Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 17:12 Björn Zoëga er forstjóri Karolinska. Karolinska Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. Hann telur þó að leiðin sem farin var hafi í það minnsta átt þátt í því að nú sé tekið að hægjast á útbreiðslu kórónuveirunnar í Svíþjóð. Þetta kom fram í viðtali við Björn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mín túlkun á því sem gerðist hérna í miðjunni á þessu öllu var að þetta hefði gerst svolítið óvart. Þetta gerðist hratt og það komu mjög margir veikir hratt hérna inn. Þess vegna var svolítið erfitt að bregðast við. Þá varð auðvitað að nýta stöðuna eins vel og hægt var,“ segir Björn. Hann segir þó að enginn í stöðu til að fara með stjórn viðbragða yfirvalda við faraldrinum hafi stigið opinberlega fram og skýrt frá því hvers vegna leiðin var farin í Svíþjóð. Svíar eru taldir hafa brugðist seint og illa við faraldrinum í samanburði við mörg önnur ríki, meðal annars með því að hafa haldið veitingastöðum, börum og öðru slíku opnu þrátt fyrir að kórónuveirusmit væru tekin að greinast í landinu. Alls hafa rúmlega 85.000 manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð og yfir 5.800 látist af völdum hennar. Þessar tölur eru talsvert hærri en í nágrannalöndum Svíþjóðar. Til samanburðar hafa rúmlega 11.000 manns greinst með veiruna í Noregi og 264 látist af völdum hennar, svo vitað sé. Margir hafa gagnrýnt sænsk yfirvöld, og þá sérstaklega Anders Tegnell, sóttvarnalæknir landsins. Tveggja metra regla en engin grímuskylda Björn segir að kórónuveiran hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi, í samanburði við önnur svæði Svíþjóðar. „Ég held að hún hafi, meðal annars, ekki breiðst út á öðrum stöðum vegna þess að þegar menn fóru að átta sig á því hvað þetta gerðist hratt hér í Stokkhólmi var farið út í þær aðgerðir sem eru enn í gangi. Að halda fjarlægð, minnka félagslegt samneyti og ýmislegt annað sem varð til þess að þetta breiddist ekkert svo mikið út á öðrum stöðum. Þannig að það virkaði á þeim stöðum,“ segir Björn, Hann segir þá að veiran hafi upphaflega borist til Svíþjóðar frá norðurhluta Ítalíu, þar sem fjöldinn allur af Svíum hafi í upphafi síðasta árs verið á skíðum. Svíar hafi því svipaða sögu að segja af upptökum faraldursins í heimalandi sínu og Íslendingar. Björn lýsir þá stöðunni í Svíþjóð og er hún um margt svipuð þeirri sem er uppi hér á landi. Ekki mega fleiri en 50 koma saman, halda verður tveggja metra fjarlægðartakmörk í heiðri og áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaleikjum. Hann segir þó að hvergi í landinu sé grímuskylda, nema þá í tengslum við flugsamgöngur. „Það er búið að opna háskólana aftur, og menntaskólana, því þeim var auðvitað lokað um það bil á sama tíma og á Íslandi. Það er gert mjög varlega og það er hvatt til að fólk sé ekki að nota opinberar samgöngur nema það þurfi á því að halda út af vinnunni.“ Björn segir að faraldurinn hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi.Mynd/Getty Ótímabært að fullyrða um ágæti sænsku leiðarinnar Björn segir þá að verulega hafi dregið úr tíðni dauðsfalla af völdum Covid-19 í Svíþjóð á undanförnum vikum. Aðspurður hvað veldur segir hann að útlit sé fyrir að það margir hafi sýkst í landinu á sínum tíma og þar af leiðandi orðið ónæmt að hægst hafi á útbreiðslu veirunnar. „Síðan er það að fólk er enn þá að passa sig og fer varlega.“ Björn segir þó ekki tímabært að fullyrða hvort sænska leiðin hafi verið sú rétta til að fara. „Ég held að þessi háa dánartíðni sem Svíarnir fengu hérna á sig í byrjun hafi verið að hluta til óheppni en að hluta til að þeir voru ekki nógu snöggir að vinna saman að ýmsum hlutum, til dæmis að vernda hjúkrunarheimilin og elliheimilin.“ Viðtalið við Björn í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. Hann telur þó að leiðin sem farin var hafi í það minnsta átt þátt í því að nú sé tekið að hægjast á útbreiðslu kórónuveirunnar í Svíþjóð. Þetta kom fram í viðtali við Björn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mín túlkun á því sem gerðist hérna í miðjunni á þessu öllu var að þetta hefði gerst svolítið óvart. Þetta gerðist hratt og það komu mjög margir veikir hratt hérna inn. Þess vegna var svolítið erfitt að bregðast við. Þá varð auðvitað að nýta stöðuna eins vel og hægt var,“ segir Björn. Hann segir þó að enginn í stöðu til að fara með stjórn viðbragða yfirvalda við faraldrinum hafi stigið opinberlega fram og skýrt frá því hvers vegna leiðin var farin í Svíþjóð. Svíar eru taldir hafa brugðist seint og illa við faraldrinum í samanburði við mörg önnur ríki, meðal annars með því að hafa haldið veitingastöðum, börum og öðru slíku opnu þrátt fyrir að kórónuveirusmit væru tekin að greinast í landinu. Alls hafa rúmlega 85.000 manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð og yfir 5.800 látist af völdum hennar. Þessar tölur eru talsvert hærri en í nágrannalöndum Svíþjóðar. Til samanburðar hafa rúmlega 11.000 manns greinst með veiruna í Noregi og 264 látist af völdum hennar, svo vitað sé. Margir hafa gagnrýnt sænsk yfirvöld, og þá sérstaklega Anders Tegnell, sóttvarnalæknir landsins. Tveggja metra regla en engin grímuskylda Björn segir að kórónuveiran hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi, í samanburði við önnur svæði Svíþjóðar. „Ég held að hún hafi, meðal annars, ekki breiðst út á öðrum stöðum vegna þess að þegar menn fóru að átta sig á því hvað þetta gerðist hratt hér í Stokkhólmi var farið út í þær aðgerðir sem eru enn í gangi. Að halda fjarlægð, minnka félagslegt samneyti og ýmislegt annað sem varð til þess að þetta breiddist ekkert svo mikið út á öðrum stöðum. Þannig að það virkaði á þeim stöðum,“ segir Björn, Hann segir þá að veiran hafi upphaflega borist til Svíþjóðar frá norðurhluta Ítalíu, þar sem fjöldinn allur af Svíum hafi í upphafi síðasta árs verið á skíðum. Svíar hafi því svipaða sögu að segja af upptökum faraldursins í heimalandi sínu og Íslendingar. Björn lýsir þá stöðunni í Svíþjóð og er hún um margt svipuð þeirri sem er uppi hér á landi. Ekki mega fleiri en 50 koma saman, halda verður tveggja metra fjarlægðartakmörk í heiðri og áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaleikjum. Hann segir þó að hvergi í landinu sé grímuskylda, nema þá í tengslum við flugsamgöngur. „Það er búið að opna háskólana aftur, og menntaskólana, því þeim var auðvitað lokað um það bil á sama tíma og á Íslandi. Það er gert mjög varlega og það er hvatt til að fólk sé ekki að nota opinberar samgöngur nema það þurfi á því að halda út af vinnunni.“ Björn segir að faraldurinn hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi.Mynd/Getty Ótímabært að fullyrða um ágæti sænsku leiðarinnar Björn segir þá að verulega hafi dregið úr tíðni dauðsfalla af völdum Covid-19 í Svíþjóð á undanförnum vikum. Aðspurður hvað veldur segir hann að útlit sé fyrir að það margir hafi sýkst í landinu á sínum tíma og þar af leiðandi orðið ónæmt að hægst hafi á útbreiðslu veirunnar. „Síðan er það að fólk er enn þá að passa sig og fer varlega.“ Björn segir þó ekki tímabært að fullyrða hvort sænska leiðin hafi verið sú rétta til að fara. „Ég held að þessi háa dánartíðni sem Svíarnir fengu hérna á sig í byrjun hafi verið að hluta til óheppni en að hluta til að þeir voru ekki nógu snöggir að vinna saman að ýmsum hlutum, til dæmis að vernda hjúkrunarheimilin og elliheimilin.“ Viðtalið við Björn í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent