Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Anton Ingi Leifsson skrifar 12. september 2020 14:34 Kristófer í viðtalinu. vísir/skjáskot Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. Kristófer skrifaði í gær undir samning við Val eftir að hann yfirgaf herbúðir uppeldisfélagsins KR. Kristófer yfirgaf herbúðir KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa. Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR. Hann ræddi um félagaskiptin við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag og um ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir Vals. „Það er margt sem spilar inn í. Það er gott fólk hérna og ég hef áður spilað með Jóni [Arnóri Stefánssyni] og Pavel [Ermolinskij]. Það var ekki mikill tími til að hugsa mig um þannig séð svo ég þurfti að fylgja þessari tilfinningu sem ég fann,“ sagði Kristófer. Jón Arnór og Pavel voru liðsfélagar hans í KR. Vill vera hluti af uppbyggingu Vals „Ég veit að það hefur verið mikil uppbygging síðustu ár og margt spennandi í gangi hérna. Ég vildi fá að vera partur af því.“ Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í körfuboltanum í þrjátíu ár og Kristófer segir að það sé fínt að það verði pressa á þeim. „Það verður væntanlega meiri pressa en það hefur verið áður. Fólk er þá meira spennt að það sé að koma alvara í þetta. Það hefur verið uppbygging en núna vilja þeir sprengja upp. Það verður gaman að sjá og þetta er stór áskorun.“ „Það eru margir í hópnum sem eru með reynslu og eru vanir og þá held ég að það sé gott að koma inn í þetta og ná að halda áfram að byggja þetta upp.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kristófer hjá KR og hann mun nú aftur þjálfa hann, en nú hjá Val. „Það spilaði mikið inn í. Það voru líka aðrir þjálfarar sem maður hefði viljað spila fyrir og prófa nýtt en þegar öllu var á botninn á hvolft þá var það Finnur sem togaði mann yfir línuna.“ Flest lið deildarinnar höfðu samband Kristófer segir að flest lið deildarinnar hafi haft samband við hann til að ræða möguleg félagaskipti. „Ég held að það hafi öll liðin nema tvö eða þrjú sem höfðu samband og það kom mér á óvart því ég geri mér grein fyrir ástandinu í samfélaginu og hvað þetta er að gerast seint. Ég var ánægður með áhugann,“ segir Kristófer. „Valur er nálægt mér og það var erfitt að taka þessa ákvörðun svona snöggt. Ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma svo ég ákvað að fara þangað sem er ekki mjög langt frá mínu heimili.“ Hann segir þá að ferlið hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég rifti samningi fyrir þremur vikum síðan og þá byrjuðu viðræðurnar eftir að ég var búinn að slíta mig frá KR. Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem er enn í gangi. Varðandi að koma hingað yfir þá var það ekkert of langt en þetta er ekkert gert á einum degi,“ en KR-ingar eru ekki sagðir ánægðir með vistaskipti hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og það er erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. Ég hef ekkert slæmt að segja um KR en það var kominn tími á breytingu og ég vissi það innst inni að ég yrði ekki ánægður ef ég yrði þarna áfram.“ „Það er bara eitthvað sem er verið að díla við og það er alltaf hollt að breyta til. Prófa gera eitthvað nýtt,“ sagði Kristófer. Klippa: Sportpakkinn - Kristófer Acox Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. Kristófer skrifaði í gær undir samning við Val eftir að hann yfirgaf herbúðir uppeldisfélagsins KR. Kristófer yfirgaf herbúðir KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa. Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR. Hann ræddi um félagaskiptin við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag og um ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir Vals. „Það er margt sem spilar inn í. Það er gott fólk hérna og ég hef áður spilað með Jóni [Arnóri Stefánssyni] og Pavel [Ermolinskij]. Það var ekki mikill tími til að hugsa mig um þannig séð svo ég þurfti að fylgja þessari tilfinningu sem ég fann,“ sagði Kristófer. Jón Arnór og Pavel voru liðsfélagar hans í KR. Vill vera hluti af uppbyggingu Vals „Ég veit að það hefur verið mikil uppbygging síðustu ár og margt spennandi í gangi hérna. Ég vildi fá að vera partur af því.“ Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í körfuboltanum í þrjátíu ár og Kristófer segir að það sé fínt að það verði pressa á þeim. „Það verður væntanlega meiri pressa en það hefur verið áður. Fólk er þá meira spennt að það sé að koma alvara í þetta. Það hefur verið uppbygging en núna vilja þeir sprengja upp. Það verður gaman að sjá og þetta er stór áskorun.“ „Það eru margir í hópnum sem eru með reynslu og eru vanir og þá held ég að það sé gott að koma inn í þetta og ná að halda áfram að byggja þetta upp.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kristófer hjá KR og hann mun nú aftur þjálfa hann, en nú hjá Val. „Það spilaði mikið inn í. Það voru líka aðrir þjálfarar sem maður hefði viljað spila fyrir og prófa nýtt en þegar öllu var á botninn á hvolft þá var það Finnur sem togaði mann yfir línuna.“ Flest lið deildarinnar höfðu samband Kristófer segir að flest lið deildarinnar hafi haft samband við hann til að ræða möguleg félagaskipti. „Ég held að það hafi öll liðin nema tvö eða þrjú sem höfðu samband og það kom mér á óvart því ég geri mér grein fyrir ástandinu í samfélaginu og hvað þetta er að gerast seint. Ég var ánægður með áhugann,“ segir Kristófer. „Valur er nálægt mér og það var erfitt að taka þessa ákvörðun svona snöggt. Ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma svo ég ákvað að fara þangað sem er ekki mjög langt frá mínu heimili.“ Hann segir þá að ferlið hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég rifti samningi fyrir þremur vikum síðan og þá byrjuðu viðræðurnar eftir að ég var búinn að slíta mig frá KR. Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem er enn í gangi. Varðandi að koma hingað yfir þá var það ekkert of langt en þetta er ekkert gert á einum degi,“ en KR-ingar eru ekki sagðir ánægðir með vistaskipti hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og það er erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. Ég hef ekkert slæmt að segja um KR en það var kominn tími á breytingu og ég vissi það innst inni að ég yrði ekki ánægður ef ég yrði þarna áfram.“ „Það er bara eitthvað sem er verið að díla við og það er alltaf hollt að breyta til. Prófa gera eitthvað nýtt,“ sagði Kristófer. Klippa: Sportpakkinn - Kristófer Acox
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54
KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28
Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38
Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03