Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 10:52 Reykjalundur hefur síðustu vikur og mánuði sinnt endurhæfingu fyrir sjúklinga sem veikst hafa af Covid-19. Vísir/vilhelm Háskólanemi sem verið hefur í verknámi á Reykjalundi greindist í gær með kórónuveiruna. Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé, að því er fram kemur í tilkynningu frá Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar. Hluta af starfsemi Reykjalundar hefur nú verið lokað tímabundið í öryggisskyni vegna smitsins. Um tuttugu starfsmenn eru komnir í sóttkví og þá hafa skjólstæðingar sem hafa verið nálægt hinum smitaða verið látnir vita af stöðu mála. Þeir eru ýmist komnir í sóttkví eða munu ekki sækja Reykjalund næstu daga. Markvissir sóttvarnarverkferlar og -reglur hafa verið í gildi á Reykjalundi síðustu vikur og mánuði og því hefur ekki þurft að grípa til algerrar lokunar á starfseminni. Stjórnendur munu fylgjast grannt með stöðu mála og bregðast við eftir þörfum, að því er segir í tilkynningu. „Reykjalundur harmar þau óþægindi sem þetta kann að valda skjólstæðingum í mikilvægri meðferð, sem og starfsfólki sem málinu tengist. Jafnframt ber að þakka starfsfólki Reykjalundar og öðrum sem að málinu hafa komið, fyrir snör og markviss vinnubrögð sem vonandi hafa leitt til þess að búið er að ná eins góðum tökum á ástandinu og mögulegt er. Ljóst er að starfsemi Reykjalundar verður mjög takmörkuð næstu daga en í þessum málum verður að sýna varkárni, vandvirkni og vönduð vinnubrögð til að tryggja sem best hag skjólstæðinga og allra annara sem tengjast Reykjalund,“ segir í tilkynningu forstjórans. Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19. Í ágúst höfðu tæplega tuttugu einstaklingar nýtt sér slíka endurhæfingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Háskólanemi sem verið hefur í verknámi á Reykjalundi greindist í gær með kórónuveiruna. Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé, að því er fram kemur í tilkynningu frá Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar. Hluta af starfsemi Reykjalundar hefur nú verið lokað tímabundið í öryggisskyni vegna smitsins. Um tuttugu starfsmenn eru komnir í sóttkví og þá hafa skjólstæðingar sem hafa verið nálægt hinum smitaða verið látnir vita af stöðu mála. Þeir eru ýmist komnir í sóttkví eða munu ekki sækja Reykjalund næstu daga. Markvissir sóttvarnarverkferlar og -reglur hafa verið í gildi á Reykjalundi síðustu vikur og mánuði og því hefur ekki þurft að grípa til algerrar lokunar á starfseminni. Stjórnendur munu fylgjast grannt með stöðu mála og bregðast við eftir þörfum, að því er segir í tilkynningu. „Reykjalundur harmar þau óþægindi sem þetta kann að valda skjólstæðingum í mikilvægri meðferð, sem og starfsfólki sem málinu tengist. Jafnframt ber að þakka starfsfólki Reykjalundar og öðrum sem að málinu hafa komið, fyrir snör og markviss vinnubrögð sem vonandi hafa leitt til þess að búið er að ná eins góðum tökum á ástandinu og mögulegt er. Ljóst er að starfsemi Reykjalundar verður mjög takmörkuð næstu daga en í þessum málum verður að sýna varkárni, vandvirkni og vönduð vinnubrögð til að tryggja sem best hag skjólstæðinga og allra annara sem tengjast Reykjalund,“ segir í tilkynningu forstjórans. Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19. Í ágúst höfðu tæplega tuttugu einstaklingar nýtt sér slíka endurhæfingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira