Unga landsliðskonan fékk að finna fyrir því: „Þú þarft að taka hana úr jafnvægi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 14:00 Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun ársins og hefur staðið sig mjög vel með Fylkisliðinu í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Bára Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna, fór yfir leik Fylkis og Þór/KA í síðustu umferð með sérfræðingum sínum Mist Rúnarsdóttur og Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Þór/KA í þessum leik og Pepsi Max mörk kvenna ákváðu að skoða það nánar. „Þetta er áhugavert. Var uppleggið hjá Þór/KA að koma Cecilíu úr jafnvægi? Arna fær gult fyrir að þvælast fyrir henni, Margrét fær rautt fyrir að þvælast fyrir henni og svo er hún keyrð niður af Örnu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Annað mark Þór/KA átti aldrei að standa því Arna Sif Ásgrímsdóttir keyrði þá greinilega niður Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir aukaspyrnu. Margrét Árnadóttir fékk líka rautt spjald eftir samskipti sín við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en stelpurnar sáu Cecilíu Rán þá komast upp með það að hefna sín. „Átti að taka fast á henni,“ spurði Helena Ólafsdóttir og benti á fyrrnefnd dæmi. „Ég myndi alltaf gera það. Ég myndi alltaf hlaupa í hana en vera bara kannski aðeins lúmskari en Arna. Auðvitað áttu að gera þetta. Hún er besti leikmaðurinn og þú þarft að taka hana úr jafnvægi. Þú þarf að gera eitthvað svo að hún hætti að verja,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem var vön því á sínum ferli að láta finna fyrir sér í teignum. „Ég heyrði líka í Fylkisbekknum og þau voru brjáluð og öskruðu: Dómari næst fylgist þú með markverðinum okkar í föstum leikatriðum. Hann virtist ekki gera það af því það er búið að gefa Örnu ‚soft' gult og rautt á Margréti. Svo leyfir hann þessu marki að standa. Mér finnst það ótrúlega skrýtið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Var uppleggið hjá Þór/KA að reyna að koma Cecilíu úr jafnvægi? FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna, fór yfir leik Fylkis og Þór/KA í síðustu umferð með sérfræðingum sínum Mist Rúnarsdóttur og Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Þór/KA í þessum leik og Pepsi Max mörk kvenna ákváðu að skoða það nánar. „Þetta er áhugavert. Var uppleggið hjá Þór/KA að koma Cecilíu úr jafnvægi? Arna fær gult fyrir að þvælast fyrir henni, Margrét fær rautt fyrir að þvælast fyrir henni og svo er hún keyrð niður af Örnu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Annað mark Þór/KA átti aldrei að standa því Arna Sif Ásgrímsdóttir keyrði þá greinilega niður Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir aukaspyrnu. Margrét Árnadóttir fékk líka rautt spjald eftir samskipti sín við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en stelpurnar sáu Cecilíu Rán þá komast upp með það að hefna sín. „Átti að taka fast á henni,“ spurði Helena Ólafsdóttir og benti á fyrrnefnd dæmi. „Ég myndi alltaf gera það. Ég myndi alltaf hlaupa í hana en vera bara kannski aðeins lúmskari en Arna. Auðvitað áttu að gera þetta. Hún er besti leikmaðurinn og þú þarft að taka hana úr jafnvægi. Þú þarf að gera eitthvað svo að hún hætti að verja,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem var vön því á sínum ferli að láta finna fyrir sér í teignum. „Ég heyrði líka í Fylkisbekknum og þau voru brjáluð og öskruðu: Dómari næst fylgist þú með markverðinum okkar í föstum leikatriðum. Hann virtist ekki gera það af því það er búið að gefa Örnu ‚soft' gult og rautt á Margréti. Svo leyfir hann þessu marki að standa. Mér finnst það ótrúlega skrýtið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Var uppleggið hjá Þór/KA að reyna að koma Cecilíu úr jafnvægi? FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira