Afi og heilsugæslan Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2020 07:30 Margir eldri borgarar eru skjólstæðingar fleiri en eins sérfræðilæknis á sama tíma vegna fjölþætts heilsufarsvanda. Sérfræðilæknar sinna sinni sérgrein en þeim er ekki ætlað að hafa þá heildaryfirsýn sem heilsugæslunni er ætlað að hafa yfir alla heilsufarssögu sinna skjólstæðinga. Við innlögn á sjúkrahús kemur til dæmis of oft í ljós að hægt væri að komast af með færri lyf með betri árangri og færri aukaverkunum ef vel og reglulega væri farið yfir allar lyfjaávísanir viðkomandi sjúklings. Það kemur líka alltof oft í ljós hve lítið aldraðir og aðstandendur þeirra vita um alla þá góðu og fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgarar eiga möguleika á að fá frá heimahjúkrun og félagsþjónustu sveitarfélaganna. Þjónustu sem hjálpar fólki til að búa sem lengst á eigin heimili. Hafandi starfað lengi og víða við hjúkrun eldri borgara er mín skoðun að ætli heilbrigðiskerfið að veita þessum dýrmæta hópi góða heildræna þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, þar með talið fyrirbyggjandi þjónustu, þurfa allir eldri borgarar að vera skráðir á heilsugæslustöð þar sem þeir hafa fastan heilsugæslulækni og geta líka nýtt sér annað starfsfólk heilsugæslunnar. Og að mínu mati er árleg heimsókn á heilsugæsluna skynsamleg fyrir alla eldri borgara 70 ára og eldri þar sem mældur er blóðþrýstingur og blóðsykur, mæld þyngd og teknar almennar blóðprufur hafi þær ekki verið teknar annars staðar á árinu. Slíkt eftirlit gæti verið staðlað, amk fyrsta heimsókn, en læknir viðkomandi gæti að sjálfsögðu bætt við því sem hann teldi æskilegt í hverju tilviki. Niðurstöðum væri fylgt eftir í viðtali við heilsugæslulækninn sem færi yfir lyfjanotkun og rannsóknaniðurstöður. Í slíku árlegu eftirliti væri líka tækifæri til að kynnast öðru starfsfólki heilsugæslustöðvarinnar. Fá upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að fá frá ríki- og sveitarfélögum í formi heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu, hvíldarinnlagna eða dagdeilda þegar og ef sú staða væri hjá viðkomandi sjúklingi að hann gæti farið að þurfa slíka þjónustu. Einnig hvaða hjálpartæki gætu komið að gagni og hvernig niðurgreiðslu þeirra er háttað. Oft getur reynst aðstandendum mjög erfitt að vekja máls á að þörf sé á aðstoð eða hjálpartækjum inn á heimilið og eðlilegt að slíkt sé kynnt og sótt um á heilsugæslunni. Einnig mætti benda fólki á þjónustu sem hægt er að kaupa af einkafyrirtækjum og nægir þar að nefna lyfjaskömmtun og heimsendingar ýmiss konar. En hefur heilsugæslan bolmagn í það sem hér er lagt til ? Ef svo er ekki tel ég fjármagni ekki skipt með hagkvæmnina í huga og hvet eldri borgara til að láta á það reyna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár-öldrunarráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Margir eldri borgarar eru skjólstæðingar fleiri en eins sérfræðilæknis á sama tíma vegna fjölþætts heilsufarsvanda. Sérfræðilæknar sinna sinni sérgrein en þeim er ekki ætlað að hafa þá heildaryfirsýn sem heilsugæslunni er ætlað að hafa yfir alla heilsufarssögu sinna skjólstæðinga. Við innlögn á sjúkrahús kemur til dæmis of oft í ljós að hægt væri að komast af með færri lyf með betri árangri og færri aukaverkunum ef vel og reglulega væri farið yfir allar lyfjaávísanir viðkomandi sjúklings. Það kemur líka alltof oft í ljós hve lítið aldraðir og aðstandendur þeirra vita um alla þá góðu og fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgarar eiga möguleika á að fá frá heimahjúkrun og félagsþjónustu sveitarfélaganna. Þjónustu sem hjálpar fólki til að búa sem lengst á eigin heimili. Hafandi starfað lengi og víða við hjúkrun eldri borgara er mín skoðun að ætli heilbrigðiskerfið að veita þessum dýrmæta hópi góða heildræna þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, þar með talið fyrirbyggjandi þjónustu, þurfa allir eldri borgarar að vera skráðir á heilsugæslustöð þar sem þeir hafa fastan heilsugæslulækni og geta líka nýtt sér annað starfsfólk heilsugæslunnar. Og að mínu mati er árleg heimsókn á heilsugæsluna skynsamleg fyrir alla eldri borgara 70 ára og eldri þar sem mældur er blóðþrýstingur og blóðsykur, mæld þyngd og teknar almennar blóðprufur hafi þær ekki verið teknar annars staðar á árinu. Slíkt eftirlit gæti verið staðlað, amk fyrsta heimsókn, en læknir viðkomandi gæti að sjálfsögðu bætt við því sem hann teldi æskilegt í hverju tilviki. Niðurstöðum væri fylgt eftir í viðtali við heilsugæslulækninn sem færi yfir lyfjanotkun og rannsóknaniðurstöður. Í slíku árlegu eftirliti væri líka tækifæri til að kynnast öðru starfsfólki heilsugæslustöðvarinnar. Fá upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að fá frá ríki- og sveitarfélögum í formi heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu, hvíldarinnlagna eða dagdeilda þegar og ef sú staða væri hjá viðkomandi sjúklingi að hann gæti farið að þurfa slíka þjónustu. Einnig hvaða hjálpartæki gætu komið að gagni og hvernig niðurgreiðslu þeirra er háttað. Oft getur reynst aðstandendum mjög erfitt að vekja máls á að þörf sé á aðstoð eða hjálpartækjum inn á heimilið og eðlilegt að slíkt sé kynnt og sótt um á heilsugæslunni. Einnig mætti benda fólki á þjónustu sem hægt er að kaupa af einkafyrirtækjum og nægir þar að nefna lyfjaskömmtun og heimsendingar ýmiss konar. En hefur heilsugæslan bolmagn í það sem hér er lagt til ? Ef svo er ekki tel ég fjármagni ekki skipt með hagkvæmnina í huga og hvet eldri borgara til að láta á það reyna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár-öldrunarráðgjöf.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun