Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Liðin sem langar og vilja vera í toppbaráttunni (4.-7. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 9. september 2020 12:00 vísir/daníel/vilhelm/bára Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum á morgun, fimmtudaginn 10. september. Í fyrradag skoðuðum við þrjú neðstu liðin í spá okkar, í gær litum við á liðin sem berjast um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni og núna er komið að liðunum sem freista þess að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Að okkar mati munu bikarmeistarar ÍBV, Afturelding, Selfoss og Stjarnan berjast um sæti 4-7 í Olís-deildinni í vetur. Þau hafa samt væntanlega flest vonir og væntingar um að blanda sér í toppbaráttuna. Liðin hafa tekið mismiklum breytingum frá síðasta tímabili en eru nokkuð svipuð að getu. Það var því þrautinni þyngra að raða þeim í sæti. Patrekur Jóhannesson, nýr þjálfari Stjörnunnar, ásamt Einari og Björgvini Hólmgeirssonum sem munu aðstoða hann, innan vallar og utan.mynd/facebook-síða handknattleiksdeildar Stjörnunnar Stjarnan í 7. sæti: Sveiflar Patti töfrasprotanum í heimabænum? Fullt af nýjum leikmönnum eru komnir í Stjörnuna en stærstu fréttirnar eru þær að Patrekur Jóhannesson er kominn aftur til uppeldisfélagsins eftir áratugar fjarveru. Síðustu tvö liðin sem Patrekur hefur stýrt á hér á landi, Haukar og Selfoss, hafa orðið Íslandsmeistarar undir hans stjórn. Stjarnan er ekki á þeim stað eins og staðan er núna og raunar frekar langt frá því. Eftir að hafa flakkað milli deilda í nokkur ár hafa Stjörnumenn fest sig í sessi í Olís-deildinni. Þeir hafa þó þurft að gera sér miðjumoð að góðu undanfarin ár þrátt fyrir að hafa oft haft á sterku liði að skipa. Stjarnan komst þó í bikarúrslit á síðasta tímabili þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir ÍBV. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar frá því á síðasta tímabili. Liðið fékk tvo af bestu ungu leikmönnum deildarinnar, Hafþór Vignisson og Dag Gautason, efnilega stráka frá Fjölni, tvo nýja markverði og Björgvin Hólmgeirsson endurnýjaði kynnin við Stjörnuna. Sterkir leikmenn hafa yfirgefið Garðabæinn en liðið virðist samt vera öflugra en á síðasta tímabili. Patrekur ætlar að koma Stjörnunni í hæstu hæðir og hefur gefið sér þrjú ár til þess. Þolinmæði gæti reynst dyggð á þeirri vegferð. TM-höllin hefur verið eins og draugahús undanfarin ár og áhugi Garðbæinga á liðinu hefur nánast ekki verið neinn. Það gæti breyst með Patreki sem á að koma hleypa nýju lífi í starfið hjá Stjörnunni og láta hana skína. Hversu langt síðan að Stjarnan ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 21 ár (1999) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 5 ár (2015) ... kom upp í deildina: 4 ár (2016) Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 8. sæti í deildinni 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 9. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 9. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (2. sæti) 2012-13 B-deild (2. sæti) 2011-12 B-deild (3. sæti) Gengi Stjörnunnar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 B-deild 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild Stjarnan handbolti og Sixt skrifa undir samning Sjarnan og Sixt hafa framlengt samstarfi sínu og verður Sixt einn af...Posted by Stjarnan Handbolti on Föstudagur, 3. júlí 2020 HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 8. sæti (26,6) Skotnýting - 8. sæti (58,0%) Vítanýting - 3. sæti (84,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 6. sæti (59) Stoðsendingar í leik - 12. sæti (8,3) Tapaðir boltar í leik - 5. sæti (8,8) Vörn og markvarsla Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 7. sæti (27,1) Hlutfallsmarkvarsla - 8. sæti (29,6%) Varin víti - 11. sæti (8) Stolnir boltar - 8. sæti (76) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 6. sæti (19,9) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Arnar Máni Rúnarsson frá Fjölni Björgvin Hólmgeirsson frá Stjörnunni Goði Ingvar Sveinsson frá Fjölni Brynjar Hólm Grétarsson frá Þór Sigurður Dan Óskarsson frá FH Pétur Árni Hauksson frá HK Adam Thorstensen frá ÍR Gunnar Hrafn Pálsson frá Gróttu Dagur Gautason frá KA Hafþór Vignisson frá ÍR Farnir: Ragnar Snær Njálsson til KA Andri Már Rúnarsson til Fram Hannes Grimm til Gróttu Birgir Steinn Jónsson til Gróttu Gunnar Valdimar Johnsen til ÍR Bjarki Már Gunnarsson hættur Ari Magnús Þorgeirsson Ólafur Rafn Gíslason til ÍR Eyþór Vestmann til ÍR Sveinbjörn Pétursson til Aue Árni Þór Sigtryggsson hættur Andri Þór Helgason til Gróttu Líklegt byrjunarlið Mark: Brynjar Darri Baldursson Vinstra horn: Dagur Gautason Vinstri skytta: Tandri Már Konráðsson Miðja: Ólafur Bjarki Ragnarsson Hægri skytta: Hafþór Vignisson Hægra horn: Leó Snær Pétursson Lína: Arnar Máni Rúnarsson Tandri Már Konráðsson gekk aftur í raðir uppeldisfélagsins í fyrra eftir tæpan áratug á öðrum slóðum.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku kom Tandri Már Konráðsson aftur heim í fyrra og gekk í raðir Stjörnunnar. Hann var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili og besti varnarmaður þess. Tandri er ein besta langskytta deildarinnar og þarf að eiga gott tímabil ef Stjarnan á að taka skref fram á við. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Stjörnunnar í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Stjarnan 7. sæti Hergeir Grímsson er fyrirliði og lykilmaður Selfoss.vísir/vilhelm Selfoss í 6. sæti: Lífið eftir Hauk Hvar finnurðu 278 mörk sem eru farin úr liðinu þínu? Það verður stærsta verkefni Halldórs Sigfússonar, nýs þjálfara Selfoss. Haukur Þrastarson er farinn í atvinnumennsku og kemur vonandi ekki aftur í íslensku deildina næstu fimmtán árin eða svo. Haukur var marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og skoraði og lagði upp 278 af 618 mörkum Selfyssinga. Íslandsmeistararnir skoruðu flest mörk allra í deildinni en ekkert lið fékk á sig fleiri mörk. Halldór byrjar líklega á þeim enda, að reyna að laga varnarleikinn. Þá þarf litháíski landsliðsmarkvörðurinn Vilius Rasimas að vera góður en Selfoss var með verstu markvörsluna í Olís-deildinni í fyrra. Betri vörn og markvarsla myndi létta pressunni af sókninni svo Selfoss þyrfti ekki alltaf að skora rúmlega 30 mörk til að vinna leiki. Velunnarar Selfoss hjálpuðu liðinu að landa Guðmundi Hólmari Helgasyni sem hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin ár. Það voru metnaðarfull félagaskipti og Guðmundur ætti sér í lagi að styrkja vörn liðsins. Selfyssingar voru í 5. sæti Olís-deildarinnar þegar síðasta tímabil var flautað af og gátu nokkuð vel við unað miðað við áföllin sem dundu á liðinu. Jákvæða hliðin á þeim peningi voru að enn fleiri ungir og efnilegir leikmenn fengu tækifæri og lögðu inn á reynslubankann fyrir framtíðina. Einn þeirra er Ísak Gústafsson sem þarf að leysa stöðu hægri skyttu í vetur. Halldór er fær þjálfari og hefur náð góðum árangri þar sem hann hefur starfað. Hann er með gott lið og góðan efnivið í höndunum á Selfossi og það verður spennandi að sjá hvernig lífið eftir Hauk verður í Mjólkurbænum. Hversu langt síðan að Selfoss ... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 27 ár (1993) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 9 ár (2011) ... kom upp í deildina: 4 ár (2016) Gengi Selfoss í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (3. sæti) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Gengi Selfoss í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Íslandsmeistari 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 B-deild 2014-15 B-deild 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild View this post on Instagram Ár frá Íslandsmeistaratitlinum! Í dag er slétt ár frá því að Selfoss varð Íslandsmeistari í handbolta! Ógleymanlegur dagur sem hefði aldrei orðið að veruleika án ykkar stuðnings. Við bjóðum fólki upp á að horfa á leikinn ásamt upphitunarþætti í boði SelfossTV. Hægt er að kaupa miða í verslun @baldvinogthorvaldur og inn á vefverslun: https://selfoss.felog.is/verslun/flokkur/81 Sjá nánar: https://www.facebook.com/events/263100428216145/ #olisdeildin #mjaltavélin #selfosshandbolti A post shared by Selfoss Handbolti (@selfosshandbolti) on May 22, 2020 at 3:57am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Selfoss 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 1. sæti (30,9) Skotnýting - 1. sæti (64,0%) Vítanýting - 5. sæti (81,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 8. sæti (55) Stoðsendingar í leik - 1. sæti (13,4) Tapaðir boltar í leik - 6. sæti (9,3) Vörn og markvarsla Selfoss 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 12. sæti (30,5) Hlutfallsmarkvarsla - 12. sæti (26,9%) Varin víti - 1. sæti (19) Stolnir boltar - 6. sæti (79) Varin skot í vörn - 7. sæti (46) Lögleg stopp í leik - 5. sæti (20,3) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Vilius Rasimas frá Aue (Þýskalandi) Guðmundur Hólmar Helgason frá WestWien (Austurríki) Farnir: Haukur Þrastarson til Kielce (Póllandi) Einar Baldvin Baldvinsson til Vals (úr láni) Hreiðar Levý Guðmundsson til Vals Guðni Ingvarsson hættur Líklegt byrjunarlið Markvörður: Vilius Rasimas Vinstra horn: Hergeir Grímsson Vinstri skytta: Einar Sverrisson Miðja: Guðmundur Hólmar Helgason Hægri skytta: Ísak Gústafsson Hægra horn: Alexander Már Egan Lína: Atli Ævar Ingólfsson Guðmundur Hólmar Helgason lék tvö ár í Frakklandi og tvö ár í Austurríki.vísir/getty Verður að eiga gott tímabil Guðmundur Hólmar Helgason er mættur aftur í Olís-deildina eftir fjögurra ára fjarveru. Honum er ætlað að koma í stað Hauks í liði Íslandsmeistaranna. Hann fyllir ekki skarð hans í sókninni, enda gerir það enginn, en Akureyringurinn ætti að styrkja vörn Selfoss sem var hriplek á síðasta tímabili. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika Selfoss í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Selfoss 6. sæti Arnór Freyr Stefánsson er í hópi bestu markvarða Olís-deildarinnar.vísir/bára Afturelding í 5. sæti: Ný rödd hljómar í Mosfellsbænum Í fyrsta sinn í sex ár er Einar Andri Einarsson ekki þjálfari Aftureldingar. Hann lét af störfum í Mosfellsbænum í vor og við tók Gunnar Magnússon. Þrátt fyrir að vera ekki nema rétt rúmlega fertugur er Gunnar gríðarlega reyndur þjálfari sem hefur bæði gert ÍBV og Hauka að Íslandsmeisturum. Eftir erfið ár í kjölfar blómaskeiðs Aftureldingar í kringum aldamótin er liðið aftur búið að festa sig í sessi sem eitt af þeim bestu á Íslandi. Á tíma Einars Andra með Aftureldingu komst liðið tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og einu sinni í bikarúrslit. Forráðamenn Aftureldingar gera ekki minni kröfur á Gunnar en Einar Andra og stefnan er væntanlega að berjast á toppnum. Mosfellingar voru í 3. sæti Olís-deildarinnar þegar síðasta tímabil var blásið af. Afturelding spilaði sterka vörn sem skilaði þó ekki nógu mörgum mörkum úr hraðaupphlaupum. Ekkert lið skoraði færri slík í Olís-deildinni en Afturelding. Mosfellingar þurfa að halda uppteknum hætti í vörninni í vetur og vonast til að hún skili fleiri ódýrum mörkum. Afturelding fékk góða sendingu úr Breiðholtinu í formi Bergvins Gíslasonar, Sveins Andra Sveinssonar og Þrándar Gíslasonar Roth en þeir styrkja liðið mikið. Þá fékk Afturelding þrjá leikmenn frá liðunum sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, þ.á.m. hinn unga og efnilega Blæ Hinriksson frá HK. Mosfellingar misstu Tuma Stein Rúnarsson til Valsmanna en Sveini Andra er ætlað að fylla skarð hans. Þeir eru ólíkir leikmenn og Sveinn Andri ætti að koma með annan brag á sóknarleik Aftureldingar. Hversu langt síðan að Afturelding ... ... varð Íslandsmeistari: 21 ár (1999) ... varð deildarmeistari: 20 ár (2000) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 21 ár (1999) ... komst í bikarúrslit: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 4 ár (2016) ... féll úr deildinni: 7 ár (2013) ... kom upp í deildina: 6 ár (2014) Gengi Aftureldingar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 6. sæti í deildinni 2016-17 4. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 8. sæti í deildinni 2011-12 7. sæti í deildinni Gengi Aftureldingar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Lokaúrslit 2014-15 Lokaúrslit 2013-14 B-deild 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Ekki í úrslitakeppni Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur komist að samkomulagi við Gunnar Magnússon sem mun taka við þjálfun...Posted by Handknattleiksdeild Aftureldingar on Þriðjudagur, 17. desember 2019 HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Aftureldingar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 7. sæti (27,3) Skotnýting - 4. sæti (61,2%) Vítanýting - 7. sæti (75,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 12. sæti (45) Stoðsendingar í leik - 6. sæti (11,5) Tapaðir boltar í leik - 3. sæti (8,6) Vörn og markvarsla Aftureldingar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 4. sæti (26,5) Hlutfallsmarkvarsla - 6. sæti (31,7%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 10. sæti (73) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (19,0) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Blær Hinriksson frá HK Hafsteinn Berg Óli Ramos Rocha frá Fjölni Sveinn Andri Sveinsson frá ÍR Bergvin Þór Gíslason frá ÍR Bjarki Snær Jónsson frá Fjölni Þrándur Gíslason Roth frá ÍR Úlfar Páll Monsi Þórðarson frá Val Farnir: Böðvar Páll Ásgeirsson í nám erlendis Gestur Ólafur Ingvarsson Júlíus Þórir Stefánsson hættur Tumi Steinn Rúnarsson til Vals Eyþór Örn Ólafsson til FH Karolis Stropus til Þórs Björgvin Franz Björgvinsson til Fjölnis (lán) Líklegt byrjunarlið Markvörður: Arnór Freyr Stefánsson Vinstra horn: Gunnar Malmquist Þórsson Vinstri skytta: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson Miðja: Sveinn Andri Sveinsson Hægri skytta: Birkir Benediktsson Hægra horn: Guðmundur Árni Ólafsson Lína: Einar Ingi Hrafnsson Birkir Benediktsson verður allavega eitt tímabil í viðbót í Mosfellsbænum.vísir/daníel Verður að eiga gott tímabil Birkir Benediktsson byrjaði síðasta tímabil frábærlega og klúðraði varla skoti. Hann gaf aðeins eftir seinni hluta tímabilsins en gat samt gengið mjög sáttur frá borði. Birkir var nálægt því að fara í atvinnumennsku en nú er ljóst að hann verður áfram hjá Aftureldingu. Hann er gríðarlega öflug skytta sem nær ómögulegt er að stöðva þegar hann kemst á ferðina. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika Aftureldingar í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Afturelding 5. sæti Eyjamenn fagna bikarmeistaratitlinum á síðasta tímabili.vísir/daníel ÍBV í 4. sæti: Vonast til að létta lundina í Eyjum Eyjamenn voru í 7. sæti Olís-deildarinnar þegar síðasta tímabil var flautað af en héldu hundrað prósent árangri sínum í Höllinni þegar þeir unnu Stjörnumenn í bikarúrslitaleiknum. Þrjár kempur, sem komu mismikið við sögu í fyrra, lögðu skóna á hilluna eftir tímabilið. Þá fóru Kristján Örn Kristjánsson og Elliði Snær Viðarsson í atvinnumennsku. Þeir voru máttarstólpar í liði ÍBV, bæði í vörn og sókn, og Eyjamenn munu sakna þeirra sárt. Þá er Theodór Sigurbjörnsson meiddur. Eyjamenn minntu á sig með því að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni á sunnudaginn og verða ekki óskamótherjar neins liðs í úrslitakeppninni. Vörn ÍBV er sterk, þótt Elliði skilji eftir sig stórt skarð, og ekkert lið skoraði fleiri mörk úr hraðaupphlaupum í Olís-deildinni á síðasta tímabili. Hornin og línan eru vel skipuð en stærsta spurningarmerkið er staða hægri skyttu. Þar verður Ásgeir Snær Vignisson einfaldlega að standa sig. Sigtryggur Rúnarsson er svo spennandi viðbót en hann þreytir frumraun sína í efstu deild á Íslandi í vetur. Þjálfari ÍBV er heimamaðurinn Erlingur Richardsson er á sínu þriðja tímabili eftir að tók við liðinu í þriðja sinn 2018. ÍBV hefur verið í og við toppinn undanfarin ár og það breytist ekkert í vetur. Eftir erfitt ár þurfa Eyjamenn nauðsynlega á einhverju jákvæðu að halda og vonast til að handboltaliðin þeirra bjóði upp á Þjóðhátíð inni á vellinum. Hversu langt síðan að ÍBV ... . .. varð Íslandsmeistari: 2 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst ekki í úrslitakeppni: 7 ár (2013) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 12 ár (2008) ... kom upp í deildina: 7 ár (2013) Gengi ÍBV í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 7. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (1. sæti) 2011-12 B-deild (5. sæti) Gengi ÍBV í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Íslandsmeistari 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild View this post on Instagram Í kvöld sigruðu bikarmeistararnir okkar Valsmenn í Meistarakeppni HSÍ, oftast þekkt sem meistarar meistaranna! Mikið samræmi var með liðinum en okkar menn voru með með yfirhöndina mest allan leikinn. Í hálfleik var staðan 12-13 ÍBV í vil, eftir að Valsmenn skoruðu 2 síðustu mörk hálfleiksins. Eyjapeyjar hófu síðar hálfleik af krafti, skoruðu 3 fyrstu mörkin og létu forystuna aldrei af hendi. Mjög góð frammistaða hjá okkar mönnum og niðurstaðan var 24-26 sigur og því enn einn bikarinn í hús hjá Bandalaginu. Hákon Daði var markahæstur hjá ÍBV með 6 mörk, Sigtryggur Daði skoraði 5, Dagur 4, Fannar 3, Svanur Páll og Friðrik Hólm 2, Gabríel, Kári, Ásgeir og Arnór skoruðu 1 mark hver. Petar varði vel í markinu, 13 skot (36, 1% markvarsla). Sigurinn gefur strákunum án efa byr undir báða vængi fyrir baráttuna sem er framundan, en fyrsti leikur þeirra í Olís deildinni er á fimmtudaginn 10.september en