Dyche ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Berg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2020 07:00 Dyche er ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Bergs sem var borinn af velli í gærkvöld. John Walton/Getty Images Burnley mætti Sheffield United á Turf Moor, heimavelli sínum, í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Eftir aðeins tíu mínútna leik var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tæklaður illa. Sean Dyche – knattspyrnustjóri Burnley – er ekki bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsmannsins og sagði eftir leik að tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald. REACTION | Gaffer On Clarets' Cup Clash WATCH https://t.co/fV1RFxbjrB pic.twitter.com/tkINnlAx3I— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 Jack Robinson, leikmaður Sheffield, ætlaði heldur betur að láta finna fyrir sér og endaði með því að tækla Jóhann illa eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Dyche ræddi atvikið við vefsíðu Burnley að leik loknum. „Ég sagði við Chris Wilder [stjóra Sheffield United] á meðan leik stóð að þetta hafi verið eðlileg tækling. Eftir á að hyggja á þetta samt að vera rautt spjald, svo einfalt er það. Leikurinn hefur breyst og þetta er ekki eðlileg tækling lengur.“ „Leikmenn mínir voru mjög óánægðir með tæklinguna þegar við fórum inn í klefa í hálfleik. Það sem mér þykir verst er að aðstoðardómarinn var ekki meira en fimm metra frá atvikinu og gerði ekkert í því, ekkert var dæmt,“ sagði Dyche einnig. SD on the foul on JBG pic.twitter.com/Lpg8G8O3dX— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 „Það verður að vera jafnvægi í dómgæslunni. Í úrvalsdeildinni detta menn niður við hvað sem er en í kvöld höfðu þeir rangt fyrir sér og við misstum leikmann meiddan af velli. Það er ljóst að þetta verða meira en nokkrir daga hjá Jóhanni Berg. Við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann varð fyrir tæklingunni og það boðar aldrei gott,“ sagði svartsýnn Dyche að lokum. Jóhann Berg hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann meiddist illa á kálfa á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var til að mynda aðeins í byrjunarliði Burnley sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann sleppti landsleikjum Íslands gegn Englandi og Danmörku til að æfa betur með liði sínu og reyna vinna sæti sitt í byrjunarliði Burnley til baka. Nú er óvíst hvort hann verði leikfær er Ísland mætir Rúmeníu þann 8. október í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48 Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Burnley mætti Sheffield United á Turf Moor, heimavelli sínum, í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Eftir aðeins tíu mínútna leik var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tæklaður illa. Sean Dyche – knattspyrnustjóri Burnley – er ekki bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsmannsins og sagði eftir leik að tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald. REACTION | Gaffer On Clarets' Cup Clash WATCH https://t.co/fV1RFxbjrB pic.twitter.com/tkINnlAx3I— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 Jack Robinson, leikmaður Sheffield, ætlaði heldur betur að láta finna fyrir sér og endaði með því að tækla Jóhann illa eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Dyche ræddi atvikið við vefsíðu Burnley að leik loknum. „Ég sagði við Chris Wilder [stjóra Sheffield United] á meðan leik stóð að þetta hafi verið eðlileg tækling. Eftir á að hyggja á þetta samt að vera rautt spjald, svo einfalt er það. Leikurinn hefur breyst og þetta er ekki eðlileg tækling lengur.“ „Leikmenn mínir voru mjög óánægðir með tæklinguna þegar við fórum inn í klefa í hálfleik. Það sem mér þykir verst er að aðstoðardómarinn var ekki meira en fimm metra frá atvikinu og gerði ekkert í því, ekkert var dæmt,“ sagði Dyche einnig. SD on the foul on JBG pic.twitter.com/Lpg8G8O3dX— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 „Það verður að vera jafnvægi í dómgæslunni. Í úrvalsdeildinni detta menn niður við hvað sem er en í kvöld höfðu þeir rangt fyrir sér og við misstum leikmann meiddan af velli. Það er ljóst að þetta verða meira en nokkrir daga hjá Jóhanni Berg. Við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann varð fyrir tæklingunni og það boðar aldrei gott,“ sagði svartsýnn Dyche að lokum. Jóhann Berg hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann meiddist illa á kálfa á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var til að mynda aðeins í byrjunarliði Burnley sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann sleppti landsleikjum Íslands gegn Englandi og Danmörku til að æfa betur með liði sínu og reyna vinna sæti sitt í byrjunarliði Burnley til baka. Nú er óvíst hvort hann verði leikfær er Ísland mætir Rúmeníu þann 8. október í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48 Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48
Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55