Lögreglan hefði þurft frekari styrkingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2020 12:02 Fangelsið á Akureyri er í sama húsi og lögreglustöðin vísir/vilhelm Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri. Hún segist þó ánægð með að tekið hafið verið tillit til röksemda embættisins varðandi lokun fangelsisins. Í gær tilkynnti dómsmálaráðherra að tekin hafi verið ákvörðun um að loka fangelsinu. Ákvörðunin var upphaflega tekin í sumar en frestað eftir miklar mótbárur, víða úr samfélaginu. Einn bætist við útkallsvaktina Á sama tíma og fangelsið lokar verður húsnæðið þar sem það hefur verið til húsa endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á, auk þess sem að fjögur stöðugildi bætast við, líkt og fyrr segir. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra skrifar Páley örlítin pistil um breytingarnar og bendir þar á að boðuð aukning stöðugilda á svæðinu feli í sér að einum manni manni verði bætt við útkallsvakt lögreglu allan sólarhringinn, sem nemi 4 stöðugildum og kosti 62 milljónir króna. Um sé að ræða lágmarksstyringu samkvæmt áliti ríkislögreglustjóra. „Þegar ákvörðun var tekin í sumar var þessi styrking lögreglunnar ekki á borðinu og ekki hafði verið litið til þeirra áhrifa sem lokunin hefði á lögregluna á Norðurlandi eystra. Fjögur stöðugildi er það sem ríkislögreglustjóri taldi í áliti sínu vera lágmarks styrking. Áður hefur embættið bent á að til þess að sinna föngum þurfa tveir lögreglumenn að fara inn úr útkallsliði en skammtímavistanir hjá embættinu eru um 300 á ári og er sá fjöldi nokkuð stöðugur á milli ára. Lögreglan hefði því þurft frekari styrkingu,“ skrifar Páley. Sérsveitarmaðurinn þegar tekinn til starfa Þá sé það mikils virði fyrir rannsóknir embættisins að tryggja eigi fullnægjandi gæsluvarðhaldsúrræði á Akureyri sem fangelsismálastofnun mannar og lýsir embættið yfir ánægju sinni með það, að því er fram kemur í pistli Páleyjar. Þá bendir hún einnig á að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hafi hvað fæsta lögreglumenn á bakvið hverja þúsund íbúa eða 1,7, á sama tíma og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi 3,9 þrátt fyrir að það sé landfræðilega minna og stutt sé í aðstoð frá öðrum lögregluliðum, líkt og Páley kemst að orði. Þá bendir hún að ákvörðun um að fjölga í sérsveitarliði á svæðinu um einn starfsmann hafi ekki verið tekin í tengslum við ákvörðun um lokun fangelsins, sá maður hafi þegar hafið störf. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hafa bæði farið fram á það við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að nefndin komi saman til þess að ræða ákvörðunina. Bendir Anna á að ótækt sé að ákvörðunin um að loka fangelsinu sé tekin án aðkomu Alþingis. Lögreglan Akureyri Fangelsismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri. Hún segist þó ánægð með að tekið hafið verið tillit til röksemda embættisins varðandi lokun fangelsisins. Í gær tilkynnti dómsmálaráðherra að tekin hafi verið ákvörðun um að loka fangelsinu. Ákvörðunin var upphaflega tekin í sumar en frestað eftir miklar mótbárur, víða úr samfélaginu. Einn bætist við útkallsvaktina Á sama tíma og fangelsið lokar verður húsnæðið þar sem það hefur verið til húsa endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á, auk þess sem að fjögur stöðugildi bætast við, líkt og fyrr segir. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra skrifar Páley örlítin pistil um breytingarnar og bendir þar á að boðuð aukning stöðugilda á svæðinu feli í sér að einum manni manni verði bætt við útkallsvakt lögreglu allan sólarhringinn, sem nemi 4 stöðugildum og kosti 62 milljónir króna. Um sé að ræða lágmarksstyringu samkvæmt áliti ríkislögreglustjóra. „Þegar ákvörðun var tekin í sumar var þessi styrking lögreglunnar ekki á borðinu og ekki hafði verið litið til þeirra áhrifa sem lokunin hefði á lögregluna á Norðurlandi eystra. Fjögur stöðugildi er það sem ríkislögreglustjóri taldi í áliti sínu vera lágmarks styrking. Áður hefur embættið bent á að til þess að sinna föngum þurfa tveir lögreglumenn að fara inn úr útkallsliði en skammtímavistanir hjá embættinu eru um 300 á ári og er sá fjöldi nokkuð stöðugur á milli ára. Lögreglan hefði því þurft frekari styrkingu,“ skrifar Páley. Sérsveitarmaðurinn þegar tekinn til starfa Þá sé það mikils virði fyrir rannsóknir embættisins að tryggja eigi fullnægjandi gæsluvarðhaldsúrræði á Akureyri sem fangelsismálastofnun mannar og lýsir embættið yfir ánægju sinni með það, að því er fram kemur í pistli Páleyjar. Þá bendir hún einnig á að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hafi hvað fæsta lögreglumenn á bakvið hverja þúsund íbúa eða 1,7, á sama tíma og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi 3,9 þrátt fyrir að það sé landfræðilega minna og stutt sé í aðstoð frá öðrum lögregluliðum, líkt og Páley kemst að orði. Þá bendir hún að ákvörðun um að fjölga í sérsveitarliði á svæðinu um einn starfsmann hafi ekki verið tekin í tengslum við ákvörðun um lokun fangelsins, sá maður hafi þegar hafið störf. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hafa bæði farið fram á það við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að nefndin komi saman til þess að ræða ákvörðunina. Bendir Anna á að ótækt sé að ákvörðunin um að loka fangelsinu sé tekin án aðkomu Alþingis.
Lögreglan Akureyri Fangelsismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira