Upplýsa þurfi konur af erlendum uppruna um tilvist Kvennaathvarfsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 11:24 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Vísir Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra athvarfsins segir það alvarlegt og telur að upplýsa þurfi fólk af erlendum uppruna um athvarfið við komuna hingað til lands. „Þær vissu ekki að það væri athvarf og þær vissu ekki að þær gætu komið. Í einhverjum tilfellum var gerandinn búinn að segja þeim að Kvennaathvarfið væri bara fyrir konur í neyslu og konur sem væru geðveikar og nýttu sér þannig þekkingarleysi kvennanna,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, í samtali við fréttastofu. Í rannsókninni var talað við tíu konur af erlendum uppruna sem dvalið höfðu í kvennaathvarfinu á tímabilinu 1. ágúst 2019 til 29. febrúar 2020. Níu þeirra voru beittar andlegum ofbeldi, átta líkamlegu ofbeldi og sjö fjárhagslegu ofbeldi. Sex þeirra áttu börn og sögðu þrjár mæðranna að ofbeldið hafi beinst beint eða óbeint að börnunum. Öll börn þessara kvenna voru með í dvöl í athvarfinu. Helmingur ofbeldismanna erlendra kvenna íslenskir Þrjár kvennanna höfðu fengið morðhótun, fjórar verið beittar kynferðislegu ofbeldi, þrjár höfðu verið teknar kyrkingartaki, þrjár orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ein hafði upplifað eltihrelli. Allir gerendurnir voru karlar og í tilfellum sex kvennanna var gerandi núverandi eiginmaður. Einn var kærasti, einn fyrrverandi kærasti, einn sambýlismaður og einn var fyrrverandi sambýlismaður. Fimm gerendanna voru af íslenskum uppruna og fimm af erlendum. „Af hverju er ekki hægt að hafa eitthvað kerfi þegar fólk kemur hingað til lands að það þurfi að fræðast um úrræðin sem eru í boði og hvað megi og megi ekki hér á landi. Þetta væri svo mikil forvörn,“ segir Drífa. Hún segir eðlilegt að upplýsa fólk af erlendum uppruna um það sem tíðkast hér á landi. Það sé ekki sjálfgefið að fólk viti hvað megi og megi ekki hér. „Fólk af erlendum uppruna hefur sína menningu og viðhorf og það verður að taka tillit til þess þegar fólk kemur hingað og segja þeim að hér séu mögulega önnur viðhorf.“ Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30 Afhentu Kvennaathvarfinu yfir 1,4 milljón til baráttunnar gegn heimilisofbeldi 10. júní 2020 15:00 Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra athvarfsins segir það alvarlegt og telur að upplýsa þurfi fólk af erlendum uppruna um athvarfið við komuna hingað til lands. „Þær vissu ekki að það væri athvarf og þær vissu ekki að þær gætu komið. Í einhverjum tilfellum var gerandinn búinn að segja þeim að Kvennaathvarfið væri bara fyrir konur í neyslu og konur sem væru geðveikar og nýttu sér þannig þekkingarleysi kvennanna,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, í samtali við fréttastofu. Í rannsókninni var talað við tíu konur af erlendum uppruna sem dvalið höfðu í kvennaathvarfinu á tímabilinu 1. ágúst 2019 til 29. febrúar 2020. Níu þeirra voru beittar andlegum ofbeldi, átta líkamlegu ofbeldi og sjö fjárhagslegu ofbeldi. Sex þeirra áttu börn og sögðu þrjár mæðranna að ofbeldið hafi beinst beint eða óbeint að börnunum. Öll börn þessara kvenna voru með í dvöl í athvarfinu. Helmingur ofbeldismanna erlendra kvenna íslenskir Þrjár kvennanna höfðu fengið morðhótun, fjórar verið beittar kynferðislegu ofbeldi, þrjár höfðu verið teknar kyrkingartaki, þrjár orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ein hafði upplifað eltihrelli. Allir gerendurnir voru karlar og í tilfellum sex kvennanna var gerandi núverandi eiginmaður. Einn var kærasti, einn fyrrverandi kærasti, einn sambýlismaður og einn var fyrrverandi sambýlismaður. Fimm gerendanna voru af íslenskum uppruna og fimm af erlendum. „Af hverju er ekki hægt að hafa eitthvað kerfi þegar fólk kemur hingað til lands að það þurfi að fræðast um úrræðin sem eru í boði og hvað megi og megi ekki hér á landi. Þetta væri svo mikil forvörn,“ segir Drífa. Hún segir eðlilegt að upplýsa fólk af erlendum uppruna um það sem tíðkast hér á landi. Það sé ekki sjálfgefið að fólk viti hvað megi og megi ekki hér. „Fólk af erlendum uppruna hefur sína menningu og viðhorf og það verður að taka tillit til þess þegar fólk kemur hingað og segja þeim að hér séu mögulega önnur viðhorf.“
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30 Afhentu Kvennaathvarfinu yfir 1,4 milljón til baráttunnar gegn heimilisofbeldi 10. júní 2020 15:00 Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30
Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54