þá mæta þeir ÍRingum í Austurbergi. Áfram ÍBV Alltaf, alls staðar! A post shared by ÍBV Handbolti (@ibv_handbolti) on Sep 6, 2020 at 4:53pm PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 4. sæti (29,3) Skotnýting - 2. sæti (62,6%) Vítanýting - 2. sæti (84,3%) Hraðaupphlaupsmörk - 1. sæti (95) Stoðsendingar í leik - 4. sæti (12,0) Tapaðir boltar í leik - 7. sæti (10,1) Vörn og markvarsla ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 6. sæti (27,0) Hlutfallsmarkvarsla - 7. sæti (30,2%) Varin víti - 8. sæti (11) Stolnir boltar - 9. sæti (75) Varin skot í vörn - 10. sæti (37) Lögleg stopp í leik - 8. sæti (18,9) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Sigtryggur Daði Rúnarsson frá Lübeck-Schwartau (Þýskalandi) Ásgeir Snær Vignisson frá Val Jonathan Werdelin frá TMS Ringsted (Danmörku) Svanur Páll Vilhjálmsson frá Fram Farnir: Sigurbergur Sveinsson hættur Kristján Örn Kristjánsson til Pays d'Aix (Frakklandi) Elliði Snær Viðarsson til Gummersbach (Þýskalandi) Magnús Stefánsson hættur Grétar Þór Eyþórsson hættur Líklegt byrjunarlið Markvörður: Petar Jokanovic Vinstra horn: Hákon Daði Styrmisson Vinstri skytta: Sigtryggur Daði Rúnarsson Miðja: Fannar Þór Friðgeirsson Hægri skytta: Ásgeir Snær Vignisson Hægra horn: Gabríel Martinez Lína: Kári Kristján Kristjánsson Petar Jokanovic var valinn besti leikmaður bikarúrslitaleiksins 2020.vísir/daníel Verður eiga að gott tímabil Petar Jokanovic var misjafn á sínu fyrsta tímabili með ÍBV og 28,9 prósent hlutfallsmarkvarsla er ekki merkileg tölfræði. En þegar hann var góður var hann virkilega góður, og aldrei betri en í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Jokanovic verður að eiga fleiri góða leiki í vetur og ef það tekst verða Eyjamenn í góðum málum. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika ÍBV í Olís-deild karla í vetur. Klippa: ÍBV 4. sæti Olís-deild karla ÍBV Afturelding UMF Selfoss Stjarnan Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Slagurinn um síðasta sætið í úrslitakeppninni (8.-9. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og nú er komið að liðunum sem berjast um síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. 8. september 2020 12:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum á morgun, fimmtudaginn 10. september. Í fyrradag skoðuðum við þrjú neðstu liðin í spá okkar, í gær litum við á liðin sem berjast um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni og núna er komið að liðunum sem freista þess að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Að okkar mati munu bikarmeistarar ÍBV, Afturelding, Selfoss og Stjarnan berjast um sæti 4-7 í Olís-deildinni í vetur. Þau hafa samt væntanlega flest vonir og væntingar um að blanda sér í toppbaráttuna. Liðin hafa tekið mismiklum breytingum frá síðasta tímabili en eru nokkuð svipuð að getu. Það var því þrautinni þyngra að raða þeim í sæti. Patrekur Jóhannesson, nýr þjálfari Stjörnunnar, ásamt Einari og Björgvini Hólmgeirssonum sem munu aðstoða hann, innan vallar og utan.mynd/facebook-síða handknattleiksdeildar Stjörnunnar Stjarnan í 7. sæti: Sveiflar Patti töfrasprotanum í heimabænum? Fullt af nýjum leikmönnum eru komnir í Stjörnuna en stærstu fréttirnar eru þær að Patrekur Jóhannesson er kominn aftur til uppeldisfélagsins eftir áratugar fjarveru. Síðustu tvö liðin sem Patrekur hefur stýrt á hér á landi, Haukar og Selfoss, hafa orðið Íslandsmeistarar undir hans stjórn. Stjarnan er ekki á þeim stað eins og staðan er núna og raunar frekar langt frá því. Eftir að hafa flakkað milli deilda í nokkur ár hafa Stjörnumenn fest sig í sessi í Olís-deildinni. Þeir hafa þó þurft að gera sér miðjumoð að góðu undanfarin ár þrátt fyrir að hafa oft haft á sterku liði að skipa. Stjarnan komst þó í bikarúrslit á síðasta tímabili þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir ÍBV. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar frá því á síðasta tímabili. Liðið fékk tvo af bestu ungu leikmönnum deildarinnar, Hafþór Vignisson og Dag Gautason, efnilega stráka frá Fjölni, tvo nýja markverði og Björgvin Hólmgeirsson endurnýjaði kynnin við Stjörnuna. Sterkir leikmenn hafa yfirgefið Garðabæinn en liðið virðist samt vera öflugra en á síðasta tímabili. Patrekur ætlar að koma Stjörnunni í hæstu hæðir og hefur gefið sér þrjú ár til þess. Þolinmæði gæti reynst dyggð á þeirri vegferð. TM-höllin hefur verið eins og draugahús undanfarin ár og áhugi Garðbæinga á liðinu hefur nánast ekki verið neinn. Það gæti breyst með Patreki sem á að koma hleypa nýju lífi í starfið hjá Stjörnunni og láta hana skína. Hversu langt síðan að Stjarnan ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 21 ár (1999) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 5 ár (2015) ... kom upp í deildina: 4 ár (2016) Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 8. sæti í deildinni 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 9. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 9. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (2. sæti) 2012-13 B-deild (2. sæti) 2011-12 B-deild (3. sæti) Gengi Stjörnunnar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 B-deild 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild Stjarnan handbolti og Sixt skrifa undir samning Sjarnan og Sixt hafa framlengt samstarfi sínu og verður Sixt einn af...Posted by Stjarnan Handbolti on Föstudagur, 3. júlí 2020 HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 8. sæti (26,6) Skotnýting - 8. sæti (58,0%) Vítanýting - 3. sæti (84,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 6. sæti (59) Stoðsendingar í leik - 12. sæti (8,3) Tapaðir boltar í leik - 5. sæti (8,8) Vörn og markvarsla Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 7. sæti (27,1) Hlutfallsmarkvarsla - 8. sæti (29,6%) Varin víti - 11. sæti (8) Stolnir boltar - 8. sæti (76) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 6. sæti (19,9) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Arnar Máni Rúnarsson frá Fjölni Björgvin Hólmgeirsson frá Stjörnunni Goði Ingvar Sveinsson frá Fjölni Brynjar Hólm Grétarsson frá Þór Sigurður Dan Óskarsson frá FH Pétur Árni Hauksson frá HK Adam Thorstensen frá ÍR Gunnar Hrafn Pálsson frá Gróttu Dagur Gautason frá KA Hafþór Vignisson frá ÍR Farnir: Ragnar Snær Njálsson til KA Andri Már Rúnarsson til Fram Hannes Grimm til Gróttu Birgir Steinn Jónsson til Gróttu Gunnar Valdimar Johnsen til ÍR Bjarki Már Gunnarsson hættur Ari Magnús Þorgeirsson Ólafur Rafn Gíslason til ÍR Eyþór Vestmann til ÍR Sveinbjörn Pétursson til Aue Árni Þór Sigtryggsson hættur Andri Þór Helgason til Gróttu Líklegt byrjunarlið Mark: Brynjar Darri Baldursson Vinstra horn: Dagur Gautason Vinstri skytta: Tandri Már Konráðsson Miðja: Ólafur Bjarki Ragnarsson Hægri skytta: Hafþór Vignisson Hægra horn: Leó Snær Pétursson Lína: Arnar Máni Rúnarsson Tandri Már Konráðsson gekk aftur í raðir uppeldisfélagsins í fyrra eftir tæpan áratug á öðrum slóðum.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku kom Tandri Már Konráðsson aftur heim í fyrra og gekk í raðir Stjörnunnar. Hann var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili og besti varnarmaður þess. Tandri er ein besta langskytta deildarinnar og þarf að eiga gott tímabil ef Stjarnan á að taka skref fram á við. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Stjörnunnar í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Stjarnan 7. sæti Hergeir Grímsson er fyrirliði og lykilmaður Selfoss.vísir/vilhelm Selfoss í 6. sæti: Lífið eftir Hauk Hvar finnurðu 278 mörk sem eru farin úr liðinu þínu? Það verður stærsta verkefni Halldórs Sigfússonar, nýs þjálfara Selfoss. Haukur Þrastarson er farinn í atvinnumennsku og kemur vonandi ekki aftur í íslensku deildina næstu fimmtán árin eða svo. Haukur var marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og skoraði og lagði upp 278 af 618 mörkum Selfyssinga. Íslandsmeistararnir skoruðu flest mörk allra í deildinni en ekkert lið fékk á sig fleiri mörk. Halldór byrjar líklega á þeim enda, að reyna að laga varnarleikinn. Þá þarf litháíski landsliðsmarkvörðurinn Vilius Rasimas að vera góður en Selfoss var með verstu markvörsluna í Olís-deildinni í fyrra. Betri vörn og markvarsla myndi létta pressunni af sókninni svo Selfoss þyrfti ekki alltaf að skora rúmlega 30 mörk til að vinna leiki. Velunnarar Selfoss hjálpuðu liðinu að landa Guðmundi Hólmari Helgasyni sem hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin ár. Það voru metnaðarfull félagaskipti og Guðmundur ætti sér í lagi að styrkja vörn liðsins. Selfyssingar voru í 5. sæti Olís-deildarinnar þegar síðasta tímabil var flautað af og gátu nokkuð vel við unað miðað við áföllin sem dundu á liðinu. Jákvæða hliðin á þeim peningi voru að enn fleiri ungir og efnilegir leikmenn fengu tækifæri og lögðu inn á reynslubankann fyrir framtíðina. Einn þeirra er Ísak Gústafsson sem þarf að leysa stöðu hægri skyttu í vetur. Halldór er fær þjálfari og hefur náð góðum árangri þar sem hann hefur starfað. Hann er með gott lið og góðan efnivið í höndunum á Selfossi og það verður spennandi að sjá hvernig lífið eftir Hauk verður í Mjólkurbænum. Hversu langt síðan að Selfoss ... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 27 ár (1993) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 9 ár (2011) ... kom upp í deildina: 4 ár (2016) Gengi Selfoss í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (3. sæti) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Gengi Selfoss í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Íslandsmeistari 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 B-deild 2014-15 B-deild 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild View this post on Instagram Ár frá Íslandsmeistaratitlinum! Í dag er slétt ár frá því að Selfoss varð Íslandsmeistari í handbolta! Ógleymanlegur dagur sem hefði aldrei orðið að veruleika án ykkar stuðnings. Við bjóðum fólki upp á að horfa á leikinn ásamt upphitunarþætti í boði SelfossTV. Hægt er að kaupa miða í verslun @baldvinogthorvaldur og inn á vefverslun: https://selfoss.felog.is/verslun/flokkur/81 Sjá nánar: https://www.facebook.com/events/263100428216145/ #olisdeildin #mjaltavélin #selfosshandbolti A post shared by Selfoss Handbolti (@selfosshandbolti) on May 22, 2020 at 3:57am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Selfoss 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 1. sæti (30,9) Skotnýting - 1. sæti (64,0%) Vítanýting - 5. sæti (81,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 8. sæti (55) Stoðsendingar í leik - 1. sæti (13,4) Tapaðir boltar í leik - 6. sæti (9,3) Vörn og markvarsla Selfoss 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 12. sæti (30,5) Hlutfallsmarkvarsla - 12. sæti (26,9%) Varin víti - 1. sæti (19) Stolnir boltar - 6. sæti (79) Varin skot í vörn - 7. sæti (46) Lögleg stopp í leik - 5. sæti (20,3) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Vilius Rasimas frá Aue (Þýskalandi) Guðmundur Hólmar Helgason frá WestWien (Austurríki) Farnir: Haukur Þrastarson til Kielce (Póllandi) Einar Baldvin Baldvinsson til Vals (úr láni) Hreiðar Levý Guðmundsson til Vals Guðni Ingvarsson hættur Líklegt byrjunarlið Markvörður: Vilius Rasimas Vinstra horn: Hergeir Grímsson Vinstri skytta: Einar Sverrisson Miðja: Guðmundur Hólmar Helgason Hægri skytta: Ísak Gústafsson Hægra horn: Alexander Már Egan Lína: Atli Ævar Ingólfsson Guðmundur Hólmar Helgason lék tvö ár í Frakklandi og tvö ár í Austurríki.vísir/getty Verður að eiga gott tímabil Guðmundur Hólmar Helgason er mættur aftur í Olís-deildina eftir fjögurra ára fjarveru. Honum er ætlað að koma í stað Hauks í liði Íslandsmeistaranna. Hann fyllir ekki skarð hans í sókninni, enda gerir það enginn, en Akureyringurinn ætti að styrkja vörn Selfoss sem var hriplek á síðasta tímabili. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika Selfoss í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Selfoss 6. sæti Arnór Freyr Stefánsson er í hópi bestu markvarða Olís-deildarinnar.vísir/bára Afturelding í 5. sæti: Ný rödd hljómar í Mosfellsbænum Í fyrsta sinn í sex ár er Einar Andri Einarsson ekki þjálfari Aftureldingar. Hann lét af störfum í Mosfellsbænum í vor og við tók Gunnar Magnússon. Þrátt fyrir að vera ekki nema rétt rúmlega fertugur er Gunnar gríðarlega reyndur þjálfari sem hefur bæði gert ÍBV og Hauka að Íslandsmeisturum. Eftir erfið ár í kjölfar blómaskeiðs Aftureldingar í kringum aldamótin er liðið aftur búið að festa sig í sessi sem eitt af þeim bestu á Íslandi. Á tíma Einars Andra með Aftureldingu komst liðið tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og einu sinni í bikarúrslit. Forráðamenn Aftureldingar gera ekki minni kröfur á Gunnar en Einar Andra og stefnan er væntanlega að berjast á toppnum. Mosfellingar voru í 3. sæti Olís-deildarinnar þegar síðasta tímabil var blásið af. Afturelding spilaði sterka vörn sem skilaði þó ekki nógu mörgum mörkum úr hraðaupphlaupum. Ekkert lið skoraði færri slík í Olís-deildinni en Afturelding. Mosfellingar þurfa að halda uppteknum hætti í vörninni í vetur og vonast til að hún skili fleiri ódýrum mörkum. Afturelding fékk góða sendingu úr Breiðholtinu í formi Bergvins Gíslasonar, Sveins Andra Sveinssonar og Þrándar Gíslasonar Roth en þeir styrkja liðið mikið. Þá fékk Afturelding þrjá leikmenn frá liðunum sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, þ.á.m. hinn unga og efnilega Blæ Hinriksson frá HK. Mosfellingar misstu Tuma Stein Rúnarsson til Valsmanna en Sveini Andra er ætlað að fylla skarð hans. Þeir eru ólíkir leikmenn og Sveinn Andri ætti að koma með annan brag á sóknarleik Aftureldingar. Hversu langt síðan að Afturelding ... ... varð Íslandsmeistari: 21 ár (1999) ... varð deildarmeistari: 20 ár (2000) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 21 ár (1999) ... komst í bikarúrslit: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 4 ár (2016) ... féll úr deildinni: 7 ár (2013) ... kom upp í deildina: 6 ár (2014) Gengi Aftureldingar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 6. sæti í deildinni 2016-17 4. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 8. sæti í deildinni 2011-12 7. sæti í deildinni Gengi Aftureldingar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Lokaúrslit 2014-15 Lokaúrslit 2013-14 B-deild 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Ekki í úrslitakeppni Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur komist að samkomulagi við Gunnar Magnússon sem mun taka við þjálfun...Posted by Handknattleiksdeild Aftureldingar on Þriðjudagur, 17. desember 2019 HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Aftureldingar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 7. sæti (27,3) Skotnýting - 4. sæti (61,2%) Vítanýting - 7. sæti (75,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 12. sæti (45) Stoðsendingar í leik - 6. sæti (11,5) Tapaðir boltar í leik - 3. sæti (8,6) Vörn og markvarsla Aftureldingar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 4. sæti (26,5) Hlutfallsmarkvarsla - 6. sæti (31,7%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 10. sæti (73) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (19,0) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Blær Hinriksson frá HK Hafsteinn Berg Óli Ramos Rocha frá Fjölni Sveinn Andri Sveinsson frá ÍR Bergvin Þór Gíslason frá ÍR Bjarki Snær Jónsson frá Fjölni Þrándur Gíslason Roth frá ÍR Úlfar Páll Monsi Þórðarson frá Val Farnir: Böðvar Páll Ásgeirsson í nám erlendis Gestur Ólafur Ingvarsson Júlíus Þórir Stefánsson hættur Tumi Steinn Rúnarsson til Vals Eyþór Örn Ólafsson til FH Karolis Stropus til Þórs Björgvin Franz Björgvinsson til Fjölnis (lán) Líklegt byrjunarlið Markvörður: Arnór Freyr Stefánsson Vinstra horn: Gunnar Malmquist Þórsson Vinstri skytta: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson Miðja: Sveinn Andri Sveinsson Hægri skytta: Birkir Benediktsson Hægra horn: Guðmundur Árni Ólafsson Lína: Einar Ingi Hrafnsson Birkir Benediktsson verður allavega eitt tímabil í viðbót í Mosfellsbænum.vísir/daníel Verður að eiga gott tímabil Birkir Benediktsson byrjaði síðasta tímabil frábærlega og klúðraði varla skoti. Hann gaf aðeins eftir seinni hluta tímabilsins en gat samt gengið mjög sáttur frá borði. Birkir var nálægt því að fara í atvinnumennsku en nú er ljóst að hann verður áfram hjá Aftureldingu. Hann er gríðarlega öflug skytta sem nær ómögulegt er að stöðva þegar hann kemst á ferðina. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika Aftureldingar í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Afturelding 5. sæti Eyjamenn fagna bikarmeistaratitlinum á síðasta tímabili.vísir/daníel ÍBV í 4. sæti: Vonast til að létta lundina í Eyjum Eyjamenn voru í 7. sæti Olís-deildarinnar þegar síðasta tímabil var flautað af en héldu hundrað prósent árangri sínum í Höllinni þegar þeir unnu Stjörnumenn í bikarúrslitaleiknum. Þrjár kempur, sem komu mismikið við sögu í fyrra, lögðu skóna á hilluna eftir tímabilið. Þá fóru Kristján Örn Kristjánsson og Elliði Snær Viðarsson í atvinnumennsku. Þeir voru máttarstólpar í liði ÍBV, bæði í vörn og sókn, og Eyjamenn munu sakna þeirra sárt. Þá er Theodór Sigurbjörnsson meiddur. Eyjamenn minntu á sig með því að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni á sunnudaginn og verða ekki óskamótherjar neins liðs í úrslitakeppninni. Vörn ÍBV er sterk, þótt Elliði skilji eftir sig stórt skarð, og ekkert lið skoraði fleiri mörk úr hraðaupphlaupum í Olís-deildinni á síðasta tímabili. Hornin og línan eru vel skipuð en stærsta spurningarmerkið er staða hægri skyttu. Þar verður Ásgeir Snær Vignisson einfaldlega að standa sig. Sigtryggur Rúnarsson er svo spennandi viðbót en hann þreytir frumraun sína í efstu deild á Íslandi í vetur. Þjálfari ÍBV er heimamaðurinn Erlingur Richardsson er á sínu þriðja tímabili eftir að tók við liðinu í þriðja sinn 2018. ÍBV hefur verið í og við toppinn undanfarin ár og það breytist ekkert í vetur. Eftir erfitt ár þurfa Eyjamenn nauðsynlega á einhverju jákvæðu að halda og vonast til að handboltaliðin þeirra bjóði upp á Þjóðhátíð inni á vellinum. Hversu langt síðan að ÍBV ... . .. varð Íslandsmeistari: 2 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst ekki í úrslitakeppni: 7 ár (2013) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 12 ár (2008) ... kom upp í deildina: 7 ár (2013) Gengi ÍBV í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 7. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (1. sæti) 2011-12 B-deild (5. sæti) Gengi ÍBV í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Íslandsmeistari 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild View this post on Instagram Í kvöld sigruðu bikarmeistararnir okkar Valsmenn í Meistarakeppni HSÍ, oftast þekkt sem meistarar meistaranna! Mikið samræmi var með liðinum en okkar menn voru með með yfirhöndina mest allan leikinn. Í hálfleik var staðan 12-13 ÍBV í vil, eftir að Valsmenn skoruðu 2 síðustu mörk hálfleiksins. Eyjapeyjar hófu síðar hálfleik af krafti, skoruðu 3 fyrstu mörkin og létu forystuna aldrei af hendi. Mjög góð frammistaða hjá okkar mönnum og niðurstaðan var 24-26 sigur og því enn einn bikarinn í hús hjá Bandalaginu. Hákon Daði var markahæstur hjá ÍBV með 6 mörk, Sigtryggur Daði skoraði 5, Dagur 4, Fannar 3, Svanur Páll og Friðrik Hólm 2, Gabríel, Kári, Ásgeir og Arnór skoruðu 1 mark hver. Petar varði vel í markinu, 13 skot (36, 1% markvarsla). Sigurinn gefur strákunum án efa byr undir báða vængi fyrir baráttuna sem er framundan, en fyrsti leikur þeirra í Olís deildinni er á fimmtudaginn 10.september en þá mæta þeir ÍRingum í Austurbergi. Áfram ÍBV Alltaf, alls staðar! A post shared by ÍBV Handbolti (@ibv_handbolti) on Sep 6, 2020 at 4:53pm PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 4. sæti (29,3) Skotnýting - 2. sæti (62,6%) Vítanýting - 2. sæti (84,3%) Hraðaupphlaupsmörk - 1. sæti (95) Stoðsendingar í leik - 4. sæti (12,0) Tapaðir boltar í leik - 7. sæti (10,1) Vörn og markvarsla ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 6. sæti (27,0) Hlutfallsmarkvarsla - 7. sæti (30,2%) Varin víti - 8. sæti (11) Stolnir boltar - 9. sæti (75) Varin skot í vörn - 10. sæti (37) Lögleg stopp í leik - 8. sæti (18,9) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Sigtryggur Daði Rúnarsson frá Lübeck-Schwartau (Þýskalandi) Ásgeir Snær Vignisson frá Val Jonathan Werdelin frá TMS Ringsted (Danmörku) Svanur Páll Vilhjálmsson frá Fram Farnir: Sigurbergur Sveinsson hættur Kristján Örn Kristjánsson til Pays d'Aix (Frakklandi) Elliði Snær Viðarsson til Gummersbach (Þýskalandi) Magnús Stefánsson hættur Grétar Þór Eyþórsson hættur Líklegt byrjunarlið Markvörður: Petar Jokanovic Vinstra horn: Hákon Daði Styrmisson Vinstri skytta: Sigtryggur Daði Rúnarsson Miðja: Fannar Þór Friðgeirsson Hægri skytta: Ásgeir Snær Vignisson Hægra horn: Gabríel Martinez Lína: Kári Kristján Kristjánsson Petar Jokanovic var valinn besti leikmaður bikarúrslitaleiksins 2020.vísir/daníel Verður eiga að gott tímabil Petar Jokanovic var misjafn á sínu fyrsta tímabili með ÍBV og 28,9 prósent hlutfallsmarkvarsla er ekki merkileg tölfræði. En þegar hann var góður var hann virkilega góður, og aldrei betri en í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Jokanovic verður að eiga fleiri góða leiki í vetur og ef það tekst verða Eyjamenn í góðum málum. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika ÍBV í Olís-deild karla í vetur. Klippa: ÍBV 4. sæti
Hversu langt síðan að Stjarnan ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 21 ár (1999) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 5 ár (2015) ... kom upp í deildina: 4 ár (2016) Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 8. sæti í deildinni 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 9. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 9. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (2. sæti) 2012-13 B-deild (2. sæti) 2011-12 B-deild (3. sæti) Gengi Stjörnunnar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 B-deild 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 8. sæti (26,6) Skotnýting - 8. sæti (58,0%) Vítanýting - 3. sæti (84,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 6. sæti (59) Stoðsendingar í leik - 12. sæti (8,3) Tapaðir boltar í leik - 5. sæti (8,8) Vörn og markvarsla Stjörnunnar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 7. sæti (27,1) Hlutfallsmarkvarsla - 8. sæti (29,6%) Varin víti - 11. sæti (8) Stolnir boltar - 8. sæti (76) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 6. sæti (19,9)
Komnir: Arnar Máni Rúnarsson frá Fjölni Björgvin Hólmgeirsson frá Stjörnunni Goði Ingvar Sveinsson frá Fjölni Brynjar Hólm Grétarsson frá Þór Sigurður Dan Óskarsson frá FH Pétur Árni Hauksson frá HK Adam Thorstensen frá ÍR Gunnar Hrafn Pálsson frá Gróttu Dagur Gautason frá KA Hafþór Vignisson frá ÍR Farnir: Ragnar Snær Njálsson til KA Andri Már Rúnarsson til Fram Hannes Grimm til Gróttu Birgir Steinn Jónsson til Gróttu Gunnar Valdimar Johnsen til ÍR Bjarki Már Gunnarsson hættur Ari Magnús Þorgeirsson Ólafur Rafn Gíslason til ÍR Eyþór Vestmann til ÍR Sveinbjörn Pétursson til Aue Árni Þór Sigtryggsson hættur Andri Þór Helgason til Gróttu
Mark: Brynjar Darri Baldursson Vinstra horn: Dagur Gautason Vinstri skytta: Tandri Már Konráðsson Miðja: Ólafur Bjarki Ragnarsson Hægri skytta: Hafþór Vignisson Hægra horn: Leó Snær Pétursson Lína: Arnar Máni Rúnarsson
