Fótbolti

Jón Daði bað um treyju í fyrsta sinn

Sindri Sverrisson skrifar
Joe Gomez og Jón Daði Böðvarsson í leiknum á Laugardalsvelli á laugardaginn.
Joe Gomez og Jón Daði Böðvarsson í leiknum á Laugardalsvelli á laugardaginn. VÍSIR/GETTY

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson segir að sér finnist „hálfasnaleg tilhugsun“ að biðja mótherja um að skiptast á treyjum í leikslok en hann gerði undantekningu um síðustu helgi.

Mjög algengt er að andstæðingar skiptist á treyjum í lok fótboltaleikja og ljóst að margir eiga gott safn af treyjum. Jón Daði hefur hins vegar ekki áhuga á að safna þeim en þegar tækifærið bauðst til að fá treyju Harry Kane ákvað hann að nýta það.

Jón Daði og Kane léku báðir í landsleik Íslands og Englands síðasta laugardag, en Kane er fyrirliði enska liðsins sem vann 1-0 sigur. Þessi magnaði markaskorari Tottenham er greinilega í miklu uppáhaldi hjá Jóni Daða og Selfyssingurinn á nú treyjuna sem Kane spilaði í.

Jón Daði lék 90 mínútur gegn Englandi en var skipt af velli í uppbótartíma, og kom svo inn á sem varamaður á 70. mínútu í 5-1 tapinu gegn Belgíu í gærkvöld.

Kári Árnason togar í treyju Harry Kane en hann fékk ekki að eiga treyjuna.vísir/hulda margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×