Drusla Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 10. september 2020 08:00 Mikið hefur verið rætt um mál ensku landsliðsmannanna sem brutu reglur um sóttkví er þeir fengu heimsókn frá tveimur íslenskum stúlkum upp á hótel til sín um liðna helgi. Ekki nóg með að þeir væru í keppnisferð með enska landsliðinu hér á landi heldur er annar leikmaðurinn í sambandi og á barn. Ég held að við séum öll sammála um að stúlkurnar tvær sýndu dómgreindarleysi þegar þær fóru á fund við leikmennina á sunnudagskvöldið. En hey, við höfum öll verið tvítug og gert ýmislegt sem við erum ekki stolt af. Auk þess voru leikmennirnir í sóttkví en ekki þær og brutu þeir því sóttvarnarreglur með því að bjóða stúlkunum í heimsókn. Glæpurinn er þeirra. Stúlkurnar fóru sem sagt og hittu fótboltamennina en fram hefur komið að þær hafi ekki vitað að þeir væru í sóttkví. Ef sætur strákur byði mér í partý upp á hótelherbergi væri fyrsta spurningin líklega ekki: „ertu í sóttkví?“ heldur miklu frekar: „á hvaða hóteli ertu og á ég að koma með snakk?“ Ég hefði líklega ekki lagt saman tvo og tvo og fengið út að viðkomandi væri í sóttkví. Virkir í athugasemdum eru hins vegar svo fullkomnir að þeir hefðu brugðist hárrétt við í þessum aðstæðum sem og öðrum. Umræðan um þetta mál síðustu daga hefur verið yfirgengileg. Dómharkan, sleggjudómarnir og skítkastið sem stúlkurnar hafa fengið yfir sig í athugasemdakerfum netmiðlana er viðkomandi til háborinnar skammar. Þær hafa verið kallaðar druslur og hórur. Auk þess að vera sakaðar um að stunda vændi. Og af hverju? Jú, þær frömdu víst þann stórkostlega glæp að hitta stráka á hóteli. Þetta viðhorf er ekki eingöngu að finna í netheimum þó svo að niðurrifsstarfsemi nútímans fari að mestu fram þar. Samfélagið allt hefur lengi litið á það sem alvarlegan glæp að íslenskar konur eigi samneyti við menn af erlendu bergi brotnir. Sérstaklega ef erlendu mennirnir eru þekktir og hafa birst á síðum glans tímaritanna. Eða tilheyra erlendum her líkt og á tímum ástandsins. Ef slíkt spyrst út fá konur á sig hinn alræmda stimpil: Drusla. Hins vegar gleymist að það þarf tvo til þegar kynlíf er stundað og sleppa strákarnir merkilega létt við drusluumræðuna. Og hinn óþolandi druslustimpil. Strákarnir eru hetjur ef þeir eru með mörgum konum en stelpurnar druslur ef þær leika sama leik. Þetta stef ómar nú sem aldrei fyrr í athugasemdakerfum netmiðlana. Þar eru stúlkurnar sem hittu ensku landsliðsmennina kallaðar öllum illum nöfnum. Þeir sem eru hvað háværastir í þeirri umræðu er fullorðið fólk sem tjáir sig um tvær ungar stúlkur, sem það þekkir ekki neitt, á þann hátt að öllu venjulegu fólki ofbýður. Fullorðið fólk sem hlýtur að vera svo fullkomið að það hefur aldrei gert neitt án þess að hugsa eða var heimskulegt þegar á hólminn var komið. Orðin sem hafa verið notuð um stúlkurnar tvær segir meira um innræti virkra í athugasemdum en nokkuð annað. Höfundur er félagsfræðingur og hefur starfað við blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um mál ensku landsliðsmannanna sem brutu reglur um sóttkví er þeir fengu heimsókn frá tveimur íslenskum stúlkum upp á hótel til sín um liðna helgi. Ekki nóg með að þeir væru í keppnisferð með enska landsliðinu hér á landi heldur er annar leikmaðurinn í sambandi og á barn. Ég held að við séum öll sammála um að stúlkurnar tvær sýndu dómgreindarleysi þegar þær fóru á fund við leikmennina á sunnudagskvöldið. En hey, við höfum öll verið tvítug og gert ýmislegt sem við erum ekki stolt af. Auk þess voru leikmennirnir í sóttkví en ekki þær og brutu þeir því sóttvarnarreglur með því að bjóða stúlkunum í heimsókn. Glæpurinn er þeirra. Stúlkurnar fóru sem sagt og hittu fótboltamennina en fram hefur komið að þær hafi ekki vitað að þeir væru í sóttkví. Ef sætur strákur byði mér í partý upp á hótelherbergi væri fyrsta spurningin líklega ekki: „ertu í sóttkví?“ heldur miklu frekar: „á hvaða hóteli ertu og á ég að koma með snakk?“ Ég hefði líklega ekki lagt saman tvo og tvo og fengið út að viðkomandi væri í sóttkví. Virkir í athugasemdum eru hins vegar svo fullkomnir að þeir hefðu brugðist hárrétt við í þessum aðstæðum sem og öðrum. Umræðan um þetta mál síðustu daga hefur verið yfirgengileg. Dómharkan, sleggjudómarnir og skítkastið sem stúlkurnar hafa fengið yfir sig í athugasemdakerfum netmiðlana er viðkomandi til háborinnar skammar. Þær hafa verið kallaðar druslur og hórur. Auk þess að vera sakaðar um að stunda vændi. Og af hverju? Jú, þær frömdu víst þann stórkostlega glæp að hitta stráka á hóteli. Þetta viðhorf er ekki eingöngu að finna í netheimum þó svo að niðurrifsstarfsemi nútímans fari að mestu fram þar. Samfélagið allt hefur lengi litið á það sem alvarlegan glæp að íslenskar konur eigi samneyti við menn af erlendu bergi brotnir. Sérstaklega ef erlendu mennirnir eru þekktir og hafa birst á síðum glans tímaritanna. Eða tilheyra erlendum her líkt og á tímum ástandsins. Ef slíkt spyrst út fá konur á sig hinn alræmda stimpil: Drusla. Hins vegar gleymist að það þarf tvo til þegar kynlíf er stundað og sleppa strákarnir merkilega létt við drusluumræðuna. Og hinn óþolandi druslustimpil. Strákarnir eru hetjur ef þeir eru með mörgum konum en stelpurnar druslur ef þær leika sama leik. Þetta stef ómar nú sem aldrei fyrr í athugasemdakerfum netmiðlana. Þar eru stúlkurnar sem hittu ensku landsliðsmennina kallaðar öllum illum nöfnum. Þeir sem eru hvað háværastir í þeirri umræðu er fullorðið fólk sem tjáir sig um tvær ungar stúlkur, sem það þekkir ekki neitt, á þann hátt að öllu venjulegu fólki ofbýður. Fullorðið fólk sem hlýtur að vera svo fullkomið að það hefur aldrei gert neitt án þess að hugsa eða var heimskulegt þegar á hólminn var komið. Orðin sem hafa verið notuð um stúlkurnar tvær segir meira um innræti virkra í athugasemdum en nokkuð annað. Höfundur er félagsfræðingur og hefur starfað við blaðamennsku.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun