Innlent

Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Upptök sjálftans voru þar sem græna stjarnan til hægri er staðsett.
Upptök sjálftans voru þar sem græna stjarnan til hægri er staðsett. Mynd/Veðurstofa

Jarðskjálfi að  stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis.

Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar reið skjálftinn yfir klukkan 14.52 og upptök hans voru 6,8 kílómetrar suðaustur af Flatey. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Jarðskjálftinn fannst vel á Húsavík og á Akureyri. Þá hringdi íbúi á Dalvík inn á fréttastofu sem sagðist hafa þurft að halda í sjónvarpið á heimili sínu svo það myndi ekki hrynja í gólfið.

Skjálftinn var nokkuð stuttur en snarpur. Reikna má með að skjálftinn sé áframhald á þeirri skjálftavirkni sem hófst í sumar á svæðinu.

ATH: Fyrstu tölur bentu til að skjálftinn hafi verið 4,8 að stærð. Veðurstofan segir nú að hann hafi verið 4,6 að stærð. Fyrirsögn og texti fréttarinnar hefur verið uppfærður til samræmis við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×