Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2020 20:01 Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna. Vísir Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. Barnamálaráðherra segist treysta dómsmálaráðherra til að vinna fram úr málinu. Fjölskyldan kom til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi. Fjölskyldan hefur dvalið hér í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur á miðvikudag í næstu vikur hefur tekið mjög á börnin. Tvö elstu eru í fimmta og sjöunda bekk í Háaleitisskóla á Ásbrú, næst yngsti strákurinn var að byrja í fyrsta bekk og sá yngsti er á leikskóla. „Þau hafa verið hér tvö eldri systkinin í tvö ár, mætt hér kát og glöð og dugmikil til verka. Þau hafa lagt rækt við íslenska tungu að læra hana vel og það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þau séu rifinn burt frá þessu umhverfi sem þau eru orðin svo mikill partur af,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvort hann ætli að beita sér í málinu. Sagði hann að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að gæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi ekki heimild til að beita sér í einstökum málum, kærunefnd Útlendingamála sér sjálfstæður úrskurðarálili. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta ekki rétt og vísar til þess að hún hafi áður beitt sér í álíka máli, nú síðast í febrúar þegar reglugerð var breytt vegna máls pakistanskrar fjölskyldu. „Ég get varla hugsað til þess að það komi til þessara framkvæmda á miðvikudaginn næsta. Við viljum auðvitað byggja hér upp barnvænlegt samfélag, við erum að stefna á að verða réttindaskóli Unicef, og það er klárt að mínu viti að verið er að brjóta á þeirra grundvallarmannréttindi og það er erfitt að sitja hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað,“ segir Friðþjófur. Hér má sjá viðtal við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hælisleitendur Mannréttindi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Réttindi barna Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. Barnamálaráðherra segist treysta dómsmálaráðherra til að vinna fram úr málinu. Fjölskyldan kom til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi. Fjölskyldan hefur dvalið hér í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur á miðvikudag í næstu vikur hefur tekið mjög á börnin. Tvö elstu eru í fimmta og sjöunda bekk í Háaleitisskóla á Ásbrú, næst yngsti strákurinn var að byrja í fyrsta bekk og sá yngsti er á leikskóla. „Þau hafa verið hér tvö eldri systkinin í tvö ár, mætt hér kát og glöð og dugmikil til verka. Þau hafa lagt rækt við íslenska tungu að læra hana vel og það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þau séu rifinn burt frá þessu umhverfi sem þau eru orðin svo mikill partur af,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvort hann ætli að beita sér í málinu. Sagði hann að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að gæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi ekki heimild til að beita sér í einstökum málum, kærunefnd Útlendingamála sér sjálfstæður úrskurðarálili. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta ekki rétt og vísar til þess að hún hafi áður beitt sér í álíka máli, nú síðast í febrúar þegar reglugerð var breytt vegna máls pakistanskrar fjölskyldu. „Ég get varla hugsað til þess að það komi til þessara framkvæmda á miðvikudaginn næsta. Við viljum auðvitað byggja hér upp barnvænlegt samfélag, við erum að stefna á að verða réttindaskóli Unicef, og það er klárt að mínu viti að verið er að brjóta á þeirra grundvallarmannréttindi og það er erfitt að sitja hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað,“ segir Friðþjófur. Hér má sjá viðtal við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hælisleitendur Mannréttindi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Réttindi barna Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51
Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30
„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29