Eigandi skemmtistaða vill lengja opnunartímann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2020 12:55 Arnar Þór Gíslason, eigandi skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur, telur að lengri opnunartími myndi minnka smithættu. Vísir/Vilhelm Eigandi fjölda skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni við rakningu nýuppkominna smita. Hann segir augljóst mál að skertur opnunartími auki hættuna á smiti. Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Hann veltir fyrir sér hertum staðbundnum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Vill dreifa fjöldanum Arnar Þór Gíslason er eigandi Irishman, Lebowski, Kalda, Dönsku krárinnar og Enska barsins í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni að rekja smitin og einn staður hjá sér sé til skoðunar. En sömuleiðis fleiri staðir í miðbænum og matvöruverslanir. Engum stað hefur verið lokað og ekki gripið til aðgerða. Fólk hafi verið sent í skimun og eigi eftir að koma út úr prófunum. 32 smit hafa greinst undanfarna tvo daga á höfuðborgarsvæðinu. Arnar Þór segir hrikalegt að í hvert einasta skipti sem virðist birta til hjá rekstraraðilum vínveitingastaða þá komi bakslag. Augljóst sé í hans huga að skertur opnunartími til klukkan 23 hafi mikið að segja. Gríðarleg hópamyndun á kvöldin auki smithættuna verulega. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ segir Arnar Þór. Snúist ekki aðeins um gróða Skoðun Arnars Þórs er ekki ný af nálinni og má segja um bergmál að ræða frá rekstraraðilum í miðbænum sem greiða háa leigu en hafa farið varhluta vegna kórónuveirufaraldursins, samkomubanns og annarra takmarkana. „Það halda allir að við viljum bara græða. Það er ekki okkar markmið. Við viljum forðast hópamyndanir og vandræði,“ segir Arnar Þór. Hann biður fólk að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Krónunni og Bónus yrði lokað klukkan tvö á daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla,“ segir Arnar Þór. „Erum að skíttapa“ Aðspurður um þau rök að eftir því sem líði á kvöldin og drykkja eykst fari fólk að gleyma sér, sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum, segir hún þau algjöra vitleysu. „Við erum með dyraverði og gæslu sem passar fjölda og nálægðartakmarkanir. Löggan er ekkert að passa þetta, við erum að passa þetta,“ segir Arnar Þór. Hann fjölgi frekar mönnum á vaktinni ef opnunartími verði lengdur. Fólk dreifi sér þá betur yfir ákveðinn tíma. Fáir hafi lent jafnilla í faraldrinum og rekstraraðilar í miðbænum og starfsfólks staðanna. „Við getum alveg haldið tveggja metra eða metra regluna,“ segir Arnar Þór. Það leiði til meiri vinnutíma fyrir fólk og meiri launa. „Við fáum enga styrki, enga afslætti og greiðum sömu leigu,“ segir Arnar Þór. „Við erum að skíttapa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Eigandi fjölda skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni við rakningu nýuppkominna smita. Hann segir augljóst mál að skertur opnunartími auki hættuna á smiti. Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Hann veltir fyrir sér hertum staðbundnum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Vill dreifa fjöldanum Arnar Þór Gíslason er eigandi Irishman, Lebowski, Kalda, Dönsku krárinnar og Enska barsins í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni að rekja smitin og einn staður hjá sér sé til skoðunar. En sömuleiðis fleiri staðir í miðbænum og matvöruverslanir. Engum stað hefur verið lokað og ekki gripið til aðgerða. Fólk hafi verið sent í skimun og eigi eftir að koma út úr prófunum. 32 smit hafa greinst undanfarna tvo daga á höfuðborgarsvæðinu. Arnar Þór segir hrikalegt að í hvert einasta skipti sem virðist birta til hjá rekstraraðilum vínveitingastaða þá komi bakslag. Augljóst sé í hans huga að skertur opnunartími til klukkan 23 hafi mikið að segja. Gríðarleg hópamyndun á kvöldin auki smithættuna verulega. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ segir Arnar Þór. Snúist ekki aðeins um gróða Skoðun Arnars Þórs er ekki ný af nálinni og má segja um bergmál að ræða frá rekstraraðilum í miðbænum sem greiða háa leigu en hafa farið varhluta vegna kórónuveirufaraldursins, samkomubanns og annarra takmarkana. „Það halda allir að við viljum bara græða. Það er ekki okkar markmið. Við viljum forðast hópamyndanir og vandræði,“ segir Arnar Þór. Hann biður fólk að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Krónunni og Bónus yrði lokað klukkan tvö á daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla,“ segir Arnar Þór. „Erum að skíttapa“ Aðspurður um þau rök að eftir því sem líði á kvöldin og drykkja eykst fari fólk að gleyma sér, sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum, segir hún þau algjöra vitleysu. „Við erum með dyraverði og gæslu sem passar fjölda og nálægðartakmarkanir. Löggan er ekkert að passa þetta, við erum að passa þetta,“ segir Arnar Þór. Hann fjölgi frekar mönnum á vaktinni ef opnunartími verði lengdur. Fólk dreifi sér þá betur yfir ákveðinn tíma. Fáir hafi lent jafnilla í faraldrinum og rekstraraðilar í miðbænum og starfsfólks staðanna. „Við getum alveg haldið tveggja metra eða metra regluna,“ segir Arnar Þór. Það leiði til meiri vinnutíma fyrir fólk og meiri launa. „Við fáum enga styrki, enga afslætti og greiðum sömu leigu,“ segir Arnar Þór. „Við erum að skíttapa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira