðið prestar og á mörgum stöðum í heiminum er það þannig enn. Við höfum ekki enn náð 50 árum síðan fyrsti kvenpresturinn var vígður hér á landi. Í tvö þúsund ára sögu kristinnar kirkju er það á við nokkrar mínútur. Fæstar kristnar kirkjudeildir, hvort sem er á heimsvísu eða hér á landi, styðja við bakið á hinsegin samfélaginu eða feminískum viðhorfum. Hvernig á trans kona að vita að hún er velkomin í kirkjuna þegar hópur kristinna einstaklinga (hávær meirihluti á heimsvísu, hávær minnihluti (vona ég) á landsvísu) segir henni stöðugt að kynleiðrétting sé viðurstyggð? Hvernig á samkynhneigður unglingur að vita að hann sé velkominn þegar sami hópur hrópar að eitthvað sé að ásýnd hinsegin menningar? Hvernig á intersex barn að vita að það er velkomið þegar intersex líkami er fordæmdur og falinn? Hvernig eiga börn að vita að allir séu velkomnir þegar hinsegin veruleiki er falin í barnastarfinu? Myndin af Jesú með skegg og brjóst var mjög flott leið til að segja öllum börnum og unglingum að þau væru velkomin í barna og æskulýðsstarf kirkjunnar. Alveg þar til biskup lét undan gagnrýni fárra presta og fordómafullra leikmanna og baðst afsökunar á að hafa boðið fjölbreytileikann velkomin - og kirkjuþing tók einróma undir. Í sunnudagaskólanum kennum við að Jesús elskar okkur öll og við erum öll velkomin. Þetta á svo sannarlega heima þar. „Þið elskuðu, elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn og hver sem elskar er barn Guðs og þekkir Guð.“ 1.Jóh 4:7 Anna Þórey Arnardóttir Höfundur hefur starfað meirihluta ævinnar í barna- og unglingastarfi kirkjunnar á vegum Þjóðkirkjunnar, KFUM og KFUK, í sumarbúðunum í Kaldárseli og í Vindáshlíð og á ýmsum kirkjutengdum viðburðum fyrir börn og unglinga.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun