Innlent

Allt með nokkuð kyrrum kjörum í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Húsavík, við Skjálfanda.
Húsavík, við Skjálfanda. Vísir/Vilhelm

Allt var með nokkuð kyrrum kjörum norðanlands í nótt eftir stóru skjálfta gærdagsins. Nokkuð var um minni skjálfta, en enginn þeirra mældist stærri en 1,5.

Skjálfti 4,6 að stærð varð um 30 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 14:51 í gær. Bárust fjölda tilkynninga um að skjálftinn hafi fundist á Norðurlandi, en nokkrir eftir skjálftar fylgdu svo í kjölfarið.

Klukkan 17:06 í gær mældist svo annar skjálfti á sama stað af stærðinni 4,0.


Tengdar fréttir

Hvetur Hús­víkinga til að huga að skjálfta­vörnum

Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×