Hversu langt síðan að Selfoss ... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 27 ár (1993) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 9 ár (2011) ... kom upp í deildina: 4 ár (2016) Gengi Selfoss í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (3. sæti) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Gengi Selfoss í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Íslandsmeistari 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 B-deild 2014-15 B-deild 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Selfoss 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 1. sæti (30,9) Skotnýting - 1. sæti (64,0%) Vítanýting - 5. sæti (81,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 8. sæti (55) Stoðsendingar í leik - 1. sæti (13,4) Tapaðir boltar í leik - 6. sæti (9,3) Vörn og markvarsla Selfoss 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 12. sæti (30,5) Hlutfallsmarkvarsla - 12. sæti (26,9%) Varin víti - 1. sæti (19) Stolnir boltar - 6. sæti (79) Varin skot í vörn - 7. sæti (46) Lögleg stopp í leik - 5. sæti (20,3)
Komnir: Vilius Rasimas frá Aue (Þýskalandi) Guðmundur Hólmar Helgason frá WestWien (Austurríki) Farnir: Haukur Þrastarson til Kielce (Póllandi) Einar Baldvin Baldvinsson til Vals (úr láni) Hreiðar Levý Guðmundsson til Vals Guðni Ingvarsson hættur
Markvörður: Vilius Rasimas Vinstra horn: Hergeir Grímsson Vinstri skytta: Einar Sverrisson Miðja: Guðmundur Hólmar Helgason Hægri skytta: Ísak Gústafsson Hægra horn: Alexander Már Egan Lína: Atli Ævar Ingólfsson
Hversu langt síðan að Afturelding ... ... varð Íslandsmeistari: 21 ár (1999) ... varð deildarmeistari: 20 ár (2000) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 21 ár (1999) ... komst í bikarúrslit: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 4 ár (2016) ... féll úr deildinni: 7 ár (2013) ... kom upp í deildina: 6 ár (2014) Gengi Aftureldingar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 6. sæti í deildinni 2016-17 4. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 8. sæti í deildinni 2011-12 7. sæti í deildinni Gengi Aftureldingar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Lokaúrslit 2014-15 Lokaúrslit 2013-14 B-deild 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Ekki í úrslitakeppni
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Aftureldingar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 7. sæti (27,3) Skotnýting - 4. sæti (61,2%) Vítanýting - 7. sæti (75,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 12. sæti (45) Stoðsendingar í leik - 6. sæti (11,5) Tapaðir boltar í leik - 3. sæti (8,6) Vörn og markvarsla Aftureldingar 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 4. sæti (26,5) Hlutfallsmarkvarsla - 6. sæti (31,7%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 10. sæti (73) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 7. sæti (19,0)
Komnir: Blær Hinriksson frá HK Hafsteinn Berg Óli Ramos Rocha frá Fjölni Sveinn Andri Sveinsson frá ÍR Bergvin Þór Gíslason frá ÍR Bjarki Snær Jónsson frá Fjölni Þrándur Gíslason Roth frá ÍR Úlfar Páll Monsi Þórðarson frá Val Farnir: Böðvar Páll Ásgeirsson í nám erlendis Gestur Ólafur Ingvarsson Júlíus Þórir Stefánsson hættur Tumi Steinn Rúnarsson til Vals Eyþór Örn Ólafsson til FH Karolis Stropus til Þórs Björgvin Franz Björgvinsson til Fjölnis (lán)
Markvörður: Arnór Freyr Stefánsson Vinstra horn: Gunnar Malmquist Þórsson Vinstri skytta: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson Miðja: Sveinn Andri Sveinsson Hægri skytta: Birkir Benediktsson Hægra horn: Guðmundur Árni Ólafsson Lína: Einar Ingi Hrafnsson
Hversu langt síðan að ÍBV ... . .. varð Íslandsmeistari: 2 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst ekki í úrslitakeppni: 7 ár (2013) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 12 ár (2008) ... kom upp í deildina: 7 ár (2013) Gengi ÍBV í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 7. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (1. sæti) 2011-12 B-deild (5. sæti) Gengi ÍBV í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Íslandsmeistari 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 4. sæti (29,3) Skotnýting - 2. sæti (62,6%) Vítanýting - 2. sæti (84,3%) Hraðaupphlaupsmörk - 1. sæti (95) Stoðsendingar í leik - 4. sæti (12,0) Tapaðir boltar í leik - 7. sæti (10,1) Vörn og markvarsla ÍBV 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 6. sæti (27,0) Hlutfallsmarkvarsla - 7. sæti (30,2%) Varin víti - 8. sæti (11) Stolnir boltar - 9. sæti (75) Varin skot í vörn - 10. sæti (37) Lögleg stopp í leik - 8. sæti (18,9)
Komnir: Sigtryggur Daði Rúnarsson frá Lübeck-Schwartau (Þýskalandi) Ásgeir Snær Vignisson frá Val Jonathan Werdelin frá TMS Ringsted (Danmörku) Svanur Páll Vilhjálmsson frá Fram Farnir: Sigurbergur Sveinsson hættur Kristján Örn Kristjánsson til Pays d'Aix (Frakklandi) Elliði Snær Viðarsson til Gummersbach (Þýskalandi) Magnús Stefánsson hættur Grétar Þór Eyþórsson hættur
Markvörður: Petar Jokanovic Vinstra horn: Hákon Daði Styrmisson Vinstri skytta: Sigtryggur Daði Rúnarsson Miðja: Fannar Þór Friðgeirsson Hægri skytta: Ásgeir Snær Vignisson Hægra horn: Gabríel Martinez Lína: Kári Kristján Kristjánsson
Olís-deild karla ÍBV Afturelding UMF Selfoss Stjarnan Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Slagurinn um síðasta sætið í úrslitakeppninni (8.-9. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og nú er komið að liðunum sem berjast um síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. 8. september 2020 12:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Slagurinn um síðasta sætið í úrslitakeppninni (8.-9. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og nú er komið að liðunum sem berjast um síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. 8. september 2020 12:00
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00