Íslenski boltinn

Allt lekur inn hjá Árna og eggjasamlíkingin sem enginn skilur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, hefur ekki átt sitt besta tímabil í sumar.
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, hefur ekki átt sitt besta tímabil í sumar. vísir/bára

Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, hefur verið mistækur í sumar eins og farið var yfir í Pepsi Max stúkunni í gær.

„Þetta er töluvert af mistökum sem hann Árni hefur gert. Hann hefur fengið á sig mörg mörk fyrir utan teig,“ sagði Hjörvar Hafliðason. 

„Þetta er búið að leka inn hjá honum í sumar og hefur alls ekki verið nógu gott,“ bætti Hjörvar við. ÍA hefur fengið á sig 32 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Aðeins botnlið Fjölnis hefur fengið á sig fleiri mörk (34).

Hjörvar velti því svo upp hvort það væri gott eða slæmt fyrir markverði að vera ekki með neina samkeppni.

„Hannes Þór Halldórsson hefur oft talað um þetta við mig. Honum finnst betra að vera með varamarkvörð sem er langt frá honum og á ekki séns í hann. Eins og hjá Val í fyrra, þegar hann spilaði illa, var alltaf umræða af hverju Anton Ari [Einarsson] fengi ekki að spila. Mörgum líður betur ef þeir vita að þeir séu bara númer eitt,“ sagði Hjörvar og vísaði svo í stórfurðulega samlíkingu.

„Einn þjálfari sagði að taka markvörð úr markinu væri eins og að harðsjóða egg sem er ömurleg samlíking. Hann vildi meina að það væri ekki hægt að linsjóða það til baka. Ég veit ekki hvort þú skilur þetta. Ég skildi þetta aldrei.“

Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Árna Snæ

Tengdar fréttir

Valgeir Lunddal orðaður við Strömsgödet

Norska félagið Strømsgodset er nýbúið að festa kaup á Valdimar Þór Ingimundarsyni og stefna á að næla í annan íslenskan leikmann. Það ku vera Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×